Kvikuinnskotið virðist hafa stöðvast í Nátthaga dalnum suður af Fagradalsfjalli

Þetta er stutt grein vegna þess að staðan er stöðugt að breytast í þessari atburðarrás sem er núna í gangi við Fagradalsfjall og Nátthaga. Þessi grein nær til eldstöðvarinnar Fagradalsfjall en einnig Krýsuvík þar sem sú eldstöð er uppfærð með upplýsingum frá Veðurstofu Íslands hjá Global Volcanism Program. Ég er ekki einnig viss hvað telst vera virka eldstöðin samkvæmt þessu mati sem er núna í gangi á þessari atburðarrás. Þessi grein er skrifuð klukkan 21:31.

Í dag (12-Mars-2021) klukkan 07:43 varð jarðskjálfti með stærðina Mw5,0 á 3,7 km dýpi nærri Nátthaga dal sem er suður af Fagradalsfjalli. Síðustu 48 klukkutímana þá hafa orðið 77 jarðskjálftar sem eru stærri en Mw3,0 að stærð. Öll þessi jarðskjálftavirkni er að mestu leiti að eiga sér stað við suðurenda kvikugangsins sem hefur myndast og er núna hættur að brjóta sér leið suður en heldur áfram að þenjast út eftir því sem meiri kvika flæðir inn í hann og það veldur jarðskjálftum. Þetta er einnig sú staðsetning þar sem eldgos gæti hafist án nokkurar viðvörunnar eða sterkrar jarðskjálftavirkni. Það er núna búið að útiloka eldgos úti í sjó þar sem kvikugangurinn er hættur að færast suður.

Þéttir jarðskjálftar á Reykjanesskaga. Mikið af grænum stjörnum við fjallið Fagradalsfjall og nærri dalnum Nátthagi. Mikið af rauðum punktum sem tákna nýja jarðskjálfta.
Jarðskjálftavirknin á Reykjanesskaga í eldstöðinni Fagradalsfjalli. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

GPS gögn sýna að þenslan á þessu svæði er mjög mikil og sum svæði hafa færst meira en 120mm yfir tímabil sem nær yfir tvær vikur. Það eru engin merki um að þessi þensla sé að fara að hætta eða hægja á henni.

Vefmyndavélar

Beint vefstreymi af skjálftasvæðinu – Borgarfjall (Rúv.is) Ef að eldgos verður þá er mjög líklegt að það muni sjást best á þessari vefmyndavél
Beint vefstreymi af skjálftasvæðinu – Efstaleiti
Live from Iceland
Road camera 1
Road camera 2 (Nætursjón/Innrautt)

Næsta grein hjá mér verður Mánudaginn 15-Mars-2021 ef allt verður rólegt. Ég mun skrifa grein eins fljótt og hægt er ef það hefst eldgos eða eitthvað annað stórt gerist. Ég vonast til þess að fá smá pásu um þessa helgi enda hef ég verið að skrifa um þessa virkni í meira en tvær vikur núna. Hvort að það tekst er óljóst þessa stundina.

Styrkir

Það er hægt að styrkja mína vinnu með því að nota PayPal hérna til hliðar eða með því að leggja beint inná mig með þeim bankaupplýsingum sem eru gefnar upp á síðunni Styrkir sem er merkt hérna í borðanum hérna að ofan. Takk fyrir stuðninginn. 🙂