Sterkur jarðskjálfti í Öræfajökli [uppfærslur væntanlegar]

Þessi grein verður uppfærð.

Jarðskjálfti með stærðina 3,5 varð klukkan 16:57 í Öræfajökli. Þetta er sjálfvirkt stærðarmat og mun breytast þegar farið er yfir gögnin. Það virðist sem að jarðskjálftahrina sé hafin í Öræfajökli.


Jarðskjálftavirknin í Öræfajökli (græna stjarnan). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Óróaplottin í kringum Öræfajökul hafa ekki ennþá uppfærst og því veit ég ekki hvort að einhver órói hafi komið fram í kjölfarið á þessari jarðskjálftahrinu.

Ég mun uppfæra þessa grein með nýrri upplýsingum þegar þær berast.

Jarðskjálfti með stærðina 3,3 rúmlega 6 km norður af Gjögurtá

Í kvöld klukkan 22:44 varð jarðskjálfti með stærðina 3,3 rúmlega 6 km norður af Gjögurtá í Tjörnesbrotabeltinu. Í kjölfarið á þessum skjálfta hafa síðan komið fram minni jarðskjálftar.


Jarðskjálftavirknin norður af Gjögurtá núna í kvöld. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftavirkni er mjög algeng á þessu svæði. Þarna eru engar eldstöðvar og þarna hafa ekki orðið nein eldgos svo vitað sé til.

Jarðskjálftahrina í Öræfajökli (21-Júní-2018)

Daginn eftir að aukning varð í jarðskjálftavirkni í Öræfajökli. Þessi jarðskjálftahrina var aðeins stærri en jarðskjálftahrinan sem varð í gær (20-Júní-2018).


Jarðskjálftavirknin í Öræfajökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn í þessari jarðskjálftahrinu var með stærðina 2,6 en allir aðrir jarðskjálftar voru minni að stærð. Stærsti jarðskjálftinn fannst á nálægum sveitabýlum.

Jarðskjálftamælirinn í Böðvarshólum

Vegna bilunar í tölvubúnaði þá verður jarðskjálftamælirinn í Böðvarshólum óvirkur þangað til ég hef efni á að uppfæra stöðina í Raspberry Shake búnað. Á þessari stundu veit ég ekki hvenær það gerist en þar sem þetta er öðruvísi uppsetning þá krefist það þess að ég sé með aðal jarðskjálftatölvuna mína í gangi og þessa stundina er það ekki möguleiki hjá mér vegna aðstæðna. Ég mun fá aðal-jarðskjálfta tölvuna í gang aftur þegar ég flyt til Danmerkur eða Þýskalands eftir nokkra mánuði (vona ég) frá Íslandi.

Jarðskjálftahrina í Öræfajökli í dag (20-Júní-2018)

Í dag (20-Júní-2018) varð lítil jarðskjálftahrina í Öræfajökli. Núverandi jarðskjálftahrina er talsvert öðruvísi heldur en jarðskjálftahrinan sem varð mánuðina og vikunar á undan eldgosinu í Eyjafjallajökli.


Jarðskjálftavirknin í Öræfajökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn í þessar jarðskjálftahrinu var með stærðina 1,8 og voru allir aðrir jarðskjálftar minni að stærð. Flestir jarðskjálftar voru með stærðina 0,5 og dýpið var í kringum 5 til 6 km. Þetta bendir til þess að mínu mati að Öræfajökull gæti valdið meiriháttar vandræðum í framtíðinni.

Jarðskjálfti fannst í Grindavík í dag (18-Júní-2018)

Jarðskjálfti með stærðina 3,0 varð í dag (18-Júní-2018) 4,3 km norður af Grindavík og fannst þessi jarðskjálfti í Grindavík. Það voru nokkrir minni jarðskjálftar sem komu í kjölfarið á meginskjálftanum.


Jarðskjálftinn fyrir norðan Grindavík þann 18-Júní-2018. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftavirkni er mjög algeng á þessu svæði. Þessi jarðskjálftavirkni er því ekkert sérstök að sjá.

Jarðskjálfti ekki langt frá Siglufirði

Jarðskjálfti með stærðina 3,5 varð ekki langt frá Siglufirði núna í kvöld. Á þessari stundu er þetta eini jarðskjálftinn sem hefur komið fram á því svæði þar sem jarðskjálftinn varð.


Jarðskjálftinn sem varð ekki langt frá Siglufirði (græn stjarna). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er möguleiki á að þarna verði frekari jarðskjálftavirkni á þessu svæði. Hinsvegar er möguleiki á að ekkert frekar gerist á þessu svæði.

Mjög kröftug jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu

Í dag (14-Júní-2018) varð mjög kröftug jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu.

Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 4,9 (klukkan 15:05). Aðrar jarðskjálftar voru með stærðina 4,1 (klukkan 13:04), jarðskjálfti með stærðina 3,3 (klukkan 13:25), jarðskjálfti með stærðina 3,1 (klukkan 13:36), jarðskjálfti með stærðina 3,5 (klukkan 16:35). Aðrir jarðskjálftar sem komu fram voru minni að stærð.


Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þetta er stærsti jarðskjálftinn síðan í Janúar-2018 (grein hérna). Það sem virðist muna núna er að þessi jarðskjálftahrina virðist vera stærri núna en í Janúar-2018. Ástæða þessara jarðskjálftahrinu er vegna þenslu sem á sér stað núna í Bárðarbungu. Það kom ekki fram neinn gosórói í kjölfarið á þessari jarðskjálftahrinu. Ég veit ekki hversu mikið Bárðarbungu hefur þanist út síðan eldgosinu lauk í Bárðarbungu í Febrúar-2015. Það má búast við svona jarðskjálftavirkni (jarðskjálftahrina með stórum jarðskjálftum) í Bárðarbungu nokkrum sinnum á ári næstu árin.

Jarðskjálftavirkni í Tindfjallajökli

Ég hef ekki skrifað margar greinar um eldstöðina Tindfjallajökul þar sem þessi eldstöð hefur varið síðustu ~12.000 árum í að vera hljóðlát.


Jarðskjálftavirkni í Tindfjallajökli (gular/rauðir punktar). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Allir þeir jarðskjálftar sem hafa átt sér stað eru mjög litlir og enginn þeirra fór yfir stærðina 0,3. Þessi jarðskjálftavirkni virðist aðeins hafa farið inn á sprungusveim Heklu (það mun ekki hafa nein áhrif og ekki valda neinu). Það er óljóst afhverju þessi jarðskjálftavirkni er að eiga sér stað.

Jökulflóð farið af stað úr Grímsvötnum

Samkvæmt fréttum þá er jökulflóð farið af stað úr Grímsvötnum og er búist við því að það nái láglendi á morgun. Ég er ekki að reikna með eldgosi í Grímsvötnum vegna þessa jökulflóðs. Ef það verður eldgos í Grímsvötnum í kjölfarið á þessu flóði þá reikna ég ekki með því að það verði stórt.

Ég mun uppfæra þessa grein eftir því sem þarf eða skrifa nýja grein ef eitthvað stórt gerist.

Jarðskjálftavirkni í Öræfajökli

Í gær (29-Maí-2018) varð jarðskjálftavirkni í Öræfajökli. Þessi aukning sem varð núna í jarðskjálftavirkni í Öræfajökli var í samræmi við það sem hefur sést áður undanfarna mánuði.


Jarðskjálftavirknin í Öræfajökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn í þessari jarðskjálftahrinu var með stærðina 2,1. Aðrir jarðskjálftar voru minni og var stærð þeirra frá 0,0 og upp í 1,0.