Jarðskjálftavirkni í Þórðarhyrnu

Síðastliðna nótt (3-Desember-2018) varð jarðskjálftavirkni í Þórðarhyrnu (enginn GVP síða, undir Grímsvötn). Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 2,1 og annar stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 2,0.


Þórðarhyrna er suð-vestur af Grímsvötnum. Sést þar sem eru gulir jarðskjálftar merktir inn. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Síðasta eldgos í Þórðarhyrnu var árið 1902 Desember og var til 12 Janúar 1904. Það eldgos var með stærðina VEI=4 og á sama tíma gaus í Grímsvötnum.

Tvær jarðskjálftahrinur í Öræfajökli

Í dag (1-Desember-2018) voru tvær jarðskjálftahrinur í Öræfajökli.


Jarðskjálftahrinur í Öræfajökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærstu jarðskjálftarnir í þessum jarðskjálftahrinum voru með stærðina 1,1 en aðrir jarðskjálftar sem urðu voru minni að stærð. Það sem er óvenjulegt núna er að það koma fram tvær jarðskjálftahrinur fram núna. Venjulega hefur bara orðið ein jarðskjálftahrina í Öræfajökli á síðustu mánuðum. Það er nauðsynlegt að fylgjast með þessari breytingu ef þetta heldur svona áfram.

Jarðskjálftavirkni í Heklu (það er engin eldgosahætta af þessari virkni)

Síðustu daga hefur verið jarðskjálftavirkni í Heklu. Þessi jarðskjálftavirkni er í suðurhluta eldstöðvarkerfi Heklu. Það er ekki augljóst hvað veldur þessari jarðskjálftavirkni í Heklu.


Jarðskjálftavirknin í Heklu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er engin hætta á eldgosi vegna þessar jarðskjálftavirkni. Það er ennfremur ekkert sem bendir til þess að þessi jarðskjálftavirkni muni leiða til eldgoss. Áður en það verður eldgos mun koma fram meiri jarðskjálftavirkni í Heklu.

Jarðskjálftahrina á Reykjanesskaga – Bláfjöllum

Í dag, 24-Nóvember-2018 hófst jarðskjálftahrina í Bláfjöllum. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 3,3 og annar stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 2,9. Aðrir jarðskjálftar sem hafa komið fram voru minni að stærð.


Jarðskjálftavirkni í Bláfjöllum. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn fannst í Reykjavík og nágrenni samkvæmt fréttum. Jarðskjálftahrinan virðist ennþá vera í gangi.

Jarðskjálftavirkni í Grímsvötnum

Aðfaranótt 23-Nóvember-2018 varð jarðskjálfti með stærðina 3,1 í Grímsvötnum. Aðeins einn eftirskjálfti kom fram og var sá skjálfti með stærðina 0,9.


Jarðskjálftavirkni í Grímsvötnum. Græna stjarnan er jarðskjálftinn með stærðina 3,1. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Engin breyting varð á óróaplottum í kjölfarið á þessum jarðskjálfta. Síðasta eldgos í Grímsvötnum varð árið 2011.

Sterk brennisteinslykt frá Sólheimajökli (Katla)

Í dag (21-Nóvember-2018) gaf Veðurstofan út viðvörun vegna mikillar brennisteinsmengunar frá Sólheimajökli og Jökulsá á Sólheimasandi sem kemur frá Kötlu. Fólki er ráðlagt að forðast svæðið vegna brennisteinsmengunar. Það hefur ekki verið nein aukning í jarðskjálftavirkni í tengslum við þessa brennisteinsmengun.


All rólegt í Kötlu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það hefur ekki mælst nein jarðskjálftavirkni og það hafa ekki orðið neinar breytingar á óróamælingum í kringum Kötlu. Þetta mun líklega ekki breytast þar sem mjög lítil jarðskjálftavirkni hefur verið í Kötlu allt árið 2018.

Tveir jarðskjálftar í Bárðarbungu

Í dag (12-Nóvember-2018) urðu tveir jarðskjálftar í Bárðarbungu. Fyrri jarðskjálftinn hafði stærðina 3,6 en seinni jarðskjálftinn var með stærðina 3,3. Aðrir jarðskjálftar sem hafa komið fram hingað til hafa verið minni að stærð.


Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftahrina virðist vera ennþá í gangi í Bárðarbungu.

Jarðskjálftahrina suður af Grímsey á Tjörnesbrotabeltinu

Síðan á Laugardag (10-Nóvember-2018) og þangað til í dag (11-Nóvember-2018) þá hefur verið jarðskjálftahrina sunnan við Grímsey. Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu var með stærðina 3,0 en aðrir jarðskjálftar sem hafa komið fram voru minni að stærð. Það hafa mælst í kringum 130 jarðskjálftar hingað til. Það hafa ekki komið fram neinar tilkynningar um að þessi jarðskjálftahrina hafi fundist í byggð.


Jarðskjálftahrinan á Tjörnesbrotabeltinu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftahrina virðist vera ennþá í gangi, jafnvel þó svo að slakað hafi á þessari jarðskjálftahrinu á síðustu klukkutímum. Það er spurning hvort að þessari jarðskjálftahrinu sé lokið eða hvort að áframhald verði á þessari jarðskjálftavirkni næstu klukkutíma eða daga.

Jarðskjálftavirkni í Grímsvötnum

Síðastliðna nótt var jarðskjálftavirkni í Grímsvötnum. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 2,6 en aðrir jarðskjálftar voru minni að stærð.


Jarðskjálftavirknin í Grímsvötnum. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Í gær (06-Nóvember-2018) var einnig jarðskjálftavirkni í Grímsvötnum en sú jarðskjálftavirkni var miklu minni en jarðskjálftavirknin sem kom fram síðastliðna nótt. Á þessari stundu er ekkert sem bendir til þess að eldgos sé að fara að hefjast í Grímsvötnum. Það hefur ekki orðið nein frekari jarðskjálftavirkni í dag í Grímsvötnum.

Minniháttar jarðskjálftahrina á Tjörnesbrotabeltinu

Í dag (6-Nóvember-2018) hefur verið lítil jarðskjálftahrina á Tjörnesbrotabeltinu. Stærstu jarðskjálftarnir í þessari hrinu voru með stærðina 2,7 og 2,6. Aðrir jarðskjálftar sem hafa orðið voru minni að stærð.


Jarðskjálftahrinan í Tjörnesbrotabeltinu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftahrina virðist að mestu leiti vera lokið eins og stendur. Það er möguleiki á því að jarðskjálftahrinan taki sig upp aftur á þessu svæði. Það er einnig möguleiki á því að ný jarðskjálftahrina byrji á þessu sama svæði. Það er ekki hægt að segja til um hvað gerist næst á Tjörnesbrotabeltinu.