Jarðskjálftavirkni í Heklu (það er engin eldgosahætta af þessari virkni)

Síðustu daga hefur verið jarðskjálftavirkni í Heklu. Þessi jarðskjálftavirkni er í suðurhluta eldstöðvarkerfi Heklu. Það er ekki augljóst hvað veldur þessari jarðskjálftavirkni í Heklu.


Jarðskjálftavirknin í Heklu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er engin hætta á eldgosi vegna þessar jarðskjálftavirkni. Það er ennfremur ekkert sem bendir til þess að þessi jarðskjálftavirkni muni leiða til eldgoss. Áður en það verður eldgos mun koma fram meiri jarðskjálftavirkni í Heklu.