Nýlegar atburður: Jarðskjálfti með stærðina Mw5,2 í eldstöðvarkerfi Heklu

Þetta er nýlegur atburður en það varð jarðskjálfti með stærðina Mw5,2 í eldstöðvarkerfi Heklu klukkan 13:21. Það er möguleiki að þetta sé upphafið að eldgosi á þessu svæði en það hefur gosið reglulega í Vatnafjöllum á síðustu öldum, en það er of snemmt núna til þess að vera viss.

Jarðskjálftavirknin í Vatnafjöllum sem eru hluti af eldstöðvarkerfi Heklu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er ekki möguleiki á að vita hvað gerist næst þarna. Það er hinsvegar hætta á að þarna verði jarðskjálfti með stærðina Mw7,0 en hvort að það gerist er ekki hægt að segja til um.

Kröftugur jarðskjálfti í Báðarbungu í morgun

Í morgun klukkan 07:20 þann 6-Nóvember-2021 varð jarðskjálfti með stærðina Mw4,0 í eldstöðinni Bárðarbungu. Það varð hrina lítilla jarðskjálfta bæði fyrir og eftir stóra jarðskjálftann.

Stærsti jarðskjálftinn er sýndur með grænni stjörnu á korti Veðurstofu Íslands.
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirkni sýnir að eldstöðin Bárðarbunga heldur áfram að þenjast út eftir eldgosið sem varð árið 2014 til 2015. Þetta bendir ekki til þess að eldgos sé að fara að hefjast. Áður en það gerist þarf meiri tíma að líða og það munu einnig verða fleiri jarðskjálftar þarna áður en það gerðist.