Minniháttar jökulhlaup frá Kverkfjöllum [Uppfært]

Í dag kom tilkynning frá Veðurstofunni um minniháttar jökulhlaup frá Kverkfjöllum. Þetta jökulhlaup er mjög lítið og mun ekki ná yfir hefðbundið sumarrennsli í ánni Volgu. Það virðist sem að þetta jökulhlaup hafi hafist í gær (15-Ágúst-2013). Samkvæmt fréttum í dag þá var farið að draga úr jökulflóðinu, en ég veit ekki hvort að þetta er tímabundið eða hvort að jökulflóðið er búið nú þegar. Veðurstofna er í könnunarflugi yfir Kverkfjöllum þessa stundina til þess að meta stöðu mála og athuga hvað er að gerast í Kverkfjöllum.

Uppfærsla 1: Samkvæmt Almannavörnum þá urðu gufusprengingar í kjölfarið á þessu jökulflóði í Kverkfjöllum. Slíkt gerist þegar þrýsingur losnar skyndilega á háhitasvæðum eins og þeim sem er að finna í Kverkfjöllum undir vatni. Tilkynningu Almannavarna er hægt að lesa hérna.

Vefmyndavél í Kverkfjöllum

Vefmyndavél úr Kverkfjöllum er hægt að skoða hérna.
Veður upplýsingar úr Kverkfjöllum er hægt að skoða hérna.

Nánari fréttir af þessu jökulhlaupi

Óvenjulegur vöxtur í Volgu (mbl.is)
Hægt hefur á vexti hlaupsins (mbl.is)

Bloggfærslan var uppfærð klukkan 21:08 þann 16-Ágúst-2013.
Bloggfærslan var uppfærð klukkan 21:35 þann 16-Ágúst-2013.