Þetta er stutt grein um þær upplýsingar sem Veðurstofan og Almannavarnir gáfu út í dag (8-Mars-2021) um stöðu mála í eldstöðinni Fagradalsfjalli.
Nýjar mælingar sýna það að kvikuinnskotið í eldstöðinni Fagradalsfjallið heldur áfram að vaxa. Þó að mestu leiti í suðurenda kvikugangsins við Fagradalsfjall sjálft. Jarðskjálftasvæði eru á suðu-vestur svæði við suðurenda kvikugangsins og síðan norð-austur við norðurhluta kvikugangsins við Keili vegna þeirrar þenslu sem kvikuinnskotið er að búa til á þessu svæði. Það kom einnig fram að þar sem kvikan stendur grynnst er dýpið aðeins um 1 km og að hugsanlegt eldgossvæði verður hugsanlega næst Fagradalsfjalli við suður enda kvikuinnskotsins.
Það verða tímabil þar sem mjög lítið er um stóra jarðskjálfta á þessu svæði á milli þess sem það verða tímabil með mjög mikilli og sterkri jarðskjálftavirkni. Það er ennþá hætta á jarðskjálfta með stærðina Mw6,5 í Brennisteinsfjöllum samkvæmt Veðurstofunni og það hefur ekki dregið úr þeirri jarðskjálftahættu undanfarna daga. Það hafa ekki komið fram neinar kvikuhreyfingar í öðrum eldstöðvum á Reykjanesskaga, það er eldstöðinni Reykjanes (Svartsengi?) og síðan eldstöðinni Krýsuvík.
Heimildir
Áfram má búast við að virknin á Reykjanesskaga verði kaflaskipt (almannavarnir)
Kvikan er á kílómetra dýpi (Rúv.is)