Áframhaldandi jarðskjálftavirkni í Kötlu

Síðustu daga hefur verið jarðskjálftavirkni í Kötlu. Þessi jarðskjálftavirkni kemur í tveim gerðum, fyrri gerðin eru jarðskjálftahrinu en sú seinni eru stakir jarðskjálftar sem eru dreifðir um öskju Kötlu.


Jarðskjálftavirknin í Kötlu síðustu 48 klukkutímana. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Vísbendinganar eru þess eðlis að líklega mun gjósa í Kötlu fljótlega. Hinsvegar er ennþá möguleiki á því að Katla muni róast niður aftur og ekkert frekar muni gerast, aftur á móti eins og málin standa í dag. Þá er það ólíklegri niðurstaða. Þetta er sérstaklega mikilvægt þar sem jarðskjálftavirknin í Kötlu hefur verið í gangi síðan í lok Ágúst-2015 og það virðist lítið vera að breytast þar, þó svo að það dragi aðeins úr virkninni einhverja daga og vikur tímabundið. Þessa stundina er jarðskjálftavirknin í Kötlu frekar lítil og aðeins smáskjálftar að eiga sér stað. Þessa stundina hafa allir jarðskjálftar verið minni en 3,0 að stærð og það er engin merki þess að draga sé úr jarðskjálftavirkni í Kötlu.

Djúpir jarðskjálftar í Öræfajökli

Ég hef ekki skrifað margar greinar um eldstöðina Öræfajökul. Ástæðan er sú að yfirleitt er ekki neitt að gerast í Öræfajökli og telst þessi eldstöð vera mjög róleg eins og Esjufjöll og Snæfell (austurland), en þessar eldstöðvar mynda keðju af eldstöðvum fyrir utan megin eldgosabeltið á Íslandi. Rannsóknir benda til þess að undir Öræfajökli sé brot af gömlu meginlandi sem er líklega að bráðna niður hægt og rólega (rannsóknina er hægt að lesa hérna á ensku) og hugsanlega einnig undir Esjufjöllum. Í þessari rannsókn er einnig skráð eldstöð beint austur af Esjufjöllum en ég veit ekki hvort að sú eldstöð er raunverulega til, þar sem þessi eldstöð er ekki allstaðar skráð á kort og ég hef engar upplýsingar um þessa eldstöð ef hún er raunverulega til. Ég veit ekki afhverju þetta er raunin.


Jarðskjálftavirknin í Öræfajökli. Á þessu korti er Öræfajökull staðsettur beint suður af Grímsvötnum. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærðir þeirra jarðskjálfta sem urðu var aðeins 1,1 til 1,8. Það sem gerir þessa jarðskjálfta áhugaverða er að þeir benda hugsanlega til þess að eitthvað sé að fara að gerast í Öræfajökli. Mesta dýpið sem kom fram var 21,2 km (stærðin var 1,1), annars var dýpið frá 19,0 til 20,7 km. Það sem sést á óróagrafi bendir til þess að um sé að ræða jarðskjálfta sem myndast þegar kvika er að brjóta leið um í jarðskorpunni, frekar en að um sé að ræða jarðskjálfta sem tengjast jarðskorpuhreyfingum.

Jarðskjálftavirkni hófst í Öræfajökli (mjög líklega) árið 2011 en samkvæmt gögnum sem ég er með þá urðu ekki neinir jarðskjálftar árið 2012 (það þarf ekki að vera alveg rétt). Síðan þá hafa orðið nokkrir jarðskjálftar á hverju ári síðan árið 2012. Hversu langt ferlið er frá lítilli jarðskjálftavirkni þangað til að eldgos hefst er ekki þekkt vegna skorts á sögulegum gögnum. Síðustu eldgos áttu sér stað árið 1362 frá 5 Júní +-4 dagar og þangað til 15 Október +-45 dagar og síðan árið 1727 þann 3 Ágúst og þangað til 1 Maí +-30 dagar árið 1728.

