Óvissustigi lýst yfir vegna Heklu

Almannavarnir eru búnar að lýsa yfir óvissustigi vegna eldstöðvarinnar Heklu. Þetta óvissustig kemur til vegna jarðskjálfta í Heklu (sjá eldri umfjallanir um þá jarðskjálfta hjá mér). Þessi jarðskjálftar eru mjög óvenjulegir fyrir eldstöðina Heklu. Dýpi þessara jarðskjálfta er í kringum 11 til 12 km. Fólki er ráðlagt að forðast það að fara upp á Heklu á meðan þetta óvissustig er í gildi. Þá sérstaklega vegna þess að ef eldgos hefst í eldstöðinni. Þá mun fólki ekki gefast tíma til þess að forða sér ofan af eldstöðinni áður en eldgosið nær þeim (öskuskýið ef eitthvað er).

Ég mun setja inn uppfærslur um stöðu mála á Heklu eftir þörfum ef til þess kemur. Hægt er að fylgjast með virkni í Heklu á jarðskjálftamæli sem ég er með nærri Heklu hérna. Þessi mælir er staðsettur rúmlega 16 km frá Heklu. Athugið að vindur og annar hávaði er mjög mikill á mælinum um þessar mundir. Vefmyndavélar þar sem hægt er að horfa á Heklu er hægt að finna hérna. Uppfærsla 1: Hérna er vefmyndavél þar sem hægt er að horfa beint á Heklu.

Bloggfærsla uppfærð klukkan 17:28 UTC þann 26.03.2013.