Há leiðni í Jökulsá á Fjöllum líklega vegna Bárðarbungu

Síðustu 10 daga hefur verið há leiðni í Jökulsá á Fjöllum og það virðist sem að þessi háa leiðni í Jökulsá á Fjöllum komi frá Bárðarbungu frekar en Kverkfjöllum eins og talið var í fyrstu. Samkvæmt nýjustu upplýsingum sem Veðurstofa Íslands hefur þá er ekki aukið rennsli úr Kverkfjöllum eins og talið var. Þar að auki þá hefur ekki komið fram neinn toppur í þessu jökulflóði eins og búast mátti við þegar lónið í Kverkfjöllum tæmir sig.

Það er ennþá mjög óljóst hvað er í gangi þarna. Það hafa ekki komið fram nein merki þess að þarna hafi orðið eldgos í Bárðarbungu á undanförnum dögum. Ekki er ljóst hvaðan þetta jökulvatn er að koma þar sem ekki hefur verið hægt að fljúga yfir svæðið á undanförnum dögum vegna veðurs. Það er möguleiki á því að ketill í Vatnajökli sé að tæma sig núna en það vantar samt hefðbundinn topp í slíku jökulflóði. Hinsvegar miðað við það hversu langan tíma þetta jökulflóð hefur varað þá er ljóst að slíkur ketill hlýtur að vera talsvert stór. Þetta gæti einnig þýtt mjög slæmar fréttir fyrir brýr og annað sem er neðar þar sem Jökulsá á Fjöllum rennur um ef að stórt jökulflóð verður skyndilega eða ef eldgos hefst þarna án nokkurs fyrirvara.

Fréttir af þessum atburðum

Upptök frekar í Bárðarbungu en Gengissigi (Rúv.is)

Djúpir jarðskjálftar í eldstöðvarkerfi Bárðarbungu og aukin leiðni í Jökulsá á Fjöllum

Í dag (7-Nóvember-2017) urðu djúpir jarðskjálftar í eldstöðvarkerfi Bárðarbungu. Þessir djúpu jarðskjálftar urðu suð-austur af sjálfri megin-eldstöðinni. Þessir jarðskjálftar eru ekki stóri og enginn þeirra nær stærðinni 1,0 en dýpi þeirra er frá 16,4 til 18,8 km.


Jarðskjálftavirknin í eldstöðvarkerfi Bárðarbungu. Þrír rauðir punktar eru þar sem djúpu jarðskjálftarnir áttu sér stað. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það kom einnig fram í fréttum kvöldsins að aukin leiðni mælist núna í Jökulsá á Fjöllum er með allra hæsta móti miðað við árstíma og leiðnin er einnig að mælast með því hæsta sem mælst hefur (kort af Jökulsá á Fjöllum er að finna hérna). Samkvæmt fréttum þá hefur leiðni verði að aukast síðustu tvær vikunar í Jökulsá á Fjöllum en ekki er vitað hvaðan þetta jökulvatn er að koma þessa stundina. Jökuláin er ennfremur óvenjulega dökk fyrir þennan árstíma og það er lykt af jarðhitavatni samkvæmt tilkynningu Veðurstofu Íslands. Núverandi gildi eru 295µ/cm og getur ástandið orðið mjög varasamt ef eitthvað gerist undir jökli. Þar sem Jökulsá á Fjöllum liggur um svæði þar sem þjóðvegur 1 liggur um. Ef að meiriháttar jökulflóð verður þá munu þær brýr tapast og annars mögulegs skaða, hvað gerist nákvæmlega veltur á aðstæðum er ekki atriði sem hægt er að spá fyrir um svo vel sé.

Samkvæmt nýjustu tilkynningu þá er hugsanlegt að þetta sé flóð úr Kverkfjöllum en það hefur ekki verið staðfest ennþá.

Fréttir af jökulflóðinu

Aukin rafleiðni í Jökulsá á Fjöllum (Rúv.is)
Aukin rafleiðni í Jökulsá á fjöllum (Vísir.is)
Raf­leiðni í ánni farið hækk­andi (mbl.is)

Nýjustu fréttir

Hlaup hugsanlegt í Jökulsá á Fjöllum (Rúv.is)
Aukin rafleiðni í Jökulsá á Fjöllum bendir til hlaups (Vísir.is)

Jarðskjálftavirkni í Öræfajökli

Síðustu klukkutíma hefur verið jarðskjálftavirkni í Öræfajökli. Ég er ekki viss hversu margir jarðskjálftar hafa orðið í Öræfajökli en það hafa ekki margir náð stærðinni 2,0 en talsvert hefur verið um jarðskjálfta sem eru minni en 1,5 að stærð. Þetta er mjög óvenjuleg jarðskjálftahrina síðan jarðskjálftavirkni byrjaði í Öræfajökli fyrir nokkrum árum síðan.


