Jarðskjálfti 15 km norðan við Kolbeinsey

Í dag (15-Nóvember-2013) klukkan 05:32 varð jarðskjálfti með stærðina 3,4 rúmlega 15 km norðan við Kolbeinsey. Dýpið á þessum jarðskjálfta varð 3,9 km samkvæmt Veðurstofu Íslands. Vegna fjarlægðar frá SIL mælanetinu er möguleiki á því að stærð og dýpi jarðskjálftans sé ekki mjög nákvæmt.

131115_1620
Jarðskjálftinn fyrir norðan Kolbeinsey. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Vegna fjarlægðar er erfitt að átta sig á því hvað er að gerast þarna. Hinsvegar hefur engin órói ennþá mælst frá Kolbeinsey og það er ekkert sem bendir til þess að þarna sé eldgos hafið eins og stendur. Þessi jarðskjálfti kom vel fram á jarðskjálftamælanetinu mínu, á jarðskjálftamælastöðinni í Böðvarshólum. Hægt er að skoða jarðskjálftamælavefsíðuna mína hérna.

Jarðskjálftahrina norðan við Kolbeinsey

Í dag um klukkan 11:00 hófst jarðskjálftahrina norðan við Kolbeinsey. Þessi jarðskjálftahrina hefur verið með jarðskjálfta í kringum 4,0+. Það hefur þó ekki fengist staðfest ennþá. Þó er erfitt að segja nákvæmlega til um það vegna fjarlægðar frá SIL mælanetinu. Einnig vegna fjarlægðar. Þá sjást eingöngnu stærstu jarðskjálftanir á SIL mælanetinu og mínum eigin jarðskjálftamælum. Síðasta staðfesta eldgos í Kolsbeinsey átti sér stað árið 1755 og þar á undan árið 1372. Einnig átti sér kvikuinnskot eða eldgos sér stað rúmlega 100 km norðan við Kolbeinsey árið 1999.

130413_1745
Jarðskjálftahrinan í Kolbeinsey er þar sem grænu stjörnunar eru. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

bhrz.svd.13.04.2013.17.55.utc
Jarðskjálftahrinan eins og hún kemur fram á jarðskjálftamælinum mínum í Böðvarshólum. Þessi mynd er undir Creative Commons leyfi. Skoðið CC leyfi síðuna fyrir frekari upplýsingar.

Engin merki um það að eldgos hafi hafist þarna ennþá. Reikna má með að slík merki muni sjást á SIL netinu ef eldgos hefst. Ég er þó ekki viss um að minn jarðskjálftamælir muni sýna slík merki vegna fjarlægðar (rúmlega 300 km). Reikna má með frekar jarðskjálftavirkni á næstu dögum til klukkutímum og dögum í Kolbeinsey. Ég veit ekki hvort að þessi virkni tengist annari jarðskjálftavirkni sem hefur verið undanfarið á Tjörnesbrotabeltinu. Vegna fjarlægðar frá SIL mælanetinu þá mælast ekki minni jarðskjálftar sem eiga sér stað í Kolbeinsey þessa stundina eða á mínum jarðskjálftamæli sem er staðsettur rúmlega 300 km í burtu frá Kolbeinsey.

Hægt er að fylgjast með þeim jarðskjálftum sem eiga sér stað hérna á jarðskjálftavefsíðunni minni.

Jarðskjálftar fyrir norðan Kolbeinsey

Í dag klukkan 17:32 varð jarðskjálfti með stærðina 4,4 fyrir norðan Kolbeinsey. Þessi jarðskjálfti varð á svæði sem er umtalsvert langt frá landi og því er erfitt að segja til um það hvar er í gangi þarna. Nokkrir eftirskjálftar fylgdu þessum jarðskjálfta og komu vel fram á jarðskjálftamælinum mínum fyrir norðan. Hægt er að skoða jarðskjálftamælavefsíðuna mína hérna. Hægt er að frá frekari upplýsingar um jarðskjálftan á vefsíðu EMSC hérna.

310421.regional.svd.29.03.2013.m4.4
Kort EMSC sýnir ágætlega hvar jarðskjálftinn átti upptök sín. Það er ekki útlokað að í þessu korti sé að finna skekkju. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir EMSC.

Veðurstofa Íslands mældi einnig þessa jarðskjálftahrinu. Þó er erfitt að staðsetja hana nákvæmlega vegna fjarlægðar frá SIL mælanetinu. Slíkt gerir erfiðara að staðsetja jarðskjálftana og ákvarða dýpi þeirra.

130329_2050
Jarðskjálftanir fyrir norðan Kolbeinsey. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Ég veit ekki hvað er að gerast þarna vegna fjarlægðar frá landi. Eins og stendur er þetta bara jarðskjálftahrina. Ef þarna verður eldgos. Þá mun enginn taka eftir því. Þar sem dýpið þarna er í kringum 3 til 4 km þar sem dýpst er. Af þeim sökum mun líklega ekkert sjást á yfirborði sjávar ef þarna fer að gjósa þarna.