Staða mála í Tjörnesbrotabelta jarðskjálftahrinunni klukkan 19:46

Þetta hérna er stutt uppfærsla á jarðskjálftahrinunni á Tjörnesbrotabeltinu. Þessi bloggfærsla mun úreldast mjög hratt vegna mikillar virkni sem á sér stað á Tjörnesbrotabeltinu. Af þeim sökum ætla ég mér ekki að hafa þessa blggfærslu mjög langa.

Í kringum 785 jarðskjálftar hafa mælst á Tjörnesbrotabeltinu síðan í gær (2. Apríl). Þessi tala úreldist mjög fljótt vegna mikillar virkni. Það eru í kringum 40 – 60 jarðskjálftar á hverjum klukkutíma. Það eru smá sveiflur í þessari jarðskjálftahrinu sem þýðir að stundum dettur virknin niður fyrir þessa tölu. Yfir 80 jarðskjálftar hafa mælst sem eru stærri en 3.0. Þessi tala mun hratt breytast miðað við virknina eins og hún er þessa stundina.

130403_1615
Jarðskjálftahrinan á Tjörnesbrotabeltinu fyrr í dag. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

130403_1615_trace
Hérna sést að jarðskjálftahrinan er mjög þétt á tímum. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

skj20130403a
Kort sem sýnir jarðskjálftahrinuna og stærstu jarðskjálftana í henni hingað til. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

gri.03.04.2013.16.58.utc
Svona kemur jarðskjálftahrinan fram á SIL stöðvum Veðurstofu Íslands. Þetta er Grímsey. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

skr.svd.03.04.2013.16.58.utc
Svona kemur jarðskjálftahrinan fram á SIL stöðinni Skrokköldu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

nor.svd.03.04.2013
Yfirfarið yfirlit af jarðskjálftunum á Tjörnesbrotabeltinu. Þetta er nokkura klukkustunda gamalt kort. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftahrina er afskaplega flókin og það gerir mér erfiðara fyrir að átta mig á henni. Hættan á stórum jarðskjálfta er ennþá til staðar þarna. Þarna hefur ekki orðið stór jarðskjálfti síðan árið 1910 hið minnsta. Á þessum tíma hefur mikil spenna byggst upp í jarðskorpunni. Jarðskjálftinn sem var með stærðina 5,5 losaði aðeins um lítið brot af þessari spennu. Sama er að segja um þá eftirskjálfta sem þarna hafa átt sér stað hingað til. Þessi jarðskjálftar hafa aðeins losað um lítið magn af þeirri spennu sem þarna hefur byggst upp á nokkrum áratugum.

1-s2.0-S0040195107003794-gr2
Mynd af jarðskjálftavirkni á Tjörnesbrotabeltinu ásamt staðsetningum eldri jarðskjálfta sem hafa verið mjög stórir. Myndin er fengin héðan. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Gunnar B. Gudmundsson, Pall Halldorsson, Ragnar Stefansson og öðrum tengdum aðilum.

Eins og staðan er í dag. Þá er bara best að fylgjast með virkninni á Tjörnesbrotabeltinu næstu klukkutíma til daga. Þar sem ómögulegt er að segja til um það hvernig þessi jarðskjálftahrina mun haga sér.

Nánari upplýsingar um þessa jarðskjálftahrinu

Jarðskjálftahrinan við Grímsey heldur áfram (Veðurstofa Íslands)
Um jarðskjálftana austur af Grímsey (Veðurstofa Íslands)

Uppfærsla 1: Dýpi jarðskjálftanna ásamt dýpi og öðrum upplýsingum.

nordurland_15d.svd.03.04.2013.21.11.utc
Þetta hérna sýnir fjölda jarðskjálfta ásamt því dýpi sem þeir eru að eiga sér stað á. Ásamt þeirri orkuútlausn sem þessir jarðskjáltar hafa leyst út núna. Ekki eru allir jarðskjálftar á þessari mynd. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Bloggfærsla uppfærð klukkan 21:20 þann 03.04.2013.

Upplýsingar um jarðskjálftann með stærðina 5,5 á Tjörnesbrotabeltinu

Þetta hérna er stutt bloggfærsla um jarðskjálftahrinuna á Tjörnesbrotabeltinu.

