Örlítil jarðskjálftavirkni á Tjörnesbrotabeltinu

Þessa dagana er ekki mikið að gerast á Íslandi, þannig að ég hef ekki mikið til að skrifa um. Þannig að ég ætla að skrifa um smá jarðskjálftavirkni á Tjörnesbrotabeltinu.

Nokkrir jarðskjálftar hafa orðið á Tjörnesbrotabeltinu síðustu 48 klukkustundirnar og stærstu jarðskjálftinn var með stærðina 2,5 en almennt hafa jarðskjálftar verið mjög litlir að stærð.


Jarðskjálftavirknin á Tjörnesbrotabeltinu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Svona rólegheitatímabil eru algeng á Íslandi og á meðan svo er þá hef ég ekki mikið til þess að skrifa um þar sem ég skrifa að mestu leiti um raunatburði en ekki atburði sem hafa gerst í fortíðinni á Íslandi. Ég er að athuga með að skrifa um atburði annarstaðar á plánetunni á meðan svona rólegheit ertu á Íslandi.

Innflæði kviku veldur jarðskjálftum í Bárðarbungu

Á Föstudeginum 6, Janúar 2017 varð jarðskjálfti með stærðina 1,6 en þessi jarðskjálfti varð á 25 km dýpi í Bárðarbungu. Jarðskjálftar á þessu dýpi verða vegna kvikuhreyfinga en ekki vegna flekahreyfinga á jarðskorpuflekanum samkvæmt jarðfræðingum. Jarðskjálftar eru einnig mjög sjaldgæfir á þessu dýpi á Íslandi. Í dag, þann 8, Janúar 2017 varð síðan jarðskjálfti á 7,3 km dýpi með stærðina 3,5 í Bárðarbungu.


Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þenslan í Bárðarbungu virðist vera orðin talsvert mikil samkvæmt því sem mælingar gefa til kynna, það virðist einnig sem svo að þenslan sé hraðari en ég gerði (persónulega) ráð fyrir. Það er ekki hægt að segja til um það hvar eða hvenær næsta eldgos verður í Bárðarbungu. Eldgosartímabil í Bárðarbungu vara í rúmlega 10 til 20 ár miðað við það sem söguleg gögn sýna fram á. Það er er einnig rekhrina á þessu svæði sem gerir stöðu mála mun flóknari en venjulega og gerir nú þegar mjög flókna stöðu ennþá flóknari. Það er einnig þannig að eldgos geta átt sér stað í Bárðarbungu kerfinu fyrir utan megineldstöðina, þá helst í Hamrinum (Loki-fögrufjöll), síðasta eldgos varð í Hamrinum í Júlí 2011 og varði í 8 – 12 tíma og olli jökulflóði en það náði ekki uppúr jöklinum.

Í gögnum Global Volcanism Program (tengill ofar í greininni) er að hægt að sjá þetta munstur um eldgosahrinur sem vara í 10 til 20 ár mjög vel (eins vel og söguleg gögn leyfa). Gott dæmi um þetta er hrina eldgosa sem átti sér stað í seinni hluta 19 aldar og náði til upphafs 20 aldar.

Árið 1862 Júní 30 – 1864 Október 15 (skekkja er +-45 dagar). Það svæði sem gaus þá var Tröllagígar.
Árið 1872 – Dagsetning ekki þekkt og svæði sem gaus á ekki almennilega þekkt. Hugsanlega Dyngjuháls.
Árið 1902 Desember – 1903 Júní. Það er ekki þekkt hvar gaus, hugsanlega Dyngjuháls.
Árið 1910 Júní – 1910 Október. Svæði sem gaus á var Loki-Fögrufjöll, einnig þekkt sem Hamarinn.

Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu

Þann 4 og 6 Janúar 2017 urðu jarðskjálftar í Bárðarbungu. Jarðskjálftinn sem varð 4. Janúar 2017 var með stærðina 3,3 (að mig minnir) en jarðskjálftinn sem varð þann 6. Janúar var með stærðina 3,5. Báðir jarðskjálftar voru á öskjujaðrinum í Bárðarbungu. Ástæðan fyrir þessari jarðskjálftavirkni er sú að Bárðarbunga heldur áfram að þenjast út vegna innstreymis kviku inn í eldstöðina, þetta innstreymi virðist vera mjög mikið og mun meira en ég bjóst við. Þar sem innstreymi kviku kemur í púlsum sem eru misstórir þá verða jarðskjálftahrinunar misstórar og vara mislengi.


Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi gerð af jarðskjálftavirkni er orðin mjög regluleg í Bárðarbungu. Ég reikna ekki með að það breytist neitt á næstunni. Það sem ég reikna með að gerist er að það haldi áfram að draga úr jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu en jarðskjálftar haldi áfram að gerst en lengra verði á milli jarðskjálfta og þeir verði stærri í kjölfarið.

Jarðskjálftavirkni í Kötlu

Þann 5. Janúar 2017 varð jarðskjálfti með stærðina 3,5 í Kötlu. Þessi jarðskjálftavirkni í Kötlu á þessum árstíma er mjög sjaldgæf, þar sem venjulega er Katla mjög róleg á þessum árstíma. Þessa dagana virðist vera úti um friðinn.


Jarðskjálftavirknin í Kötlu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þetta var stærsti jarðskjálftinn í lítilli jarðskjálftahrinu sem átti sér stað í öskju Kötlu þennan dag. Síðan þessi jarðskjálftahrina átti sér stað hefur verið rólegt en slæmt veður hefur einnig verið að trufla mælingar á jarðskjálftum á þessu svæði undanfarna daga og á öllu Íslandi.

