Jarðskjálftavirkni í kötluöskjunni

Á Mánudaginn (26-Desember-2016) varð jarðskjálfti með stærðina 3,3 í kötluöskjunni (eldstöðin Katla). Þetta var stærsti jarðskjálftinn þann daginn í Kötlu. Í dag (27-Desember-2016) hafa orðið nokkrir jarðskjálftar og sá stærsti var með stærðina 1,6 en aðrir jarðskjálftar voru minni að stærð.


Jarðskjálftavirknin í Kötlu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það hafa verið sveiflur í leiðnimælingum í jökulám sem koma frá Kötlu undanfarin sólarhring. Vegna veðurs þá er mjög líklegt að gömul eldfjallaaska og annað laust efni sé að fjúka í jökulánar og valda þessari hækkun á leiðinni, einnig sem hugsanlegt er að eitthvað af gömlum gosefnum sé að koma fram með bráðnun vegna breytinga á hitastigi síðasta sólarhringinn. Það má búast við því að þessar sveiflur verði í leiðinimælingum næsta sólarhringinn vegna veðurs.