Stærsti jarðskjálftinn í þessari jarðskjálftahrinu er skjálfti með stærðina 5,5. Stærstu eftirskjálftar eru skjálftar með stærðina 4,4 og síðan 4,7. Fyrri jarðskjálftinn átti sér stað klukkan 01:13 en seinni jarðskjálftinn átti sér stað klukkan 08:55 í morgun. Fjölmargir jarðskjálftar hafa átt sér stað og er fjöldi þeirra núna kominn vel yfir 500 jarðskjálfta hingað til. Óvissustigi hefur verið lýst yfir frá Sauðárkróki yfir til Raufarhafnar samkvæmt fréttum. Upptök þessar jarðskjálftahrinu eiga sér stað á svæði þar sem flókið brotabelti er til staðar. Óvíst er hvort að þessi jarðskjálftahrina muni koma af stað nýjum jarðskjálftahrinum á öðrum misgengjum sem þarna eru nálægt. Þetta er stærsti jarðskjálfti á þessu svæði síðan árið 2002 og árið 2005. Þegar þarna urðu jarðskjálftar með stærðina 5,0.

130402_1430
Jarðskjálftahrinan á Tjörnesbrotabeltinu. Grænu stjörnunar tákna jarðskjálfta sem eru stærri en 3,0. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

130402_1430_trace
Yfirlit yfir fjölda jarðskjálftana sýnir hversu þétt þessi jarðskjálftahrina hefur verið. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

bhrz.svd.02.04.2013.14.05.utc
Jarðskjálftahrinan eins og hún kemur fram á jarðskjálftamælinum mínum í Böðvarshólum. Þessi mynd er undir Creative Commons leyfi. Sjá nánar á CC Leyfi síðunni.

hkbz.svd.02.04.2013.14.05.utc
Jarðskjálftahrinan eins og hún kemur fram á jarðskjálftamælinum mínum í Heklubyggð. Þessi mynd er undir Creative Commons leyfi. Sjá nánar á CC Leyfi síðunni.

Það hafa yfir 500 jarðskjálftar mælst í þessari jarðskjálftahrinu sem stendur. Mestur fjöldi jarðskjálfta kom fram eftir að stærsti jarðskjálftinn kom fram síðustu nótt. Eins og staðan er núna. Þá er farið að draga úr jarðskjálftavirkni en það getur breyst án fyrirvara ef jarðskjálftavirkni tekur sig upp aftur á þessu svæði. Þetta á sérstaklega við ef þarna verður nýr stór jarðskjálfti.

Ég mun setja inn uppfærslur eins fljótt og hægt er ef eitthvað nýtt gerist á þessu svæði. Hægt er að fylgjast með jarðskjálftavirkninni hérna á jarðskjálftavefsíðunni minni hérna.

Myndir af jarðskjálftanum á Tjörnesbrotabeltinu

Hérna eru myndir af fyrsta jarðskjálftanum á Tjörnesbrotabeltinu.

130402.005845.bhrz.psn
Útslagið á tjörnesbrotabeltinu í jarðskjálftanum núna fyrr í kvöld á jarðskjálftamælinum mínum á Böðvarshólum. Þessi mynd er undir Creative Commons leyfi. Sjá nánar á CC Leyfi síðunni.

130402.005907.hkbz.psn
Útslagið á tjörnesbrotabeltinu núna fyrr í kvöld á jarðskjálftamælinum mínum í Heklubyggð. Þessi mynd er undir Creative Commons leyfi. Sjá nánar á CC Leyfi síðunni.

Stór jarðskjálfti fyrir norðan

Rétt í þessu varð stór jarðskjálfti yfir norðan á Tjörnesbrotabeltinu. Nánari upplýsingar koma eftir smá stund. Ég er að giska á að stærðin sé 5,5 til 6,5 miðað við útslagið á jarðskjálftamælunum hjá mér. Hægt er að sjá jarðskjálftamælana hjá mér hérna.

Jarðskjálftahrina austan við Grímsey

Í dag klukkan 05:25 hófst jarðskjálftahrina austan við Grímsey. Jarðskjálftanir eiga sér stað á Tjörnesbrotabeltinu. Stærsti jarðskjálfti dagins náði stærðinni 2,8. Engir stærri jarðskjálftar hafa átt sér stað ennþá.

130331_1945
Jarðskjálftanir á Tjörnesbrotabeltinu núna í dag. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftar eru mjög algengir á þessu svæði og því er þetta ekki óvanaleg virkni. Þessir jarðskjálftar tengjast ekki neinni eldgosavirkni eða eldfjalli svo að ég viti til. Ef eitthvað meiriháttar gerist. Þá mun ég setja inn bloggfærslu um það eins fljótt og hægt er.