Jarðskjálftavirkni í Öræfajökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftahrinan er í stefnu sem er nærri því norður-suður innan gígs Öræfajökuls og er það mjög áhugaverð stefna á jarðskjálftahrinunni. Það munstur kom fyrst fram í jarðskjálftahrinu sem varð í Öræfajökli í síðasta mánuði. Þess á milli hafa þeir jarðskjálftar sem hafa komið fram verið hér og þar. Sagan segir (frá eldgosinu 1362) það að tveir jarðskjálftar fundust nokkru áður en það eldgos hófst. Hversu nákvæm sú lýsing er stórt spurning vegna hugsanlegrar endurskrifunar á sögunni í gegnum tíðina. Nákvæm grein um Öræfajökul er hægt að finna hérna (pdf, enska) á vef Veðurstofu Íslands. Söguleg gögn sýna það að eldgos frá Öræfajökli eru öflug og vara í misjafnan tíma. Eldgosið árið 1326 varði eingöngu frá Júní til Október. Eldgosið árið 1727 varð frá Ágúst 3 til 1 Maí 1728 (skekkjumörk eru 30 dagar til eða frá).

Smá um Esjufjöll

Það hefur einnig orðið minniháttar jarðskjálftavirkni í Esjufjöllum í kjölfarið á aukinni jarðskjálftavirkni í Öræfajökli. Þetta virðist vera tengt en ég veit ekki afhverju það virðist vera raunin. Ég reikna ekki með neinu eldgosi í Esjufjöllum. Ég er ekki alveg viss hversu lengi jarðskjálftavirkni hefur verið í gangi í Esjufjöllum en eldstöðin er nefnd í skýrslu frá Veðurstofunni árið 2002 og er hægt að lesa hérna (pdf, enska).

Kröftugasta jarðskjálftahrina síðan í Febrúar 2015 í Bárðarbungu

Í gær (26-Október-2017) og í dag (27-Október-2017) varð kröftugasta jarðskjálftahrina síðan í Febrúar 2015 þegar eldgosinu lauk í Bárðarbungu. Í þessari jarðskjálftahrinu komu fram tveir jarðskjálftar með stærðina Mw4,7 og það kom fram einn jarðskjálfti með stærðina 3,9 og síðan varð einn jarðskjálfti með stærðina 3,2. Á þessari stundu eru allir aðrir jarðskjálftar minni að stærð. Á þessari stundu hefur enginn gosórói komið fram í Bárðarbungu þannig að eldgos hefur ekki hafist í kjölfarið á þessari jarðskjálftahrinu. Það er talsverð hætta á því að eldgos hefjist á öðrum stað í öskju Bárðarbungu en þar sem jarðskjálftavirknin er núna að koma fram en núna er jarðskjálftavirknin að mestu leiti í norðurhluta öskjunnar.


Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.


Jarðskjálftinn með stærðina Mw3,9 eins og hann kom fram á jarðskjálftamælinum mínum í Dellukoti. Þessi mynd er undir Creative Commons leyfi, sjá nánar á CC leyfi síðunni.


Jarðskjálftinn með stærðina Mw3,9 eins og hann kom fram á jarðskjálftamælinum mínum í Böðvarshólum. Þessi mynd er undir Creative Commons leyfi, sjá nánar á CC leyfi síðunni.


Seinni Mw4,7 jarðskjálftinn eins og hann kom fram á jarðskjálftamælinum mínum í Dellukoti. Ég náði ekki að mæla fyrri jarðskjálftann vel af óþekktum ástæðum (kannski vegna veðurs). Þessi mynd er undir Creative Commons leyfi, sjá nánar á CC leyfi síðunni.


Seinni Mw4,7 jarðskjálftinn eins og hann kom fram á jarðskjálftamælinum mínum í Böðvarshólum. Ég náði ekki að mæla fyrri jarðskjálftann vel af óþekktum ástæðum (kannski vegna veðurs). Þessi mynd er undir Creative Commons leyfi, sjá nánar á CC leyfi síðunni.

