Staðan í Bárðarbungu klukkan 21:50

Þessar upplýsingar munu verða úreltar mjög fljótt.

Staðan í Bárðarbungu

Eldgosið í Holuhrauni heldur áfram í miklum hviðum samkvæmt fréttum. Það bendir hinsvegar til þess að kvikan sé farin að eiga erfiðara með að gjósa á þessu svæði eins og stendur. Það getur verið að nýjar gossprungur opnist í nágrenni við núverandi gossprungu og þannig létti á þrýstingum í kvikuganginum. Það hefur komið í ljós að smágos hafa átt sér stað undir jökli þar sem kvikuinnskotið er til staðar. Það er hætta á frekari eldgosum í kvikuganginum og geta þau hafist án nokkurs fyrirvara. Samkvæmt fréttum þá er kvikuinnflæði og útstreymi í nokkru jafnvægi eins og er. Það þýðir þó ekki að nýjir gosstaðir geti opnast án nokkurs fyrirvara og það er ennþá mikil hætta á því að nýjar gossprungur opnist undir jökli eins og hefur nú þegar gerist í nokkrum tilfellum og valdið smágosum þar.

Óstaðfesta eldgosið ennþá óstaðfest

Eldgosið sem ég talaði um í nótt er ennþá óstaðfest og ég veit ekki hvort að það mun nokkurntímann koma staðfesting á því. Þar sem ef eldgosið átti sér stað, þá var það líklega mjög stutt og undir jökli og ekki víst að það muni nokkurntímann fást staðfest. Þannig að staða þess núna er ennþá mjög óljós og mjög óstaðfest sem stendur.

Ég mun halda áfram að setja inn uppfærslur um stöðu mála í Bárðarbungu, en þar sem fjölmiðlar á Íslandi eru ennþá með góða umfjöllun um eldgosið þá hef ég dregið aðeins úr þeim texta sem ég set hingað inn tímabundið.

Hugsanlegt eldgos í Bárðarbungu undir jökli [óstaðfest!]

Þetta eru ennþá óstaðfestar upplýsingar! Ég tel hugsanlegt að eldgos sé hafið undir jökli í Bárðarbungu miðað við þann óróleika sem er að koma fram á jarðskjálftamælum Veðurstofunnar núna. Ég tek það fram að þetta hefur ekki verið staðfest ennþá af Veðurstofunni eða Rúv. Þannig að það er einnig hugsanlegt að ég sé að meta stöðu mála rangt núna.

Ég er að bíða frekari upplýsinga hvað er í gangi í Bárðarbunga núna. Hvenær frekari og betri upplýsingar koma fram veit ég ekki.

Staðan í Bárðarbungu klukkan 22:04

Þessar upplýsingar munu verða úreltar mjög fljótt.

Eldgosið heldur áfram í Holuhrauni eins og komið hefur fram í fjölmiðlum. Helsta jarðskjálftavirknin núna er rétt sunnan við núverandi eldgos, í Dyngjujökli. Það er mín skoðun þarna muni verða eldgos innan skamms sé eingöngu miðað við þá jarðskjálftavirkni sem þarna hefur verið í dag. Hvenær slíkt eldgos mun hefjast veit ég ekki ennþá. Sig öskjunnar í Bárðarbungu heldur áfram og samkvæmt fréttum þá er sigið núna allt að 90sm/dag. Þetta er frekar mikið sig að mínu mati þar sem ekki hefur ennþá orðið stórt eldgos í öskjunni. Það er að mínu mati einnig stór hætta á því að verði eldgos í sjálfri öskju Bárðarbungu eða í hlíðum fjallsins. Þar sem ekki hefur gosið síðan 23-Ágúst-2014. Ég veit þó ekki hvenær það fer að gjósa þarna, þar sem það er ekki hægt að spá fyrir um slíkt.

Nýja hraunið er farið að valda staðbundnu veðri og litlum skýstrokkum eins og sést vel á þessari mynd sem ég tók í dag af vefmyndavél Mílu.

Bardarbunga.svd.08.09.2014.at.15.27.utc
Skýstrokkur á Holuhrauni í dag klukkan 15:27 þann 8-September-2014. Skjáskot af vefmyndavél Mílu.

Ég reikna með að þessi atburðarrás muni halda áfram talsvert lengi í viðbót. Hversu lengi veit ég ekki. Það er þó ljóst að nóg er eftir af kviku í Bárðarbungu eins og staðan er núna.

Staðan í eldgosinu í Bárðarbungu klukkan 22:01

Þessar upplýsingar munu verða úreltar mjög fljótt.

Staðan í eldgosinu er sú að í dag fór að gjósa á nýrri sprungu eins og komið hefur fram í fjölmiðlum. Þetta er í raun þrjár sprungur, en hugsanlegt er að þær muni renna saman í eina sprungu með tímanum ef það gýs þarna nógu lengi. Sigdældir hafa sést í Dyngjuökli fyrir sunnan núverandi eldgos og leiðni er farin að aukast í Jökulsá á fjöllum. Það bendir til þess að jarðhiti eða hugsanlega eldgos sé hafið undir jökli. Það verður þó ekki ljóst alveg strax.

Þenslan heldur áfram í kvikuinnskotinu eins og sést vel á mælingum Háskóla Íslands og er hægt að skoða hérna. Sjá einnig mynd hérna fyrir neðan.

DYNC_3mrap.svd.05.09.2014.at.20.56.utc
GPS færsla samkvæmt mælingum Háskóla Íslands. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Háskóla Íslands.

Jarðskjálftavirkni heldur áfram í Bárðarbungu sjálfri og eiga sér þar bæði stórir og litlir jarðskjálftar. Stærsti jarðskjálftinn síðan á miðnætti var með stærðina 5,3 og varð hann í öskjubarmi Bárðarbungu. Það eru engin merki um að núverandi eldgos sé að fara að enda eða að stutt sé í enda á núverandi atburðarrás.

Ég mun setja inn nýjar upplýsingar ef þörf er á því. Annars er mikið fjallað um þetta í fjölmiðlum og hefur það dregið úr þörf minni að skrifa um þessa atburði nema að eitthvað óvænt gerist.