Tíðni eldgosa á Íslandi

Því er oft haldið fram að eldgos verði á Íslandi á 3 til 5 ára fresti. Samkvæmt þessari trú ætti næsta eldgos að eiga sér stað árið 2014 til 2016. Raunveruleikinn er hinsvegar mun flóknari en almennt er haldið varðandi eldgos á Íslandi. Eldgos eru mjög algeng á Íslandi, það er hinsvegar ekki það sama og að segja að eldgos eigi sér stað með reglulegu millibili. Lengsta hlé á eldgosum var 7 ár síðan almennileg skráning hófst á tíðni eldgosa á Íslandi. Það var þegar Krafla gaus árið 1984 og síðan Hekla árið 1991. Síðan eru það styttri tímabil milli eldgosa, eins og átti sér stað árið 2010 og árið 2011 þegar það gaus í Eyjafjallajöki, Kötlu og Grímsfjalli með nokkura mánaða millibili. Á þessu tímabili urðu tvö stór eldgos (Eyjafjallajökull og Grímsfjall) og síðan tvö lítil eldgos sem þarna áttu sér stað (~10 tímar í Kötlu og ~16 tímar í Harminum). Eldgosið í Grímsfjalli var það stærsta í 140 ár hið minnsta. Síðan varð gufusprenging í Kverkfjöllum núna í Ágúst-2013 (umfjöllum það er að finna hérna og hérna).

Það er ekki óalgengt að nokkur eldgos sé í gangi á Íslandi á sama tíma, þá á sama tíma eða yfir nokkura mánaða tímabil. Það hefur gerst áður í sögu Íslands og mun gerast aftur. Það er einnig algengt að löng hlé séu á eldgosum sem vara í nokkur ár hið minnsta. Eins og stendur er mjög rólegt á Íslandi en sagan sýnir að það er ekki alltaf þannig. Fyrir nánari upplýsingar um sögu eldgosa á Íslandi þá mæli ég með þessum hérna blogg pósti (jonfr.com, á ensku) og einnig þetta hérna (á ensku) yfirlit frá Veðurstofu Íslands.

Minniháttar jarðskjálftahrina í Kötlu

Síðustu nótt (22-Júlí-2013) átti sér stað minniháttar jarðskjálftahrina í Kötlu. Flestir af þessum jarðskjálftum voru litlir og eingöngu með dýpið 1 km, einn djúpur jarðskjálfti átti sér stað og var dýpi þess jarðskjálfta 12 km. Ég er ekki viss hvað olli þessari jarðskjálftahrinu, hugsanlegt er að um sé að ræða kvikuinnskot í Kötlu eða þrýstibreytingar á háhitasvæði sem þarna eru til staðar.

130722_1300
Jarðskjálftahrinan í Kötlu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Líklegast er þó að þessi jarðskjálftahrina sé hluti af hefðbundinni jarðskjálftavirkni í Kötlu, eins og stendur eru ekki vísbendingar um neitt annað til staðar eins og er. Hægt er að fylgjast með virkninni í Kötlu hérna, á jarðskjálftamæli sem ég er með á sveitabænum Skeiðflöt, rétt fyrir utan Kötlu og Mýrdalsjökul.

Minniháttar jarðskjálftahrina í Kötlu

Í dag (22-Júní-2013) varð minniháttar jarðskjálftahrina í Kötlu. Þessi jarðskjálftahrina átti sér stað í kötluöskjunni og er á svipuðu svæði og líklegt smáeldgos átti sér stað árið 2011, í Júlí það ár. Á þessari stundu er ekkert sem bendir til þess að eldgos sé að fara eiga sér stað í Kötlu.

