Minniháttar jarðskjálftahrina í Kötlu, jökulhlaup frá Mýrdalsjökli ennþá í gangi

Í dag (7-Ágúst-2018) varð minniháttar jarðskjálftahrina í Kötlu. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 2,9 en aðrir jarðskjálftar sem urðu voru minni að stærð.


Jarðskjálftavirknin í Kötlu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er einnig jökulflóð að koma undan Mýrdalsjökli núna sem rennur í Múlakvísl. Þetta er lítið jökulflóð en lögreglan hefur ráðlagt fólki að vera ekki að stoppa nærri Múlakvísl vegna brennisteinsvetnis sem getur safnast saman þar sem vindur nær ekki að blása. Brennisteinsvetni er hættulegt fólki í miklu magni.

Umtalsverð jarðskjálftavirkni í Kötlu

Síðan snemma í morgun (2-Ágúst-2018) hefur verið umtalsverð jarðskjálftavirkni í Kötlu. Þessi jarðskjálftavirkni hófst í gær (1-Ágúst-2018) með fáum jarðskjálftum en jókst í nótt og á þessari stundu er hægt að líta svo á að þessi jarðskjálftahrina sé ennþá í gangi.


Jarðskjálftavirknin í Kötlu. Stærsti jarðskjálftinn er merktur með grænni stjörnu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn sem hefur orðið hingað til var með stærðina 3,7 en annar stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 2,2. Aðrir jarðskjálftar sem hafa orðið hingað til hafa verið minni að stærð. Engin breyting hefur orðið á óróa á SIL stöðvum í kringum Kötlu. Það er ýmislegt sem bendir til þess að það sé ketill eða jökulvatn að flæða undan Mýrdalsjökli frá hverasvæðum sem þar er að finna og út í Múlakvísl. Ég fékk tilkynningu um slíkt yfir Facebook í gærkvöldi en það hefur ekki mikið komið fram um það í fréttum þegar þessi grein er skrifuð eða staðfest opinberlega ennþá.

Lítil jarðskjálftahrina í Kötlu

Í dag (1-ágúst-2018) varð lítil jarðskjálftahrina í Kötlu. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 2,5 en aðrir jarðskjálftar sem urðu voru minni að stærð. Það er óljóst hvort að þessi jarðskjálftavirkni tengist hugsanlegu jökulflóði frá Mýrdalsjökli. Það hafa ekki verið fluttar neinar fréttir af slíku ennþá.


Jarðskjálftavirknin í Kötlu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessa stundina virðist sem að þessari jarðskjálftahrinu sé lokið. Jarðskjálftavirkni getur hinsvegar tekið sig upp aftur í Kötlu án nokkurs fyrirvara eða viðvörunar.

Minniháttar jarðskjálftahrina í eldstöðinni Kötlu

Aðfaranótt 13-Júlí-2018 varð jarðskjálftahrina í suðurhluta öskju eldstöðvarinnar Kötlu.


Jarðskjálftavirknin í Kötlu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn í þessari jarðskjálftahrinu var með stærðina 2,9 og annar stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 1,9. Þessari jarðskjálftahrinu er lokið en hætta er á því að jarðskjálftahrina hefjist á ný í Kötlu án mikils fyrirvara. Jarðskjálftavirkni byrjar oft að aukast í Kötlu í Júlí.

Lítil jarðskjálftahrina í Kötlu

Dagana 25-Apríl-2018 og 26-Apríl-2018 varð lítil jarðskjálftahrina í Kötlu. Jarðskjálftahrinan varð í suðurhluta öskju Kötlu.


Jarðskjálftavirknin í Kötlu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærstu jarðskjálftarnir í þessari hrinu voru með stærðina 2,1 og 1,8 en allir aðrir jarðskjálftar voru minni að stærð. Þessi jarðskjálftahrina bendir til þess að sumarjarðskjáltavirknin sé að hefjast í Kötlu þetta árið og því má búast við talsverði jarðskjálftavirkni í Kötlu næstu mánuði.

Snögg aukning í jarðskjálftum í Kötlu

Í gær (05-Janúar-2018) varaði Veðurstofa Ísland við aukinni leiðni og gasi í kringum jökulár sem koma frá Mýrdalsjökli vegna lítils jökulflóðs sem kom fram. Þessu fylgdi aukin jarðskjálftavirkni í Kötlu. Hæðsta gildi leiðni sem kom fram samkvæmt Veðurstofunni var 613 µS/cm (ég finn ekki þessar mælingar á vef Veðurstofunnar. Ég veit ekki afhverju það er). Þá hefur einnig mælst gas á Láguhvolum (þar fara fram gasmælingar). Síðast þegar þetta gerðist var í Nóvember-2017 þegar örlítið stærra jökulflóð átti sér stað.


Jarðskjálftavirknin í Kötlu. Höfundaréttur þessar mynda tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Í kjölfarið á þessu jökulflóði þá fór að bera á aukinni jarðskjálftavirkni í Kötlu. Það er ekki ljóst afhverju jarðskjálftavirknin jókst í kjölfarið á þessum jökulflóðum þar sem þar sem það þarf ekki endilega að koma fram jarðskjálftavirkni í kjölfarið á svona litlu jökulflóði. Það eru ekki nein merki sjáanleg um að það hafi orðið smágos undir Mýrdalsjökli á SIL stöðvum í kringum Kötlu. Eins og staðan er núna þá er ég að búast við frekari jarðskjálftavirkni og fleiri jökulflóðum ef þetta fylgir sömu hegðun og svipaðir atburðir sem urðu á árinu 2017. Það er hugsanlegt að eldri hegðun endurtaki sig ekki. Stærsti jarðskjálfti sem hefur orðið hingað til var með stærðina 2,1 en allir aðrir jarðskjálftar voru minni að stærð. Allir jarðskjálftar sem komu fram voru á dýpi minna en 1 km.

