Þensla heldur áfram í Fagradalsfjalli, hugsanlegt eldgos verður í Nátthaga

Þetta hérna er stutt grein þar sem staða mála er alltaf að breytast. Þessi grein er skrifuð þann 15-Mars-2021 klukkan 21:55. Þessi grein er um eldstöðina Fagradalsfjall en ég hef einnig Krýsuvík með þar sem uppfærslur frá Veðurstofunni fara þangað inn.

Milli Föstudags og Mánudags var mikil virkni í Fagradalsfjalli. Nokkrir jarðskjálftar með stærðina Mw4,0 og annar stærsti jarðskjálfti þessar jarðskjálftahrinu átti sér stað þann 14-Mars-2021 klukkan 14:15 og sá jarðskjálfti með stærðina Mw5,4. Fyrr um daginn klukkan 12:34 hafði orðið jarðskjálfti með stærðina Mw5,2. Samkvæmt fréttum þá hafa orðið meira 50.000 jarðskjálftum síðan 24-Febrúar-2021 (20 dögum síðan). Af þessum þá hafa sex jarðskjálftar verið stærri en 5, fjöldi jarðskjálfta með stærðina milli 4 til 5 var 53 og það hafa orðið 524 jarðskjálftar með stærðina milli 3 til 4. Þenslan er núna 20cm eða 10cm báðum megin við kvikuinnskotið. Það er búist við því að eldgos verði í nágrenni við Nátthagi þar sem er dalur til staðar en hvenær það gerist er ekki hægt að segja til um það. Það er ekkert sem bendir til þess að innflæði kviku hafi minnkað eða stöðvast.

Mikið af rauðum punktum á Reykjanesskaga þar sem mikil jarðskjálftavirkni er að eiga sér stað núna. Mikið af grænum stjörnum sem tákna jarðskjálfta yfir þrjá að stærð.
Jarðskjálftavirkni á Reykjanesskaga í eldstöðinni Fagradalsfjalli. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það hefur einnig komið fram að kvikugangurinn hefur aðeins komist lengra suður miðað við stöðuna síðasta Föstudag samkvæmt þeim gögnum sem jarðvísindamenn hafa aðgang að. Í dag (15-Mars-2021) hefur verið lítið um jarðskjálftavirkni en það breyttist um klukkan 16:30 þegar jarðskjálftavirkni jókst aftur en þegar þessi grein er skrifuð þá hefur ekki neinn stór jarðskjálfti komið fram ennþá.

Vefmyndavélar

Beint vefstreymi af skjálftasvæðinu – Borgarfjall (Rúv.is) Hérna verður hægt að sjá eldgosið ef það verður
Beint vefstreymi af skjálftasvæðinu – Efstaleiti
Road camera 1
Road camera 2 (Nætursjón/Innrautt)