Jarðskjálfti upp á 3,6 í Hamrinum

Í gær (05.04.2013) klukkan 01:50 varð jarðskjálfti með stærðina 3,6 í Hamrinum. Hamarinn er eldstöð sem tengist Bárðarbungu eldstöðinni með einhverjum hætti þó svo að það sé ekki góður skilningur á því hvernig það gerist. Engin merki eru um óróa eða það að eldgos sé að hefjast þarna. Nokkrir eftirskjálftar komu í kjölfarið á þessum jarðskjálfta. Dýpi þessa jarðskjálfta var í kringum 2 km. Engin vefsíða er til fyrir eldstöðina Hamarinn.

130405_2140
Eldstöðin Hamarinn er þar sem græna stjarnan er. Þetta eru einnig upptök jarðskjálftana. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

skr.svd.05.04.2013.22.12.utc
Engan óróa var að sjá á Skrokköldu SIL stöðinni. Það sem sést hérna hinsvegar eru jarðskjálftanir á Tjörnesbrotabeltinu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftahrina á upptök sín í minniháttar kvikuinnskoti í eldstöðinni Hamrinum. Frekar en eitthvað annað sem þarna gæti átt sér stað þarna. Óvíst er hvort að þarna muni frekari virkni eiga sér stað í Hamrinum á næstunni.