Jarðskjálftahrina í Bárðarbungu

Í gær (12-Maí-2021) klukkan 15:47 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,5 í Bárðarbungu. Þessi jarðskjálftavirkni tengist þenslunni í Bárðarbungu eftir eldgosinu lauk í Holuhrauni árið 2015.

Græn stjarna í eldstöðinni Bárðarbunga sem er þakin Vatnajökli á korti frá Veðurstofu Íslands.
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu er þar sem græna stjarnan er. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það hefur dregið mjög úr jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu síðustu mánuði og ástæðan fyrir því er ekki augljós eins og er. Tímabil milli eldgosa í Bárðarbungu geta verið allt að 18 ár eða styttri. Eldgosið í sprungunni Gjálp árið 1996 telst vera eldgos í Bárðarbungu. Það setur tímann á milli eldgosa í Bárðarbungu í rúmlega 18 ár, á milli áranna 1996 til ársins 2014.