Lítil jarðskjálftahrina í Kötlu

Í dag (30-Desember-2017) varð lítil jarðskjálftahrina í Kötlu. Þetta var mjög lítil jarðskjálftahrina og var stærsti jarðskjálftinn eingöngu með stærðina 1,4 en aðrir jarðskjálftar sem urðu voru minni að stærð.


Jarðskjálftahrina í Kötlu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er ekki hægt að segja til um það hvort að frekari jarðskjálftavirkni verður í Kötlu. Yfir vetrarmánuðina þá er yfirleitt lítil eða engin jarðskjálftavirkni í Kötlu.

Há leiðni í jökulám sem koma frá Mýrdalsjökli (eldstöðin Katla)

Síðustu daga hefur verið mikil leiðni í jökulám sem koma frá Mýrdalsjökli vegna þess að katlar sem eiga uppruna sinn í jarðhita sem kemur frá eldstöðinni Kötlu hafa verið að tæma sig. Vegna þess hversu kalt er í veðri núna þá er ekki mikið bræðsluvatn eða vatn í öðrum ám í jökulám núna sem þýðir að nærri því eingöngu bræðsluvatn er núna í jökulám frá Mýrdalsjökli. Þessa stundina er leiðnin í Múlakvísl á Mýrdalssandi í kringum 567µS/cm (ég veit ekki hvar mælirinn er staðsettur). Það hefur einnig fylgt þessu talsvert gas og stendur mælingin núna í 1ppm og er þetta því hættulegt magn af H2S sem er að mælast.

Það hafa verið örfáir litir jarðskjálftar í Kötlu undanfarna daga en enginn af þeim hefur náð stærðinni 2,0 þessa stundina.


Jarðskjálftavirknin í Kötlu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Hvað er að gerast er erfitt að segja til um á þessari stundu. Það eina sem er vitað með vissu er að katlar eru að tæma sig í nærliggjandi jökulár á þessari stundu.

Brennisteinslykt frá Múlakvísl

Þann 3-Október-2017 kom fram jarðskjálftavirkni í Kötlu eins og ég fjallaði um hérna. Aðfaranótt 3-Október kom fram óróapúsl í Kötlu sem varði í nokkra klukkutíma en þessi óróapúls var ekkert rosalega sterkur og sést því ekkert rosalega vel á SIL stöðvum í kringum Kötlu.

Í dag (8-Október-2017) kom fram í fréttum Rúv að brennisteinslykt hefði fundist af Múlakvísl í dag og undanfarna daga auk þess að leiðni hefði að auki verið hærri undanfarna daga í Múlakvísl. Helsta hugmyndin að því hvað er í gangi er að einn af yfir tuttugu kötlum í Mýrdalsjökli hefði verið að tæma sig eins og gerist reglulega í Mýrdalsjökli. Í þessum kötlum þá safnast bræðsluvatn og því tæmast þessir katlar þegar þeir eru orðnir fullir og þrýstingurinn orðin nægur til þess brjóta sér leið undir jökulinn. Þetta olli litlu flóði í Múlakvísl auk þess að valda þeim óróa sem kom fram á jarðskjálftamælum Veðurstofunnar í kringum Mýrdalsjökul. Ég veit ekki alveg hvað er raunin hérna en aukin jarðskjálftavirkni hefur verið tengd svona atburðum í sumar þegar þeir hafa orðið og svona atburðir hafa orðið reglulega í allt sumar. Þessa stundina er leiðni frekar há í Múlakvísl samkvæmt sjálfvirkum mælingum Veðurstofu Íslands en það dregið hefur úr jarðskjálftavirkni í Kötlu síðustu daga.

Fréttir af þessu

Brennisteinslykt á Mýrdalssandi (Rúv.is)

Aukin jarðskjálftavirkni í Kötlu

Þann 1-Október-2017 varð aukning í jarðskjálftum í Kötlu. Þessi aukning heldur áfram en veður hefur þó valdið því að erfitt er að mæla þessa aukningu. Stærstu jarðskjálftarnir voru með stærðina 2,6 (tveir jarðskjálftar) en allir aðrir jarðskjálftar voru minni að stærð.


Jarðskjálftavirknin í Kötlu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Ég er einnig aftur farinn að mæla lágtíðni jarðskjálfta sem eiga upptök sín einhverstaðar í Kötlu að ég tel. Þessir jarðskjálftar koma fram þegar aukning verður í jarðskjálftum í Kötlu. Ég veit ekki afhverju þetta er gerist. Síðustu 48 klukkustundirnar hefur verið minni virkni í Kötlu en 1-Október-2017 en veður á þessum tíma hefur ekki verið gott. Það virðist einnig sem að slæma veðrið hafi skemmt jarðskjálftamælastöðina Goðabungu sem Veðurstofan rekur þar. Það mun taka Veðurstofuna einhvern tíma að laga þá jarðskjálftamælastöð vegna þess að veðurspáin næstu daga er ekki góð.

Vefþjóna uppfærsla

Ég mun uppfæra vefhýsinguna fyrir þessa vefsíðu á næstu dögum og færa hana til Bretlands. Það ætti að bæta viðbragðstíma vefsíðunnar og bæta hleðslutíma vefsíðunnar frá því sem er núna í dag. Ef allt verður rólegt næstu daga þá ætti þessi breyting að verða án þess að nokkur taki eftir henni.