Lítil jarðskjálftahrina í Kötlu

Dagana 25-Apríl-2018 og 26-Apríl-2018 varð lítil jarðskjálftahrina í Kötlu. Jarðskjálftahrinan varð í suðurhluta öskju Kötlu.


Jarðskjálftavirknin í Kötlu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærstu jarðskjálftarnir í þessari hrinu voru með stærðina 2,1 og 1,8 en allir aðrir jarðskjálftar voru minni að stærð. Þessi jarðskjálftahrina bendir til þess að sumarjarðskjáltavirknin sé að hefjast í Kötlu þetta árið og því má búast við talsverði jarðskjálftavirkni í Kötlu næstu mánuði.

Jarðskjálftavirkni í Öræfajökli og Tungnafellsjökli

Þessi grein fjallar um tvær eldstöðvar. Það er einnig talsverð jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu þessa stundina en það verður sér grein ef þörf er á því.

Öræfajökull

Þessa stundina er nærri því stöðug jarðskjálftavirkni í Öræfajökli. Stærsti jarðskjálftinn hingað til var með stærðina 2,0 og annar stærsti jarðskjáfltinn var með stærðina 1,2.


Jarðskjálftavirkni í Öræfajökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.


Jarðskjálftavirkni í Öræfajökli síðustu 15 dagana. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það sem ég hef áhyggjur af er að Öræfajökull virðist vera kominn í annað stig í því ferli áður en eldgos verður. Þessu er lýst vel í þessari grein hérna byggt á rannsókn frá USGS. Greinina er hægt að lesa hérna á ensku. Seismic patterns help forecast eruptions from quiet stratovolcanoes

Tungnafellsjökull

Það hefur einnig verið lítil jarðskjálftahrina í Tungnafellsjökli síðustu klukkutíma og daga. Það er óljóst hvað er að valda þessum jarðskjálftum í Tungnafellsjökli á þessari stundu. Það er hugsanlegt að hérna sé um að ræða spennubreytingar í jarðskorpunni vegna Bárðarbungu og eldgossins 2014 til 2015.


Jarðskjálftavirkni í Öræfajökli og Tungnafellsjökli. Þarna sést einnig jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Eins og staðan er núna þá er ég ekki að reikna með eldgosi í nálægri framtíð í Tungnafellsjökli.

Minniháttar jarðskjálftahrina í Torfajökli

Í morgun (20-Apríl-2018) varð minniháttar jarðskjálftahrina í Torfajökli. Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu var með stærðina 2,4 en allir aðrir jarðskjálftar sem urðu voru minni að stærð.


Jarðskjálftahrinan í Torfajökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er ekki mikið um að vera í Kötlu á þessari mynd. Þar er allt rólegt eins og stendur. Almennt er mjög rólegt á Íslandi þessa stundina.

Snögg aukning í jarðskjálftum í Öræfajökli (hefur róast á ný)

Aðfaranótt 9-Apríl-2018 varð snögg aukning í jarðskjálftum í Öræfajökli. Það hefur aftur dregið úr þessari virkni á ný. Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu hafði stærðina 1,5 en aðrir jarðskjálftar sem urðu náðu flestir ekki stærðinni 1,0. Dýpi þessara jarðskjálfta virðist hafa verið í kringum 6 til 8 km en það virðist vera erfitt af einhverjum ástæðum að fá nákvæmt dýpi á þessa jarðskjálfta. Ég veit ekki afhverju það er. Fjöldi jarðskjálfta í þessari hrinu var 22.


Jarðskjálftavirkni síðustu 15 daga í Öræfajökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.


Jarðskjálftavirkni í Öræfajökli síðan árið 2005. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.


Jarðskjálftavirkni síðustu 48 klukkutíma í Öræfajökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Ég veit ekki afhverju núverandi jarðskjálftamunstur kemur fram í Öræfajökli. Hinsvegar lýst mér ekkert á þessa þróun í Öræfajökli eins og þetta er að koma fram núna í eldstöðinni og mig grunar að svona jarðskjálftahrinur séu að verða algengari í Öræfajökli en áður var. Þessi jarðskjálftavirkni sýnir að mig grunar ekki alla söguna um það sem er að gerast í Öræfajökli núna um þessar mundir. Það hefur ekki orðið nein sjáanleg breyting á leiðni í jökulám frá Öræfajökli.

Mánaðarlegt yfirlit yfir virknina í Öræfajökli – Mars 2018

Hérna er stutt yfirlit yfir jarðskjálftavirknina í Öræfajökli.

Í síðasta mánuði þá hélt jarðskjálftavirknin áfram í Öræfajökli og hefur þessi jarðskjálftavirkni verið að mestu leiti stöðug og meirihluti allra þeirra jarðskjálfta sem hafa átt sér stað eru mjög litlir jarðskjálftar. Flestir með stærðina 0,0 til 1,0. Einn jarðskjálfti með stærðina 2,8 átti sér stað og síðan kom fram einn jarðskjálfti með stærðina 3,0 (grein um þann jarðskjálfta er að finna hérna).


