Jarðskjálftavirkni í Öræfajökli

Í dag (8-Desember-2018) varð jarðskjálftahrina í Öræfajökli. Þessi jarðskjálftahrina varð í norðurhluta öskju Öræfajökuls eða rétt fyrir utan öskjuna.


jarðskjálftavirkni í Öræfajökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn í þessari jarðskjálftahrinu var með stærðina 2,6 en aðrir jarðskjálftar sem urðu voru með stærðina 0,2 til 0,8. Þessi virkni er eðlileg fyrir Öræfajökul um þessar mundir.