Þessa stundina hefur ekki orðið neitt eldgos í Bárðarbungu. Hinsvegar bendir þessi jarðskjálftavirkni til þess að hugsanlega sé kvikuþrýstingur í Bárðarbungu að ná því stigi að eldgos geti hafist án mikils fyrirvara ef sá þrýstingur hefur ekki náðst nú þegar. Þar sem það er spáð slæmu veðri næsta sólarhringinn á Íslandi þá verður verra að mæla jarðskjálfta sem verða í Bárðarbungu og víðar.

Jarðskjálftavirkni í suðurhluta öskju Bárðarbungu

Í dag (24-Október-2017) klukkan 14:18 varð jarðskjálfti með stærðina 4,1 í suðurhluta öskju Bárðarbungu. Síðan klukkan 14:54 varð jarðskjálfti með stærðina 3,4 á sama svæði í Bárðarbungu auk þess sem nokkrir minni jarðskjálftar fylgdu í kjölfarið.


Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það sem er áhugavert núna er að jarðskjálftavirknin er að eiga sér stað sunnarlega í öskju Bárðarbungu á svæði þar sem sigkatlar hafa myndast undanfarið vegna mikils jarðhita á þessu svæði. Jarðhitinn kemur fram vegna þess að kvika stendur grunnt í jarðskorpunni á þessu svæði. Það gerir þessa jarðskjálftavirkni mjög áhugaverða og skapar hugsanlega möguleika fyrir því að þarna verði eldgos í framtíðinni en eldgos á þessu svæði gæti orðið til mikilla vandræða, jafnvel þó svo að slíkt eldgos mundi eingöngu vara í mjög stuttan tíma, jafnvel ekki meira en nokkra klukkutíma. Helsta hættan kæmi frá jökulflóði sem mundi koma frá þessu svæði í kjölfarið á eldgosi.


Jarðskjálftinn með stærðina 4,1 eins og hann kom fram á jarðskjálftamælinum mínum í Dellukoti. Þessi mynd er undir Creative Commons leyfi, sjá nánar á CC Leyfi síðunni.


Jarðskjálftinn með stærðina 4,1 eins og hann kom fram á jarðskjálftamælinum mínum í Böðvarshólum. Þessi mynd er síuð á 4Hz. Þessi mynd er undir Creative Commons leyfi, sjá nánar á CC Leyfi síðunni.

Núna er spurning hvort að það kemur fram jarðskjálfti í norð-austur hluta öskju Bárðarbungu. Það virðist alltaf verða jarðskjálftavirkni þar í kjölfarið á svona jarðskjálftavirkni í suðurhluta öskju Bárðarbungu. Ég veit ekki afhverju það gerist en það virðist engu að síður vera raunin.

Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu þann 13-Október-2017

Á Föstudeginum þrenntánda í Október tvöþúsundund og sautján varða jarðskjálftahrina í Bárðarbungu. Stærsti jarðskjálftinn í þessari virkni var með stærðina 3,1 en annar stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 2,9.


Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Staðsetning jarðskjálftans með stærðina 3,1 er mjög áhugaverð. Jarðskjálftinn er á stað þar sem ekki hefur verið mikið um jarðskjálftavirkni áður og þarna er einnig að finna mjög aflmikið hverasvæði sem hefur brætt af sér yfir hundraðmetra þykkan jökul. Kvika á þessu svæði er mjög grunnt eins og ljóst er að jarðhitavirkni á þessu svæði. Jarðfræðingar áætla að dýpið niður á kviku sé rúmlega 1 km miðað við þá jarðhitavirkni sem er til staðar á svæðinu. Jarðskjálftinn með stærðina 2,9 var á hefðbundu svæði norð-austur hluta öskju Bárðarbungu. Það er einnig áhugaverð jarðskjálftavirkni í norður hluta öskju Bárðarbungu sem hefur orðið yfir síðustu klukkutíma. Það er ekkert sem bendir til þess að eldgos sé yfirvofandi í Bárðarbungu á þessari stundu.

Lítil jarðskjálftahrina í Kolbeinsey

Í gær (08-Október-2017) kom fram lítil jarðskjálftahrina í Kolbeinsey. Það mældust aðeins þrír jarðskjálftar í þessari jarðskjálftahrinu en það er líklega vegna þess að þessi jarðskjálftahrina var langt frá landi sem gerir erfiðara að mæla þá jarðskjálfta sem þarna verða.