130621_2020
Jarðskjálftahrinan í Kötlu þann 21-Júní-2013. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftahrinan núna hefst á svipuðum tíma og jarðskjálftahrinan árið 2011 og 2012. Þó varð ekkert eldgos árið 2012, þó svo að jarðskjálftavirkni ætti sér stað í Kötlu. Ég reikna með að þessi jarðskjálftahrina haldi áfram í sumar. Þó er ekkert hægt að segja til um það hvort að eldgos muni eiga sér stað í Kötlu þetta sumarið frekar en önnur sumur. Það er óljóst hvað er að valda þessum jarðskjálftum, það getur verið allt frá þrýstibreytingum vegna léttingar jökulsins, eða vegna breytinga á þrýstingu í háhitasvæðum sem þarna eru, eða að þetta séu kvikinnskot í Kötlu á mjög miklu dýpi.

Á þessari stundu er ekkert sem bendir til þess að eldgos sé að fara hefjast í Kötlu.

Minniháttar jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu og Kötlu

Það hefur verið minniháttar jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu og Kötlu undanfarið. Þessi bloggfærsla er bara stutt yfirlit yfir þessa virkni.

Bárðarbunga

Minniháttar kvikuinnskot átt sér stað í Bárðarbungu þann 16-Júní-2013. Þetta kvikuinnskot olli minniháttar jarðskjálftarhrinu í Bárðarbungu. Stærsti jarðskjálftin var með stærðina 1,2 og mesta dýpið í þessari jarðskjálftahrinu var 24,3 km. Þannig að þetta var líklegast kvikuinnskot sem þarna var á ferðinni.

130618_1835
Jarðskjálftahrinan í Bárðarbungu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Katla

Það hefur verið minniháttar jarðskjálftavirkni í Kötlu undanfarna daga. Þessi jarðskjálftavirkni þýðir líklega ekki neitt sem stendur, þessi virkni er líklega tengd minnkun jökulfargs á eldstöðinni Kötlu yfir sumarið. Djúpir jarðskjálftar hafa átt sér stað undanfarið í Kötlu, það er óvíst hvort að þeir tákna eitthvað á þessari stundu. Þarna á sér stað líklega minniháttar kvikuinnskot í Kötlu djúpt í eldstöðinni. Hinsvegar eru kvikuinnskot algeng í Kötlu án þess að þau valdi eldgosi.

130618_1835
Jarðskjálftavirkni í Kötlu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Annars er mjög rólegt á Íslandi og engin sérstök virkni að eiga sér stað á þessari stundu.

Jarðskjálftavirkni í Heklu, Kötlu, Krísuvík og Bárðarbungu

Það að styrkja mig um 10€ (evrur) hjálpar mér að reka þetta blogg. Þar sem ég er eingöngu á örorkubótum og þær duga varla fyrir öllum útgjöldum hjá mér þannig að ég geti lifað af yfir mánuðinn.

Eldstöðvanar Hekla og Katla

Ég ætla mér að skrifa bæði um Heklu og Kötlu hérna. Þar sem ég nota hvort sem er sömu mynd fyrir báðar eldstöðvanar.

Í gær (26.04.2013) varð jarðskjálfti með stærðina 1,1 í eldstöðinni Heklu. Þessi jarðskjálfti varð á sama stað og jarðskjálftahrina í Heklu fyrir páska sem varð til þess að almannavarnir lýstu yfir óvissuástandi vegna Heklu. Óvissustigi vegna Heklu var síðar aflýst þegar ekkert meira gerðist.

130427_1730
Jarðskjálfti í eldstöðinni Heklu. Einnig á þessari mynd eru jarðskjálftar í Kötlu sem ég skrifar frekar um héðan fyrir neðan. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Í eldstöðinni Kötlu hafa nokkrir jarðskjálfar átt sér stað undanfarið. Hingað til hafa þetta bara verið smáskjálftar sem hafa mælst. Þessir jarðskjálftar eru hinsvegar á svæði þar sem smágos átti sér stað sumarið 2011. Það smáeldgos olli jökulflóði sem tók af brúna við Múlakvísl og lokaði þessum hluta hringvegarins um tíma.

Þessa stundina er þessi virkni ekkert sem þarf að hafa áhyggjur af. Það er hinsvegar nauðsynlegt að fylgjast með þessari virkni. Í því tilfelli ef hún eykst. Sérstaklega ef það verður einnig breyting í Kötlu í kjölfarið á slíkri jarðskjálftavirkni.