Jarðskjálfti með stærðina 3,9 í Bárðarbungu

Í dag (23.01.2017) varð jarðskjálfti með stærðina 3,9 í Bárðarbungu. Þessi jarðskjálfti er stærsti jarðskjálftinn í Bárðarbungu í nokkrar vikur núna.


Jarðskjálftinn í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu er vegna þess að eldstöðin er að þenjast út eftir eldgosið í Holuhrauni árið 2014 – 2015.

Vikuleg jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu

Þann 19-Janúar-2017 varð svo til vikuleg jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu. Jarðskjálftinn þessa vikuna var með stærðina 3,5.


Jarðskjálftinn í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Ég reikna ekki með frekari jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu umfram það sem á sér stað venjulega núna.

Örlítil jarðskjálftavirkni á Tjörnesbrotabeltinu

Þessa dagana er ekki mikið að gerast á Íslandi, þannig að ég hef ekki mikið til að skrifa um. Þannig að ég ætla að skrifa um smá jarðskjálftavirkni á Tjörnesbrotabeltinu.

Nokkrir jarðskjálftar hafa orðið á Tjörnesbrotabeltinu síðustu 48 klukkustundirnar og stærstu jarðskjálftinn var með stærðina 2,5 en almennt hafa jarðskjálftar verið mjög litlir að stærð.


Jarðskjálftavirknin á Tjörnesbrotabeltinu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Svona rólegheitatímabil eru algeng á Íslandi og á meðan svo er þá hef ég ekki mikið til þess að skrifa um þar sem ég skrifa að mestu leiti um raunatburði en ekki atburði sem hafa gerst í fortíðinni á Íslandi. Ég er að athuga með að skrifa um atburði annarstaðar á plánetunni á meðan svona rólegheit ertu á Íslandi.

Jarðskjálftavirkni í Kötlu

Þann 5. Janúar 2017 varð jarðskjálfti með stærðina 3,5 í Kötlu. Þessi jarðskjálftavirkni í Kötlu á þessum árstíma er mjög sjaldgæf, þar sem venjulega er Katla mjög róleg á þessum árstíma. Þessa dagana virðist vera úti um friðinn.


Jarðskjálftavirknin í Kötlu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þetta var stærsti jarðskjálftinn í lítilli jarðskjálftahrinu sem átti sér stað í öskju Kötlu þennan dag. Síðan þessi jarðskjálftahrina átti sér stað hefur verið rólegt en slæmt veður hefur einnig verið að trufla mælingar á jarðskjálftum á þessu svæði undanfarna daga og á öllu Íslandi.

Jarðskjálftavirkni í kötluöskjunni

Á Mánudaginn (26-Desember-2016) varð jarðskjálfti með stærðina 3,3 í kötluöskjunni (eldstöðin Katla). Þetta var stærsti jarðskjálftinn þann daginn í Kötlu. Í dag (27-Desember-2016) hafa orðið nokkrir jarðskjálftar og sá stærsti var með stærðina 1,6 en aðrir jarðskjálftar voru minni að stærð.


Jarðskjálftavirknin í Kötlu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það hafa verið sveiflur í leiðnimælingum í jökulám sem koma frá Kötlu undanfarin sólarhring. Vegna veðurs þá er mjög líklegt að gömul eldfjallaaska og annað laust efni sé að fjúka í jökulánar og valda þessari hækkun á leiðinni, einnig sem hugsanlegt er að eitthvað af gömlum gosefnum sé að koma fram með bráðnun vegna breytinga á hitastigi síðasta sólarhringinn. Það má búast við því að þessar sveiflur verði í leiðinimælingum næsta sólarhringinn vegna veðurs.

Jarðskjálftahrina í Kötlu

Í dag (15-Desember-2016) varð jarðskjálftahrina í Kötlu. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 2,0 en aðrir jarðskjálftar sem komu fram voru minni að stærð. Vegna slæms veðurs þá er næmni SIL mælanets Veðurstofunnar minna en þegar veður er gott.


