Sterkir jarðskjálftar vestan við Grindavík og uppfærsla á stöðu kvikugangsins

Þetta er stutt grein um virkinina í eldstöðinni Fagradalsfjalli. Þessi grein er skrifuð þann 11-Mars-2021 klukkan 18:51.

Í morgun klukkan 08:53 varð jarðskjálfti með stærðina Mw4,5 vestan við Grindavík. Annar jarðskjálfti með stærðina Mw3,2 klukkan 09:03. Þessir jarðskjálftar tengjast ekki neinum kvikuhreyfingum á þessu svæði heldur er hérna um að ræða jarðskjálfta sem koma til vegna spennubreytinga vegna kvikugangsins í Fagradalsfjalli og þenslunar sem sú kvika er að valda á stóru svæði í kringum sig. Samkvæmt nýlegum mælingum þá er kvikan að færa sig um 500 metra á hverjum 24 klukkutímum í dag. Núna er kvikan að fara suður en hefur verið að fara suð-vestur undanfarna daga. Í dag (11-Mars-2021) þá á kvikan bara rétt um 2 til 3 km áður en hún kemst á svæði þar sem sjór er yfir öllu saman og ef það gýs þar þá verður sprengigos þar þann tíma sem sjór kemst í sjálft eldgosið. Það mun búa til nýjar eyjar sem munu hverfa eftir skamman tíma þar sem sjórinn mun eyða þeim hratt.

Jarðskjálftavirknin í eldstöðinni Fagradalsfjalli. Mikið af grænum stjörnum þar sem stærstu jarðskjálftanir hafa verið í Fagradalsfjalli og mikið af rauðunum punktum sem sýnir nýja jarðskjálfta
Jarðskjálftavirknin á Reykjanesskaga í eldstöðinni Fagradalsfjall. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Kvikan mun einnig fara þá undir Suðurstandarveg (vegur 427). Það er einnig hætta á að það gjósi áður en að þessu kemur og þá mun það taka hraunið 6 til 10 klukkutíma að renna yfir Suðurstandarveg og þá eru bara 2 til 3 km áður en hraunið kemst út í sjó. Síðan jarðskjálftavirknin hófst þann 24-Febrúar-2021 þá hafa orðið meira en 34.000 jarðskjálftar á þessu svæði á Reykjanesskaga samkvæmt mælingum Veðurstofu Íslands.

Vefmyndavélar

Beint vefstreymi af skjálftasvæðinu – Borgarfjall (Rúv.is) Ný!
Beint vefstreymi af skjálftasvæðinu – Efstaleiti
Road camera 1
Road camera 2 (Nætursjón/Innrautt)
Live from Iceland