Jarðskjálftavirknin í gær í Öræfajökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þar sem um er að ræða mjög litla jarðskjálfta þá hverfa þeir í vindhávaðann þegar sterkur vindur eða stormur er á svæðinu. Þar sem það styttist í sumarið þá dregur úr tíðni storma á svæðinu og því batna aðstæður til jarðskjálftamælinga í kjölfarið. Það er ekkert sem bendir til þess að eldgos sé yfirvofandi eins og stendur. Það er eingöngu þegar stórum og litlum jarðskjálftum fer að fjölga mjög hratt að ljóst er að eldgos sé yfirvofandi. Hinsvegar er nauðsynlegt að fylgjast með þeirri jarðskjálftavirkni sem á sér núna stað í Öræfajökli til öryggis.

Jarðskjálftahrina austur af Grímsey í gær

Í gær (05-Apríl-2018) varð jarðskjálftahrina austur af Grímsey. Fyrri jarðskjálftinn var með stærðina 3,0 (klukkan 18:12) og seinni jarðskjálftinn var með stærðina 3,3 (klukkan 18:14). Það eru góðar líkur á því að báðir jarðskjálftar hafi fundist í Grímsey án þess að það hafi verið tilkynnt.


Jarðskjálftahrinan austur af Grímsey (græn stjarna). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Nokkrir minni jarðskjálftar komu í kjölfarið á stærstu jarðskjálftunum en síðan dró úr virkninni og það hefur verið rólegt á svæðinu síðan þeirri virkni lauk.

Jarðskjálftahrina 43 km vestur af Grímsey

Í gær (31-Mars-2018) klukkan 09:35 varð jarðskjálfti með stærðina 3,2 rúmlega 43 km vestur af Grímsey. Vegna fjarlægðar frá landi þá er ólíklegt að fólk hafi orðið vart við þennan jarðskjálfta. Annar stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu var með stærðina 2,6 en allir aðrir jarðskjálftar sem komu fram voru minni að stærð.


Jarðskjálftinn með stærðina 3,2 (græna stjarnan). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er einnig jarðskjálftahrina að fara af stað rétt norðan við Gjögurtá (rauðir punktar á myndinni hérna fyrir ofan). Hingað til hefur það ekki komið af stað neinum stórum jarðskjálftum á því svæði og það er óljóst hvort að það muni gerast.

Minniháttar jarðskjálftahrinur á Tjörnesbrotabeltinu

Síðustu nótt voru tvær jarðskjálftahrinur á Tjörnesbrotabeltinu. Fyrri jarðskjálftahrinan var 19,9 km norð-austur af Siglufirði og var stærsti jarðskjálftinn þar 3,1.


Jarðskjálftahrinunar á Tjörnesbrotabeltinu. Stærsti jarðskjálftinn er með græna stjörnu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Hin jarðskjálftahrinan varð norð-austur af Grímsey og stærsti jarðskjálftinn þar var með stærðina 2,8 en allir aðrir jarðskjálftar sem áttu sér stað þar voru minni að stærð. Þetta var minniháttar jarðskjálftahrina sem varð norð-austur af Grímsey.

Jarðskjálfti með stærðina 3,0 í Öræfajökli

Í dag (24-Mars-2018) klukkan 16:32 varð jarðskjálfti með stærðina 3,0 í Öræfajökli. Undanfarnar vikur hefur verið mikið um litla jarðskjálfta í Öræfajökli og hefur sú jarðskjálftavirkni verið nær stöðug síðustu vikunar.


Jarðskjálftavirknin í Öræfajökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er óljóst þessa stundina hvort að einhver breyting sé að eiga sér stað í Öræfajökli. Það hefur orðið örlítil aukning í jarðskjálftum sem eru stærri en 1,5 síðustu daga. Í heildina þá hefur ekki orðið mikil breyting í jarðskjálftavirkni í Öræfajökli. Jarðskjálftavirknin hefur hinsvegar verið stöðug með smáskjálftum undanfarnar vikur og það er spurning hvort að það boði vandræði í nálægri framtíð.

Jarðskjálftinn með stærðina 3,0 fannst í Öræfasveit samkvæmt Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálfti með stærðina 4,3 í Bárðarbungu

Í gær (21-Mars-2018) klukkan 22:56 varð jarðskjálfti með stærðina 4,3 í Bárðarbungu. Jarðskjálftinn varð á hefðbundnum stað innan í öskju Bárðarbungu. Á svæði þar sem er mikil jarðhitavirkni til staðar núna og er þessi jarðhitavirkni það mikil að hún hefur náð að bræða jökulinn ofan af sér.


Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu (græn stjarna). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það virðist að það sé talsverð jarðskjálftavirkni í gangi á þessu svæði samkvæmt nálægum SIL stöðvum. Þessi jarðskjálftavirkni kemur þó ekki fram á kortinu vegna þess að þessi jarðskjálftavirkni kemur bara fram á einni SIL stöð.