Jarðskjálftahrinan í Kolbeinsey er græna stjarnan á þessu korti. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn í þessari jarðskjálftahrinu var með stærðina 3,1 og næst stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 2,1. Síðan 10:33 í gær hefur ekki komið fram nein jarðskjálftavirkni þarna en það getur verið vegna fjarlægðar frá jarðskjálftamælaneti Veðurstofu Íslands. Það er því ekki hægt að útiloka að frekari jarðskjálftavirkni hafi orðið þarna.

Nýr jarðskjálftamælir Veðurstofu Íslands

Ég sá í fréttum að núna er Veðurstofan búin að setja upp jarðskjálftamæli í Bjarnarey rétt fyrir utan Vestmannaeyjar. Þessi jarðskjálftamælir eykur næmina á svæðinu umtalsvert og þýðir einnig að hægt er að mæla jarðskjálfta sem verða lengra suður af Íslandi en áður hefur verið. Veðurstofan hefur einnig fært til jarðskjálftamælinn í Vestmannaeyjum vegna þess að gamla staðsetningin var farin að verða fyrir truflunum af menningarhávaða.

Frétt af nýja jarðskjálftamælinum, Jarðskjálftamælir í Bjarnarey að frumkvæði Vinnslustöðvarinnar (eyjafrettir.is).

Brennisteinslykt frá Múlakvísl

Þann 3-Október-2017 kom fram jarðskjálftavirkni í Kötlu eins og ég fjallaði um hérna. Aðfaranótt 3-Október kom fram óróapúsl í Kötlu sem varði í nokkra klukkutíma en þessi óróapúls var ekkert rosalega sterkur og sést því ekkert rosalega vel á SIL stöðvum í kringum Kötlu.

Í dag (8-Október-2017) kom fram í fréttum Rúv að brennisteinslykt hefði fundist af Múlakvísl í dag og undanfarna daga auk þess að leiðni hefði að auki verið hærri undanfarna daga í Múlakvísl. Helsta hugmyndin að því hvað er í gangi er að einn af yfir tuttugu kötlum í Mýrdalsjökli hefði verið að tæma sig eins og gerist reglulega í Mýrdalsjökli. Í þessum kötlum þá safnast bræðsluvatn og því tæmast þessir katlar þegar þeir eru orðnir fullir og þrýstingurinn orðin nægur til þess brjóta sér leið undir jökulinn. Þetta olli litlu flóði í Múlakvísl auk þess að valda þeim óróa sem kom fram á jarðskjálftamælum Veðurstofunnar í kringum Mýrdalsjökul. Ég veit ekki alveg hvað er raunin hérna en aukin jarðskjálftavirkni hefur verið tengd svona atburðum í sumar þegar þeir hafa orðið og svona atburðir hafa orðið reglulega í allt sumar. Þessa stundina er leiðni frekar há í Múlakvísl samkvæmt sjálfvirkum mælingum Veðurstofu Íslands en það dregið hefur úr jarðskjálftavirkni í Kötlu síðustu daga.

Fréttir af þessu

Brennisteinslykt á Mýrdalssandi (Rúv.is)

Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu

Dagana 05-Október og 06-Október-2017 varð jarðskjálftahrina í Bárðarbungu. Fyrsti jarðskjálftinn sem kom fram var með stærðina 3,7 og kom sá jarðskjálfti fram þann 05-Október, síðari jarðskjálftinn kom fram þann 06-Október-2017 og var með stærðina 3,4. Fyrri jarðskjálftinn sem kom fram varð í suð-vestur hluta öskju Bárðarbungu sem hefur ekki verið mjög jarðskjálftavirk, síðari jarðskjálftinn var með stærðina 3,4 og varð á hefðbundu svæði í norð-austur hluta öskjunnar.


Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Nokkrir aðrir jarðskjálftar komu fram í þessari jarðskjálftahrinu en stærsti eftirskjálftinn sem kom fram var með stærðina 2,2 en allir aðrir jarðskjálftar sem komu fram voru minni að stærð.

Jarðskjálfti með stærðina 3,4 í Öræfajökli

Í dag (03-Október-2017) varð jarðskjálfti með stærðina 3,4 í Öræfajökli. Þessi jarðskjálfti hefur ekki valdið frekari jarðskjálftum.


Jarðskjálftavirknin í Öræfajökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þetta sterkasti jarðskjálftinn í Öræfajökli síðan árið 2005 og fannst þessi jarðskjálfti á nærliggjandi bæjum og ferðamannasvæðum.

Greinin uppfærð klukkan 00:38 þann 4-Október-2017. Veðurstofan uppfærði stærð jarðskjálftans.