Jarðskjálftar í Esjufjöllum

Jarðskjálftavirkni hefur hafst aftur í Esjufjöllum eftir talsvert hlé. Jarðskjálftavirkni hófst í Esjufjöllum fyrir nokkrum árum síðan og hefur átt sér stað með reglulegu millibili. Það hefur verið misjafnlega langt á milli þessra jarðskjálftahrina í Esjufjöllum og þessar hrinur hafa verið misjafnlega stórar. Jarðskjálftanir sem komu í dag voru eingöngu með stærðina 1,0 og 1,1. Dýpi þessara jarðskjálfta var þó áhugaverðara. Skráð dýpi var aðeins 0.1 km (í kringum 100 metrar) og verður það að teljast mjög grunnt.

130318_1510
Jarðskjálftavirknin í Esjufjöllum er þar sem rauðu punktanir eru staðsettir. Höfundaréttur af þessari mynd tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Eldgosasaga Esjufjalla er nærri því óþekkt og því er lítið vitað hvernig eldgos haga sér og hver undanfari þeirra er. Af þeim sökum er nærri því ómögurlegt að segja til um hvað gerist næst í Esjfjöllum. Þó er alveg ljóst að það borgar sig að fylgjast með virkni í Esjufjöllum á næstunni. Þar sem jarðskjálftahrinur í Esjufjöllum fara oft hægt af stað. Byggi ég það mat á þeirri virkni sem hófst í Esjufjöllum árið 2011 og hefur haldið áfram síðan þá. Þó með löngum hléum eins og áður segir.

Djúpir jarðskjálftar í Tungnafellsjökli

Í dag klukkan 13:19 til 13:21 áttu sér stað djúpir jarðskjálftar í Tungnafellsjökli. Þessir jarðskjálftar voru ekki stórir og sá stærsti var með stærðina 1,4 samkvæmt Veðurstofu Íslands. Dýpsti jarðskjálftinn í þessari jarðskjálftahrinu var með dýpið 28 km, en minnst var dýpið 18,7 km. Þetta dýpi bendir til þess að þarna hafi átt sér kvikuinnskot inn í eldstöðina Tungnafellsjökul. Hvað það þýðir til lengri tíma er hinsvegar vont að segja til um nákvæmlega á þessari stundu.

130303_1655
Jarðskjálftahrinan í Tungnafellsjökli. Jarðskjálftanir eru þar sem rauðu punktanir eru á kortinu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er erfitt að segja til um það hvað er að gerast í Tungafellsjökli eins og er. Það er þó ljóst að eldgos er líklega ekki yfirvofandi í þessari eldstöð á þessari stundu. Hvort að það breytist í framtíðinni veit ég ekki. Það hefur aldrei gosið í Tungnafellsjökli á sögulegum tíma svo vitað sé. Það þýðir að mun erfiðara verður að spá fyrir um hvað gerist í eldstöðinni ef núverandi þróun heldur áfram eins og reikna má með. Ljóst er þó að mun meiri virkni þarf að koma fram í Tungafellsjökli en það sem núna er til staðar áður en til eldgoss kemur. Vont veður á Íslandi fram á föstudag þýðir að erfitt verður að mæla jarðskjálfta sem munu eiga sér stað þarna (ef einhverjir verða). Sérstaklega ef um er að ræða mjög litla jarðskjálfta í þessari eldstöð. Það er mjög lítill jökull á Tungnafellsjökli og þessi eldstöð er langt frá byggð. Þannig að ef til eldgoss kemur. Þá ætti tjón af völdum slíks að vera í algeru lágmarki.