Aðeins rúmlega 700 jarðskjálftar mældir í Janúar 2013 á Íslandi

Yfir allan Janúar 2013 mældust aðeins rétt rúmlega 700 jarðskjálftar á öllu Íslandi. Það þarf að fara alla leið aftur til Mars 2012 til þess að sjá álíka rólegan mánuð í jarðskjálftum á Íslandi samkvæmt frétt Morgunblaðsins og jarðskjálftayfirliti Veðurstofu Íslands. Svona rólegheit vara í misjafnlega langan tíma, en núverandi rólegheit eru með þeim lengri sem hafa verið á Íslandi undanfarin ár eftir því sem mig minnir (þarf þó ekki að vera rétt hjá mér).

Þegar þessum rólegheitum líkur. Þá verður væntanlega einhverskonar virkni sem tekið verður eftir býst ég við.

Fréttir af þessum rólegheitum í jarðfræðinni

Minni virkni en undanfarna mánuði (mbl.is)
Jarðskjálftar í janúar 2013 (Veður.is)

Minniháttar jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg

Í dag hófst minniháttar jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg. Sem stendur hefur ekki orðið neinn jarðskjálfti yfir stærðinni 2,8. Dýpi þessara jarðskjálfta er í kringum 4 til 7 km.

130206_1850
Jarðskjálftahrinan á Reykjaneshrygg klukkan 18:50 UTC. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er ómögurlegt að segja til um það hvernig þessi jarðskjálftahrina kemur til með að haga sér. Verði stórir jarðskjálftar á þessu svæði, eða einhver önnur breyting. Þá mun ég setja inn bloggfærslu eins fljótt og hægt er um þá atburði.

Engar auglýsingar á blogginu eða jarðskjálftavefsíðunum

Ég hef ákveðið að taka út allar auglýsingar. Hvort sem það er á bloggunum hjá mér eða á vefsíðunum sem eru með jarðskjálftagröfin. Ástæðan fyrir því að ég geri þetta er sú staðreynd að auglýsignar skila ekki mjög miklum tekjum til mín hvort sem er. Taka upp mikið pláss á vefsíðunni hjá mér og auka þann tíma sem það tekur fyrir fólk að hlaða bloggsíðunni upp.

Í staðinn ætla ég mér að treyst á stuðning fólks sem vill styrkja mig beint. Þeir sem styrkja mig fá e-bók að þegar ég hef lokið við að skrifa slíkt. Hvort sem um er að ræða smásögur eða heilar bækur. Það tekur mig þó tíma að skrifa sögur. Þar sem hugmyndavinna og slíkt tekur yfirleitt langan tíma hjá mér. Hægt er að styrkja mig í gegnum Paypal. Ég á eftir að kanna það hvort að óhætt sé fyrir mig að setja bankanúmerið og kennitöluna hingað inn fyrir þá sem ekki vilja nota Paypal þjónustuna. Annars mun ég setja inn SWIFT og IBAN kóðan á íslensku bankabókinni minni í staðinn ef ég tel að hitt sé ekki öruggt.

Áhugaverð jarðskjálftavirkni við Tungnafellsfjökul

Það er áhugaverð jarðskjálftavirkni nærri Tungafellsjökuli. Þessi jarðskjálftavirkni er ennþá mjög lítil og á sér stað með löngum hléum. Þessi jarðskjálftavirkni hófst í fyrra. Dýpi þessa jarðskjálfta er í kringum 4 km.

130201_1610
Jarðskjálftavirknin nærri Tungafellsjökli. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Ég er ekki viss um hvað er í gangi þarna. Þó er ekkert sem bendur til þess að þarna sé kvika á ferðinni. Allavegna ekki á grunnu dýpi eins og er. Ég reikna ekki með neinum sérstök fréttum frá þessu svæði. Þrátt fyrir þessa jarðskjálftavirkni sem þarna hefur átt sér stað.

Jarðskjálfti með stærðina 3.2 á Tjörnesbrotabeltinu

Í gær (29.01.2013) klukkan 04:03 varð jarðskjálfti með stærðina 3.2. Í kjölfarið á þessum jarðskjálfta fylgdu síðan nokkrir eftirskjálftar. Þessi jarðskjálfti fannst ekki samkvæmt frétt Morgunblaðsins og tilkynningu frá Veðurstofunni.

130129_2335
Jarðskjálftinn á Tjörnesbrotabeltinu. Stærsti skjálftinn er þar sem græna stjarnan er. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er ekkert sem bendir til þess að stór jarðskjálfti sé að fara skella á Tjörnesbrotabeltinu. Þrátt fyrir mikla spennu sem er núna uppsöfnuð á Tjörnesbrotabeltinu. Þessari jarðskjálftahrinu virðist vera lokið eins og er. Það er ómögurlegt að vita hvort að jarðskjálfthrinan tekur sig upp aftur eða ekki. Slæmt veður á Íslandi hefur komið í veg fyrir nákvæmar mælingar á jarðskjálftavirkni undanfarna daga.

Fréttir af jarðskjálftanum

Jarðskjálfti við Flatey (mbl.is)

Jarðskjálfti á Reykjanesskaga þann 25.01.2013

Klukkan 00:41 varð jarðskjálfti á Reykjanesskaga. Stærð þessa jarðskjálfta var mæld 3.1. Örfáir eftirskjálftar mældust í kjölfarið á þessum jarðskjálta en enginn af þeim var með stærðina yfir 2.0. Þessi jarðskjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu. Þá helst í Hafnarfirði og þeim svæðum sem eru næst upptökum þessa jarðskjálfta.

130125_0315
Græna stjarnar markar jarðskjálftan með stærðina 3.1. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálfti varð á þekktu jarðskjálftasvæði á Reykjanesskaga. Þessi jarðskjálfti boðar ekki það að þarna muni eldgos eiga sér stað. Heldur er um að ræða eðlilega spennubreytingu á svæðinu vegna flekahreyfinga.

Velkomin á Íslenska jarðfræði bloggið

Velkomin á Íslenska jarðfræði bloggið. Þetta blogg er tilkomið vegna þess að mér fannst nauðsynlegt að skrifa sérstaklega á íslensku um þær jarðhræringar sem verða á Íslandi. Jarðskjálfta, eldgos og slíkt. Í þessu bloggi þá er einnig einfaldara að fá yfirlit yfir það sem er að gerast á Íslandi. Í staðinn fyrir að ég sé að blanda þessu í almenn skrif eins og ég hef verið að gera undanfarin á upprunalega blogginu mínu á jonfr.com.

Ég mun uppfæra þetta blogg eftir þörfum, og oftast nær eingöngu ef eitthvað er að gerast á Íslandi. Slíkt kerfi tryggir að ég geti skrifað inn á þetta blogg og fleiri blogg sem ég er einnig með núna í dag. Það getur liðið talsvert langt á milli uppfærsla ef ekkert er að gerast á Íslandi. Enska útgáfu af þessu bloggi er að finna hérna fyrir þá sem hafa áhuga á að lesa eldri blogg færslur þar um jarðskjálfta og eldfjallavirkni á Íslandi síðan ég stofnaði það blogg árið 2011.