Jarðskjálftahrina á Tjörnesbrotabeltinu

Í gær (31-Júlí-2013) hófst jarðskjálftahrina á Tjörnesbrotabeltinu, í suður enda þess og ekki langt frá smáþorpi sem heitir Kópasker. Þessi jarðskjálftahrina var lítil í allan gærdag, en í nótt (1-Ágúst-2013) jókst krafturinn í jarðskjálftahrinunni og klukkan 07:09 í morgun kom jarðskjálfti með stærðina 3,7. Þessi jarðskjálfti fannst á Kópaskeri og nærliggjandi svæðum. Engar skemmdir urðu, þar sem upptök þessara jarðskjálfta eru talsvert út í sjó og því umtalsverða fjarlægð frá byggð. Jarðskjálftahrinan er ennþá í gangi eins og er, en það getur breytst á mjög skömmum tíma. Hvort sem að jarðskjálftahrinan hættir eða eykst, það er engin leið til þess að vita hvað gerist næst.

130801_1450
Jarðskjálftahrinan á Tjörnesbrotabeltinu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftahrinan er á þekktu upptakasvæði jarðskjálfta í Öxarfirði. Eins og stendur þá er þessi jarðskjálftahrina ekki stöðug þar sem virknin dettur niður reglulega, en heldur síðan áfram eftir hlé. Hvort sem það hlé er stutt eða langt. Það er vonlaust að segja til um það hversu lengi þessi jarðskjálftahrina mun vara lengi. Hægt er að sjá stærstu jarðskjálftana á jarðskjálftamæli sem ég er með (Böðvarshólar) hérna.