Jarðskjálfti með stærðina 3,7 í Bárðarbungu

Síðustu nótt (13.Mars-2017) varð jarðskjálfti með stærðina 3,7 í Bárðarbungu. Þessi jarðskjálfti á sér stað nokkrum dögum eftir að kröftug jarðskjálftahrina átti sér stað í Bárðarbungu. Eftirskjálftar voru litlir í kjölfarið á stóra jarðskjálftanum og ekki markverðir sem slíkir.


Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það virðist sem að stærðir jarðskjálfta sem núna eiga sér stað séu að aukast. Það er ekki vitað afhverju það er raunin og ekki er hægt að segja til um það hvort að þessi virkni muni enda í eldgosi eða ekki.