Staðan í Bárðarbungu klukkan 22:04

Þessar upplýsingar munu verða úreltar mjög fljótt.

Eldgosið heldur áfram í Holuhrauni eins og komið hefur fram í fjölmiðlum. Helsta jarðskjálftavirknin núna er rétt sunnan við núverandi eldgos, í Dyngjujökli. Það er mín skoðun þarna muni verða eldgos innan skamms sé eingöngu miðað við þá jarðskjálftavirkni sem þarna hefur verið í dag. Hvenær slíkt eldgos mun hefjast veit ég ekki ennþá. Sig öskjunnar í Bárðarbungu heldur áfram og samkvæmt fréttum þá er sigið núna allt að 90sm/dag. Þetta er frekar mikið sig að mínu mati þar sem ekki hefur ennþá orðið stórt eldgos í öskjunni. Það er að mínu mati einnig stór hætta á því að verði eldgos í sjálfri öskju Bárðarbungu eða í hlíðum fjallsins. Þar sem ekki hefur gosið síðan 23-Ágúst-2014. Ég veit þó ekki hvenær það fer að gjósa þarna, þar sem það er ekki hægt að spá fyrir um slíkt.

Nýja hraunið er farið að valda staðbundnu veðri og litlum skýstrokkum eins og sést vel á þessari mynd sem ég tók í dag af vefmyndavél Mílu.

Bardarbunga.svd.08.09.2014.at.15.27.utc
Skýstrokkur á Holuhrauni í dag klukkan 15:27 þann 8-September-2014. Skjáskot af vefmyndavél Mílu.

Ég reikna með að þessi atburðarrás muni halda áfram talsvert lengi í viðbót. Hversu lengi veit ég ekki. Það er þó ljóst að nóg er eftir af kviku í Bárðarbungu eins og staðan er núna.