Djúpir jarðskjálftar í Öskju og Kverkfjöllum

Í dag voru djúpir jarðskjálftar í Kverkfjöllum og Öskju. Enginn þessara jarðskjálfta náði stærðinni 1,0. Dýpi þessara jarðskjálfta var á bilinu 22 til 24 km. Upptök þessara jarðskjálfta voru innan í eldstöðvunum sjálfum og tengjast því einhverjum kvikuhreyfingum.

130331_1700
Jarðskjálftanir í Öskju og Kverkfjöllum. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Upplýsingar um Kverkfjöll. Upplýsingar um Öskju.

Það er vonlaust að segja til um það hvað er að gerast í Öskju eða Kverkfjöllum. Þetta eru virkar eldstöðvar og því ber að horfa á málin frá því sjónarhorni.

Jarðskjálfti með stærðina 3.5 fyrir sunnan Langjökul

Í dag klukkan 17:24 varð jarðskjálfti með stærðina 3.5 fyrir sunnan Langjökul. Þessi jarðskjálfti er líklega brotaskjálfti sem þarna eiga sér oft stað. Það er ekkert sem bendir til þess að þarna eigi sér stað jarðskjálftar sem eru undanfari eldgos. Jarðskjálftahrinan er ennþá í gangi og hefur eitthvað dregið úr hrinunni eftir því sem liðið hefur á. Nokkrir forskjálftar voru fyrir stærsta jarðskjálftan. Þeir voru með stærðina 2,1 til 2,8. Þessir jarðskjáfltar komu fram á jarðskjálftamælum sem ég er. Hægt er að skoða mælingar þeirra hérna á vefsíðu sem ég er með.

130329_2145
Jarðskjálftahrinan í Langjökli í dag. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er líklegt að dragi úr þessari jarðskjálftahrinu á næstu klukkutímum. Það er ekki neitt sem bendir til annars. Ef þessi jarðskjálftahrina tekur sig upp. Þá mun ég bara skrifa um það hérna eins fljótt og hægt er. Þetta svæði er þekkt jarðskjálftasvæði á Íslandi. Þó svo að þarna verði ekkert mjög oft jarðskjálftar og jarðskjálftahrinur.

Jarðskjálftar fyrir norðan Kolbeinsey

Í dag klukkan 17:32 varð jarðskjálfti með stærðina 4,4 fyrir norðan Kolbeinsey. Þessi jarðskjálfti varð á svæði sem er umtalsvert langt frá landi og því er erfitt að segja til um það hvar er í gangi þarna. Nokkrir eftirskjálftar fylgdu þessum jarðskjálfta og komu vel fram á jarðskjálftamælinum mínum fyrir norðan. Hægt er að skoða jarðskjálftamælavefsíðuna mína hérna. Hægt er að frá frekari upplýsingar um jarðskjálftan á vefsíðu EMSC hérna.

310421.regional.svd.29.03.2013.m4.4
Kort EMSC sýnir ágætlega hvar jarðskjálftinn átti upptök sín. Það er ekki útlokað að í þessu korti sé að finna skekkju. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir EMSC.

Veðurstofa Íslands mældi einnig þessa jarðskjálftahrinu. Þó er erfitt að staðsetja hana nákvæmlega vegna fjarlægðar frá SIL mælanetinu. Slíkt gerir erfiðara að staðsetja jarðskjálftana og ákvarða dýpi þeirra.

130329_2050
Jarðskjálftanir fyrir norðan Kolbeinsey. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Ég veit ekki hvað er að gerast þarna vegna fjarlægðar frá landi. Eins og stendur er þetta bara jarðskjálftahrina. Ef þarna verður eldgos. Þá mun enginn taka eftir því. Þar sem dýpið þarna er í kringum 3 til 4 km þar sem dýpst er. Af þeim sökum mun líklega ekkert sjást á yfirborði sjávar ef þarna fer að gjósa þarna.

Djúpir jarðskjálftar í Öskju

Í morgun (26.03.2013) urðu nokkrir djúpir jarðskjálftar í Öskju. Enginn þessara jarðskjálfta náði stærðinni 2,5. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 2,1 var á dýpinu 20,4 km.

130326_1410
Jarðskjálftanir í Öskju. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirkni í Öskju er hluti af ferli sem hófst árið 2010. Þetta ferli hefur hingað til ekki komið af stað eldgosi eða slíkum atburðum. Þó er þetta vísbending um það að Askja sé farin að hita upp. Hinsvegar hafa orðið breytingar í Öskju. Svo sem íslaust öskjuvatn veturinn 2012 og auking í jarðhita. Ástæður þess að öskjuvatn var íslaust veturinn 2012 eru mér ekki kunnar ennþá.