Djúpir jarðskjálftar í Fagradalsfjalli

Í dag (21-Júlí-2021) komu fram nokkrir djúpir jarðskjálftar í Fagradalsfjalli sem er hluti af eldstöðvarkerfi Krýsuvík-Trölladyngju.

Þessi jarðskjálftavirkni er ekki stór og stærsti jarðskjálftinn sem hefur mælst var með stærðina Mw0,8. Mesta dýpi sem mældist var 13,4km.

Jarðskjálftavirknin í Fagradalsfjalli sýnd á mynd frá Veðurstofu Íslands sem nokkrir punktar á Reykjanesskaga. Það er einn punktur fyrir nýjasta jarðskjálftann, tveir appelsínugulir punktar fyrir næst elstu jarðskjálftana og síðan nokkrir bláir punktar fyrir elstu jarðskjálftana.
Jarðskjálftavirknin í Fagradalsfjalli á Reykjanesskaga. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er erfitt að segja til um hvað þetta þýðir. Það er möguleiki að meiri kvika sé að reyna að koma upp af miklu dýpi heldur en núverandi eldgosasvæði leyfir. Ef það er það sem er að gerast þá er möguleiki á því að nýir gígar opnist og eldgos hefjist á nýjum stöðum. Þegar þessi grein er skrifuð þá virðist jarðskjálftavirknin vera ennþá í gangi en það verða ekki margir jarðskjálftar núna og stærðir þeirra jarðskjálfta sem verða eru mjög litlar.

Þoka kemur í veg fyrir að hægt sé að sjá hvað er að gerast á Fagradalsfjalli og í eldgosinu. Það er enginn órói að sjást á mælum Veðurstofu Íslands og það segir að ekkert eldgos er í gangi þessa stundina.

Jarðskjálftavirkni norður af Grindavík í eldstöðinni Reykjanes

Snemma í morgun þann 11-Júlí-2021 varð jarðskjálftahrina norður af Grindavík. Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu var með stærðina Mw2,5. Flestir af öðrum jarðskjálftum sem komu fram voru með stærðina Mw0,0 til Mw1,0. Það var einnig jarðskjálftahrina við Reykjanestá sem er einnig hluti af eldstöðvarkerfinu Reykjanes.

Jarðskjálftavirkni norður af Grindavík. Þar kom fram hópur af jarðskjálftum á korti Veðurstofunnar sem eru merktir sem appelsínugulir punktar.
Jarðskjálftavirkni norður af Grindavík. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er mjög erfitt að segja til um hvað er að gerast þarna í eldstöðinni Reykjanes. Það hefur verið sannað að eldgos geta hafist á Reykjanesskaga án mikillar viðvörunar eða jarðskjálftavirkni. Það eru engin skýr merki um það að eitthvað sé að fara að gerast en það getur breytst án nokkurar viðvörunnar.

Jarðskjálftavirkni í Heklu

Í gær (25-Júní-2021) um klukkan 06:00 varð hrina lítilla jarðskjálfta í eldstöðinni Heklu. Þetta er óvenjulegt þar sem venjulega koma aðeins fram jarðskjálftar rétt áður en eldgos hefst í Heklu. Það gerðist ekki núna og engin merki um það að Hekla sé að fara að gjósa.

Jarðskjálftavirkni í vestur hluta Heklu sýnir á jarðfræðikorti Veðurstofunnar með appelsínugulum punktum.
Jarðskjálftavirknin í Heklu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Hvað er að gerast í Heklu er erfitt að segja til um. Það er ljóst að misgengi þarna gaf eftir og kom fram með þessa jarðskjálfta vegna þrýstibreytinga á svæðinu. Síðasti jarðskjálftinn kom fram varð klukkan 09:36. Síðan þá hafa ekki komið fram neinir jarðskjálftar en það getur breyst án fyrirvara eins og venjan er með eldstöðina Heklu samkvæmt sögunni.

Eldgosið í Fagradalsfjalli

Ég hef ákveðið að seinka grein um eldgosið í Fagradalsfjalli vegna þess að það eru einhverjar breytingar að eiga sér stað sem ég er ekki viss hverjar eru nákvæmlega þessa stundina. Það hefur ekki verið neitt útsýni á eldgosið síðan í gær (25-Júní-2021) vegna þoku sem gerir það mjög erfitt að átta sig á því hvað er að gerast og hvað er að breytast núna.

Jarðskjálftahrina í Bárðarbungu

Í gær (12-Maí-2021) klukkan 15:47 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,5 í Bárðarbungu. Þessi jarðskjálftavirkni tengist þenslunni í Bárðarbungu eftir eldgosinu lauk í Holuhrauni árið 2015.

Græn stjarna í eldstöðinni Bárðarbunga sem er þakin Vatnajökli á korti frá Veðurstofu Íslands.
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu er þar sem græna stjarnan er. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það hefur dregið mjög úr jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu síðustu mánuði og ástæðan fyrir því er ekki augljós eins og er. Tímabil milli eldgosa í Bárðarbungu geta verið allt að 18 ár eða styttri. Eldgosið í sprungunni Gjálp árið 1996 telst vera eldgos í Bárðarbungu. Það setur tímann á milli eldgosa í Bárðarbungu í rúmlega 18 ár, á milli áranna 1996 til ársins 2014.