Styrkir: Ef fólk vill styrkja mig þá eru upplýsingar til þess að gera það hérna. Ég hef bara örorkubætur til þess að lifa af og örorkubætur eru ekki mjög háar í dag og er ég mjög blankur vegna þess. Sem betur fer er skiptagengið á milli ISK og DKK að lagast þessa dagana og ég vona að það haldi áfram. Upplýsingar um það hvernig er hægt að styrkja mig er að finna hérna.
Í gær (31-Desember-2013) varð minniháttar jarðskjálftahrina á Reykjanesskaga. Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu var með stærðina 2,5 og dýpið var í kringum 5 km.
Jarðskjálftahrinan á Reykjanesinu í gær. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Jarðskjálftahrinan varð nærri fjalli sem heitir Fagradalsfjall og er þarna á svæðinu. Ég er ekki viss hvernig fjall þetta er. Hvort að þetta er gosgígur eða einhver önnur gerð af fjalli sem þarna er að finna. Frekari upplýsingar um þessa jarðskjálftahrinu er að finna á vefsíðu Veðurstofu Íslands hérna.