Krísuvík

Minniháttar jarðskjálftahrina átti sér stað í Krísuvík í dag (27.04.2013). Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu var með stærðina 1,9 og dýpið var í kringum 8,6 km. Jarðskjálftavirkni á þessu svæði er mjög algeng og það virðist ekkert sérstakt við þessa jarðskjálftahrinu. Hinsvegar hafa tímabil þenslu og samdráttar átt sér stað í Krísuvík á síðustu þrem árum. Jarðskjálftahrinur virðast frekar eiga sér stað í Krísuvík þegar eldstöðin er að þenjast út. Frekar en þegar það dregur úr þenslu í eldstöðinni í Krísuvík. Ég veit ekki hvort að þensla á sér stað núna í Krísuvík þessa stundina.

130427_1730
Jarðskjálftavirkni í Krísuvík. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Bárðarbunga

Minniháttar jarðskjálftahrina átti sér stað í Bárðarbungu núna í dag (27.04.2013). Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu var með stærðina 1,3 og dýpið var frá 18,8 til 11,1 km. Það er margt sem bendir til þess að upptök þessar jarðskjálftahrinu sé að finna í kvikuinnskoti. Sérstaklega þar sem að jarðskjálftahrina á svipuðum stað fyrir nokkrum vikum síðan var líklega einnig kvikuinnskot í Bárðarbungu.

130427_1730
Jarðskjálftahrinan í Bárðarbungu. Þetta var líklega jarðskjálftahrina vegna kvikuinnskots í eldstöðina. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það að minniháttar kvikuinnskot sé að eiga sér stað í Bárðarbungu þýðir ekki að eldstöðin muni gjósa. Hinsvegar gæti þetta þýtt aukna virkni í framtíðinni í Bárðarbungu. Þó er alveg eins líklegt að ekkert meira gerist í Bárðarbungu. Það er engin leið til þess að vita hvort verður raunin í Bárðarbungu eins og er.

Að öðru leiti hefur verið frekar rólegt á Íslandi síðustu vikur. Enda hafa engir stórir jarðskjálftar átt sér stað á Íslandi síðustu tvær vikunar, sérstaklega eftir að það dró úr jarðskjálftavirknni á Tjörnesbrotabeltinu.

Áhugaverð jarðskjálftavirkni í suðurenda kötluöskjunnar

Það hefur áhugaverð jarðskjálftavirkni átt sér stað við suðurenda kötluöskjunnar undanfarið (eldstöðin Katla upplýsingar á ensku). Þessi jarðskjálftahrina er á svæði sem byrjaði að verða virkt eftir minniháttar eldgosið í Kötlu í Júlí 2011. Hvað veldur þessari jarðskjálftavirkni er ekki alveg vitað ennþá. Helsta tilgátan er sú að þarna sé um að ræða kvikuinnskot sem hafi náð þarna upp á grunnt dýpi. Eins og er það þó ósannað eins og er.

130302_1905
Jarðskjálftavirknin í suðurenda kötluöskjunnar. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftanir sem þarna hafa átt sér stað eru mjög litlir. Stærðin er í kringum 0,0 til 0,5 í mesta lagi. Dýpi þessara jarðskjálfta er í kringum 1 km til 0,1 km (100 metrar). Þannig að ljóst er að hvað sem er í jarðskorpunni á þessu svæði er komið mjög grunnt upp. Það þarf þó ekki að þýða að eitthvað muni gerast á þessu svæði á næstunni. Eldfjöll eru til alls líkleg og það er vonlaust að spá til um hegðun þeirra í flestum tilfellum til lengri tíma. Hinsvegar er líklegt að þetta sé merki um að meiri virkni muni líklega hefjast í Kötlu fljótlega (miðað við eldri gögn). Þó er vonlaust að segja til um það með einhverri vissu á þessari stundu. Þar sem það er alveg eins líklegt að ekkert gerist í Kötlu. Enda er engin vissa um það hvað muni gerast í Kötlu þótt þarna sé einhver smá virkni að eiga sér stað núna.