Jarðskjálftavirknin í Henglinum

Þann 4 Janúar 2017 varð jarðskjálftahrina í Henglinum og var stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu með stærðina 3,7 og annar stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 2,8. Stærstu jarðskjálftarnir fundust í Reykjavík, Selfossi, Hveragerði og nágrenni. Samtals urðu 150 jarðskjálftar í þessari hrinu.


Jarðskjálftahrinan í Henglinum þann 4. Janúar 2017. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftahrina varð vegna þess að jarðskorpan er að reka í sundur á þessu svæði og er að síga í leiðinni. Samkvæmt tímaritsgrein frá árinu 1973 (greinin) þá varð stór jarðskjálftahrina á þessu svæði árið 1789 og þá lækkaði Þingvallavatn um heila 63 sm (það er reyndar talið vanmat). Síðustu slíku hrinur urðu líklega á miðri 19 öldinni (hef það þó ekki staðfest) og síðan einhverntímann á fyrri hluta 20 aldarinnar. Svona rek veldur því að rekdalur myndast hægt og rólega, enda er svæðið frá Hveravöllum og langt suður eftir Reykjaneshrygg í reynd einn stór rekdalur, þó svo að slíkt sjáist ekki allstaðar.

Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu

Árið 2016 var Bárðarbunga upptekin við að þenjast út og undirbúa næsta eldgos.

Þann 31-Desember-2016 varð jarðskjálftahrina í Bárðarbungu, stærstu jarðskjálftarnir voru með stærðina 3,6 og 3,3 en aðrir jarðskjálftar sem urðu voru minni að stærð. 2-Janúar-2017 komu fram jarðskjálftar á ný í Bárðarbungu og sá stærsti var með stærðina 2,8 en aðrir jarðskjálftar voru minni að stærð.


Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessa stundina heldur Bárðarbunga áfram að þenjast út á því sem virðist vera frekar mikill hraði. Það er ekki hægt að segja til um það hvenær næsta eldgos verður. Það eru einnig flóknari atburðir að eiga sér stað í Bárðarbungu sem mun erfiðara er að segja til um hvernig þróast á næstunni og vonlast er að segja til um hvernig munu haga sér.

Gleðilegt nýtt ár 2017

Ég óska öllum gleðilegs nýs árs 2017 og vona að það ár verði gott og hafi ekki alltof marga upp og niðurtíma. Fyrir mér hefur árið 2016 verið mjög erfitt þar sem ég missti bæði afa minn og síðan stjúpföður á þessu ári. Afi minn varð 85 ára gamall og dó úr krabbameini en stjúpföður minn varð bráðkvaddur á miðju sumri en hann varð 57 ára gamall. Þessi andlegu ör sem þessir atburðir skilja eftir sig munu gróa en það mun taka langan tíma fyrir þau ör að dofna.

Ég get ekki sagt að árið 2016 hafi verið rosalega gott fyrir mig. Ég vona hinsvegar að árið 2017 verði betra hjá mér og öllum sem eru þarna úti. Ég óska því öllum gleðilegs nýs árs 2017 og vona að næstu 365 dagar verði góðir hjá fólki.

Áætlun fyrir nýjar greinar

31-Desember: Engar nýjar greinar nema stór jarðskjálftahrina eða eldgos verði.
1-Janúar, 2017: Sama og að ofan.
2-Janúar, 2017: Venjulegar uppfærslur ef eitthvað er að gerast.

Jarðskjálftavirkni í kötluöskjunni

Á Mánudaginn (26-Desember-2016) varð jarðskjálfti með stærðina 3,3 í kötluöskjunni (eldstöðin Katla). Þetta var stærsti jarðskjálftinn þann daginn í Kötlu. Í dag (27-Desember-2016) hafa orðið nokkrir jarðskjálftar og sá stærsti var með stærðina 1,6 en aðrir jarðskjálftar voru minni að stærð.


Jarðskjálftavirknin í Kötlu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það hafa verið sveiflur í leiðnimælingum í jökulám sem koma frá Kötlu undanfarin sólarhring. Vegna veðurs þá er mjög líklegt að gömul eldfjallaaska og annað laust efni sé að fjúka í jökulánar og valda þessari hækkun á leiðinni, einnig sem hugsanlegt er að eitthvað af gömlum gosefnum sé að koma fram með bráðnun vegna breytinga á hitastigi síðasta sólarhringinn. Það má búast við því að þessar sveiflur verði í leiðinimælingum næsta sólarhringinn vegna veðurs.

Gleðileg jól

Ég óska öllum gleðilegra jóla og ég vona að fólk hafi það gott um jólin.

Áætlun fyrir nýjar greinar

24-Desember-2016: Engar nýjar greinar nema að það verði eldgos eða stór jarðskjálftahrina.
25-Desember-2016: Sama og að ofan.
26-Desember-2016: Sama og að ofan.
27-Desember-2016: Venjulegur dagur ef eitthvað gerist.

Jarðskjálftahrina í Bárðarbungu

Í morgun (20-Desember-2016) varð jarðskjálftahrina í Bárðarbungu. Fyrsti hluti þessa jarðskjálftahrinu varð klukkan 03:31 og varði til klukkan 03:35 þegar smá hlé varð, síðan komu fram tveir jarðskjálftar klukkan 09:35 þá með tveim jarðskjálftum með stærðina 3,0 og 3,1.


Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Mánudaginn 19-Desemer-2016 urðu nokkrir djúpir jarðskjálftar í Bárðarbungu. Það bendir til þess að kvika hafi komið inn í eldstöðina af miklu dýpi (úr möttlinum af ~100 til 200 km dýpi). Þetta hefur gerst áður og það má reikna með að þetta muni gerast aftur.