Síðustu daga hefur verið mikil leiðni í jökulám sem koma frá Mýrdalsjökli vegna þess að katlar sem eiga uppruna sinn í jarðhita sem kemur frá eldstöðinni Kötlu hafa verið að tæma sig. Vegna þess hversu kalt er í veðri núna þá er ekki mikið bræðsluvatn eða vatn í öðrum ám í jökulám núna sem þýðir að nærri því eingöngu bræðsluvatn er núna í jökulám frá Mýrdalsjökli. Þessa stundina er leiðnin í Múlakvísl á Mýrdalssandi í kringum 567µS/cm (ég veit ekki hvar mælirinn er staðsettur). Það hefur einnig fylgt þessu talsvert gas og stendur mælingin núna í 1ppm og er þetta því hættulegt magn af H2S sem er að mælast.
Það hafa verið örfáir litir jarðskjálftar í Kötlu undanfarna daga en enginn af þeim hefur náð stærðinni 2,0 þessa stundina.
Jarðskjálftavirknin í Kötlu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Hvað er að gerast er erfitt að segja til um á þessari stundu. Það eina sem er vitað með vissu er að katlar eru að tæma sig í nærliggjandi jökulár á þessari stundu.