Gufusprengingar í Kverkfjöllum

Þann 16-Ágúst-2013 urðu nokkrar gufuspreningar í Kverkfjöllum. Þessar gufusprengingar eru afleiðingar af jökulflóði sem átti sér stað í Kverkfjöllum þann 15 og 16-Ágúst-2013. Snögg þrýstibreyting varð í hverunum sem þarna eru til staðar, sem olli því að vatn fór að sjóða undir þrýstingi og olli það þessum snöggu gufusprengingum í Kverkfjöllum.

gufusprening.kverkfjoll.15-august-2013
Gufusprening í Kverkfjöllum. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Almannavörnum. Mynd fengin af Facebook.

Ég veit ekki til þess að breytingar hafi átt sér stað í háhitakerfum Kverkfjalla. Þar sem Kverkfjöll eru afskekkt og erfitt að komast þangað, jafnvel á sumrin þá er ekki víst að slíkar breytingar séu þekktar í dag. Almannavarnir hafa sagt að ferðamenn eigi að fara varlega í kringum Kverkfjöll vegna þessara breytinga sem þarna hafa átt sér stað. Það er alltaf varasamt að fara mjög nærri hverum og háhitasvæðum vegna skyndilegra breytinga sem þar geta átt sér stað.

Nánar um gufusprengingar og snögghitað vatn (á ensku)

Hydrothermal explosion (Wikipedia)
Superheating (Wikipedia)

Ég ætla síðan að minna fólk á Facebook síðu þessar bloggsíðu. Hægt er að komast inn á Facebook síðu þessar bloggsíðu hérna.