Jarðskjálftahrinan í Kötlu í dag. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftahrinan byrjaði rúmlega 12 tímum eftir að jarðskjálfti með stærðina 3,4 átti sér stað í Kötlu í gær. Það er erfitt að vita hvort að þessir atburðir eru tengdir án þess að rannsókn sé gerð á þessari jarðskjálftahrinu, eins og stendur þá hef ég ekki svarið. Jarðskjálftahrinan átti sér stað nærri Austmannsbungu en þar er einnig SIL jarðskjálftamælir með sama nafni. Þessi jarðskjálftahrina var ekki stór í styrkleika þeirra jarðskjálfta sem komu fram en talsverð talin í fjölda þeirra jarðskjálfta sem hafa komið fram í dag.

Yfirlit yfir jarðskjálftavirkina á Íslandi síðustu daga

Það hefur verið lítil jarðskjálftavirkni á Íslandi síðustu daga. Yfir heildina hefur mjög lítið verið að gerast og rólegt á öllum helstu stöðunum þar sem yfirleitt er frekar mikil jarðskjálftavirkni. Mesta jarðskjálftavirknin sem á sér stað þessa stundina er rúmlega 340 kílómetra norður af Kolbeinsey.


Grænu stjörnurnar sýna staðsetningu jarðskjálftanna norður af Kolbeinsey. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærstu jarðskjálftarnir voru með stærðina 3,3.

Bárðarbunga

Þessa dagana er mjög rólegt í Bárðarbungu og ekki mikið að gerast. Sú jarðskjálftavirkni sem hefur átt sér stað hefur sýnt hring misgengið í eldstöðinni, þessir jarðskjálftar benda til þess að eldstöðin sé farin að þenjast út og misgengið sé farið að rísa á ný (nokkra mm á mánuði).


Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Djúpir jarðskjálftar halda áfram í Trölladyngju. Það er mín skoðun að næsta eldgos verði í Trölladyngju miðað við þessa jarðskjálftavirkni. Það er ekki hægt að segja til um það hvenær slíkt eldgos yrði.

Katla

Lítil jarðskjálftavirkni hefur verið í Kötlu undanfarið. Það er hefðbundið að jarðskjálftavirkni minnki í Kötlu á þessum tíma árs. Ég reikna með að rólegheitin haldi áfram í nokkrar vikur í viðbót.


Jarðskjálftavirknin í Kötlu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Hekla

Tveir jarðskjálftar komu fram í Heklu þann 8-Desember-2016. Engin frekari virkni kom fram í Heklu eftir það.

Reykjaneshryggur

Lítil jarðskjálftahrina átti sér stað á Reykjaneshrygg þann 8-Desember-2016. Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu var með stærðina 2,9.


Jarðskjálftahrinan á Reykjaneshrygg. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Frekari jarðskjálftavirkni varð ekki í kringum Íslandi þessa síðustu daga. Fyrir utan einstaka jarðskjálfta sem urðu hér og þar eins og gerst stundum. Vegna hugbúnaðarvandamála hjá mér á þjóni sem ég er með og á borðvélinni minni þá gat ég ekki skrifað uppfærslur í nokkra daga um þá virkni sem átti sér stað.

Jarðskjálfti með stærðina 3,2 í Kötlu

Í dag (29-Nóvember-2016) klukkan 19:55 varð jarðskjálfti með stærðina 3,2 í Kötlu. Stærsti eftirskjálftinn var með stærðina 2,7. Ekki hefur komið fram önnur virkni sem bendir til þess að eitthvað meira sé að fara að gerast í Kötlu.

161129_2050
Græna stjarnan sýnir hvar jarðskjálftinn með stærðina 3,2 átti sér stað. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftar í Kötlu verða vegna kvikuhreyfinga inn í eldstöðinni í þeim grunnstæðu kvikuhólfum sem þar er að finna. Þessi aukna jarðskjálftavirkni bendir til þess að innstreymi kviku sé líklega að aukast, þarna eru allavegna að eiga sér stað spennubreytingar í eldstöðinni sem valda þessum jarðskjálftum sem eru núna að koma fram núna.