Þetta er stutt grein skrifuð þann 17-Mars-2021 klukkan 18:34. Staðan getur breyst án viðvörunnar.
Það hefur verið minni virkni í eldstöðinni Fagradalsfjalli (eldstöðinni Krýsuvík). Staðan eins og hún er núna þá er ekki mikil breyting milli daga núna en það er möguleiki á að því að slæmt veður sem er núna að ganga yfir Ísland sé að koma í veg fyrir að litlir jarðskjálftar mælist hjá Veðurstofunni milli Keili og Fagradalsfjalls. Þensla virðist vera sú sama síðan í gær (16-Mars-2021).
Sterkum jarðskjálftum hefur fækkað síðan um síðustu helgi (12 til 14 Mars). Það sem hefur breyst er að kvikugangurinn færist ekki lengur til suðurs. Það virðist sem að haft í jarðskorpunni sem kvikan komst ekki í gegnum (oftast er um að ræða harðari jarðskorpu). Núverandi staða er að bíða eftir því að eldgos hefst en það er ekki hægt að segja til um það hvenær eldgos hefst.
Þar sem ekki er mikið að gerast núna þegar þessi grein er skrifuð þá ætla ég að fækka nýjum greinum um stöðu mála í Fagradalsfjalli og Keili. Næsta grein verður skrifuð ef það gerist eitthvað en ný grein mun koma Mánudaginn 22-Mars 2021 í síðasta lagi.
Vefmyndavélar
Beint vefstreymi af skjálftasvæðinu – Borgarfjall (Rúv.is) Ef eldgos hefst þá verður hugsanlega hægt að sjá það hérna – Þessi vefmyndavél virkar ekki lengur.
Beint vefstreymi af skjálftasvæðinu – Efstaleiti – Þessi vefmyndavél virkar ekki lengur.
Road camera 1
Road camera 2 (Nætursjón/Innrautt)
Live from Iceland – Keilir – Þessi vefmyndavél virkar mjög líklega.
Styrkir
Hægt er að styrkja mína vinnu með því að nota PayPal takkann hérna til hliðar. Það er einnig hægt að millifæra inná mig með þeim bankaupplýsingum sem ég gef upp á síðunni Styrkir. Takk fyrir stuðninginn.
Þessi grein var uppfærð þann 18-Mars-2021 klukkan 20:10. Tenglar á vefmyndavélar uppfærðir.