Þetta er stutt grein um stöðuna í eldstöðinni Fagradalsfjalli. Þessi grein er skrifuð klukkan 21:49.
Síðan á Mánudaginn 8-Mars-2021 þá hefur mikið verið að gerast og það eru engin merki um að breytingar séu á leiðinni eða virknin í kvikuganginum sé að fara að hægast niður. Þessa stundina er kvikugangurinn að þenjast til suður í Fagradalsfjall sem var byggt af eldra eldgosi fyrir hugsanlega einhverjum milljónum árum síðan. Þensla kvikugangsins til suðurs er að valda miklum jarðskjálftum á þessu svæði og voru stærstu jarðskjálftar síðasta sólarhringinn með stærðina Mw5,1 klukkan 03:15 og síðan Mw4,6 klukkan 08:50. Síðustu 48 klukkutíma hafa komið fram 68 jarðskjálftar sem eru stærri en Mw3,0 í Fagradalsfjalli. Minni jarðskjálftar eru að eiga sér stað með tíðnina 1 til 5 jarðskjálftar á hverri mínútu. Síðan 24-Febrúar-2021 þá hafa mælst 34.000 jarðskjálftar hjá Veðurstofu Íslands í þessari jarðskjálftahrinu.
Möguleikinn á því að þarna verði eldgos er að aukast samkvæmt Veðurstofu Íslands og mun halda áfram að aukast eftir því sem þessi virkni varir lengur á þessu svæði við Fagradalsfjall. Á meðan kvikan sem er þarna hefur pláss til þess að þenja sig í jarðskorpunni þá mun hún gera það. Kvikan er núna á 1 km dýpi eða minna. Hvað dýpið er nákvæmlega er erfitt að fá upplýsingar um á þessari stundu. Þetta veldur því að eldgos getur hafist á mikilla jarðskjálfta eða fyrirboða í Fagradalsfjalli. Það er ennþá mikil hætta á jarðskjálfta með stærðina Mw6,0 til Mw6,5. Á báðum brotasvæðum við enda kvikugangsins og einnig í Brennisteinsfjöllum.
Næsta uppfærsla verður þann 12-Mars-2021 ef engir stóratburðir verða á þessu svæði.
Styrkir
Þeir sem vilja styrkja mína vinnu geta gert það með PayPal eða með því millifæra beint inná mig með bankamillifærslu. Takk fyrir stuðninginn. 🙂