Aukin jarðskjálftavirkni í eldstöðvunum Reykjanes og Krýsuvík

Síðan 15-Október-2020 hefur jarðskjálftavirkni verið að aukast í eldstöðvunum Reykjanes og Krýsuvík. Á sama tíma og jarðskjálftavirkni hefur verið að aukast þá hafa komið fram breytingar á GPS mælingum á þessu sama svæði. Hægt er að sjá þær breytingar á vefsíðu Reykjanes CGPS. Þegar þessi grein er skrifuð eru allir þeir jarðskjálftar sem hafa komið fram verið mjög litlir að stærð. Það hefur einnig verið mjög rólegt á þessu svæði undanfarnar vikur sem er eðlilegt fyrir það eldstöðvasvæði sem þarna er.


Jarðskjálftavirkni í eldstöðvunum Reykjanes og Krýsuvík. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er ekki hægt að segja til um það hvernig þetta mun þróast á næstu dögum. Þar sem það veltur á því hversu mikil kvika er á ferðinni og hvað sú kvika gerir. Það er einnig óljóst hvort að þetta er þenslu atburður eða hvort að svæðið sé farið að síga aftur. Það mun taka nokkra daga til að sjá í hvora áttina þetta mun þróast.