Jarðskjálftavirknin í Henglinum

Þann 4 Janúar 2017 varð jarðskjálftahrina í Henglinum og var stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu með stærðina 3,7 og annar stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 2,8. Stærstu jarðskjálftarnir fundust í Reykjavík, Selfossi, Hveragerði og nágrenni. Samtals urðu 150 jarðskjálftar í þessari hrinu.


Jarðskjálftahrinan í Henglinum þann 4. Janúar 2017. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftahrina varð vegna þess að jarðskorpan er að reka í sundur á þessu svæði og er að síga í leiðinni. Samkvæmt tímaritsgrein frá árinu 1973 (greinin) þá varð stór jarðskjálftahrina á þessu svæði árið 1789 og þá lækkaði Þingvallavatn um heila 63 sm (það er reyndar talið vanmat). Síðustu slíku hrinur urðu líklega á miðri 19 öldinni (hef það þó ekki staðfest) og síðan einhverntímann á fyrri hluta 20 aldarinnar. Svona rek veldur því að rekdalur myndast hægt og rólega, enda er svæðið frá Hveravöllum og langt suður eftir Reykjaneshrygg í reynd einn stór rekdalur, þó svo að slíkt sjáist ekki allstaðar.

Jarðskjálftahrinan í Henglinum

Undanfarna tvo daga hefur verið jarðskjálftahrina í Henglinum. Þessi jarðskjálftahrina er manngerð og vegna niðurdælingar Orkuveitunar á affallsvatni niður í jörðina. Þegar horft er á jarðskjálftahrinuna mætti halda að eitthvað væri að gerast í eldstöðinni en hérna er bara niðurdæling á ferðinni. Hinsvegar er ekkert að gerast í Henglinum sem eldstöð.

160919_1920
Jarðskjálftavirknin í Henglinum. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærstu jarðskjálftarnir í þessari jarðskjálftahrinu voru með stærðina 3,0 (x2), 3,2 (x1), 3,6 (x1). Jarðskjálftahrinan er ennþá í gangi og því hugsanlegt að frekari jarðskjálftavirkni verði. Ef eitthvað gerist, þá mun ég uppfæra þessa grein. Yfir 300 jarðskjálftar hafa orðið, flestir af þeim eru smærri en 2,0 að stærð.

Viðvörun frá Almannavörnum vegna niðurdælingar á vatni í Henglinum

Í gær (19-Maí-2015) sendu Almannavarnir frá sér viðvörun vegna hugsanlegar jarðskjálftahættu í Henglinum. Þetta gerist þegar afgangsvatni er dælt niður í jörðina. Það veldur þrýstibreytingum í jarðskorpunni á þessu svæði sem síðan veldur jarðskjálftum. Það er hætta á jarðskjálftum með stærðina 4,5 og stærri. Niðurdælingu mun líklega ljúka þann 19-Júní-2015.

Fréttir af þessu

Vara við jarðskjálftum á Hengilssvæðinu (Rúv.is)
Niðurdæling vegna hitamengunar að hefjast (Rúv.is)

Jarðskjálftahrina í Henglinum

Í dag (4-Apríl-2014) hefur verið jarðskjálftahrina í Henglinum vegna niðurdælingar á vatni (menguðu af blý og fleiru) hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Þessi niðurdæling á vatni veldur spennubreytingum í jarðskorpunni á svæðinu og það aftur á móti veldur þessari jarðskjálftavirkni. Hægt er að fylgjast með jarðskjálftavirkninni hérna á jarðskjálftavefsíðu sem ég er með.

140404_1810
Jarðskjálftahrinan í Henglinum. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er svo mikil jarðskjálftavirkni í gangi þessa stundina að hún er farin að búa til drauga á jarðskjálftakorti Veðurstofu Íslands.

140404_1810.2
Það eru ekki allir jarðskjálftanir þarna raunverulegir. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftahrinan í Henglinum mun halda áfram eins lengi og vatni er dælt þarna niður. Hvað stærð jarðskjálfta varðar þá er erfitt til ómögulegt að segja til um slíkt á þessari stundu. Stærsti jarðskjálftinn sem hefur mælst í þessari jarðskjálftahrinu hafði stærðina 2,9 og hann fannst í Hveragerði. Þá er einnig hætta á því að þarna verði stærri jarðskjálfti ef þessi jarðskjálftahrina nær að breyta spennu í nálægum misgengjum sem þarna eru. Ég veit ekki hvort að slíkt muni gerast. Þetta er hinsvegar áhætta sem er þarna til staðar vegna niðurdælingar á vatni og þeim jarðskjálftahrinum sem fylgja.

Þrír jarðskjálftar í Heklu. Jarðskjálftahrina í Henglinum

Síðasta sólarhring hafa þrír jarðskjálftar átt sér stað í Heklu. Ekkert bendir til þess að eldgos sé að fara hefjast í Heklu. Þetta er bara jarðskjálftavirkni eins og er.

140324_1120
Jarðskjálftavirknin í Heklu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Hægt er að fylgjast með jarðskjálftavirkni hérna í Heklu. Gögnin eru nærri því í rauntíma.
Hérna er listi yfir vefmyndavélar sem vísa á Heklu.
Vefmyndavél Mílu er að finna hérna.

Þessa stundina er veður slæmt á suðurlandinu og það gerir vöktun Heklu erfiðari.

Jarðskjálftahrina í Henglinum

Í gær (23-Mars-2014) og í dag (24-Mars-2014) varð jarðskjálftahrina í Henglinum. Þessi jarðskjálftahrina átti upptök sín í niðurdælingu vatns Orkuveitu Reykjavíkur á þessu svæði.

140324_1120
Jarðskjálftahrinan í Henglinum. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessir jarðskjálftar hafa ekkert með eldstöðina Hengill að gera. Þar sem þetta eru eingöngu jarðskjálftar sem eiga upptök sín þegar köldu og menguðu vatni er dælt niður í jörðina þarna. Af þessum sökum eru jarðskjálftahrinur eins og þessar algengar á þessu svæði.

Minniháttar jarðskjálftahrina í Henglinum

Í gær (16-Febrúar-2014) átti sér stað minniháttar jarðskjálftahrina í Henglinum. Þessar jarðskjáfthrinur eiga sér stað þegar Orkuveita Reykjavíkur dælir niður vatni niður í jarðskorpuna. Þessi niðurdæling veldur jarðskjálftahrinum á svæðinu og þessar jarðskjálftahrinur munu eiga sér stað í flest ef ekki öll þau skipti sem niðurdæling á vatni á sér stað þarna.

140217_1110
Jarðskjálftahrina í Henglinum í gær. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þær jarðskjálftahrinur sem eiga sér stað þegar vatni er dælt niður í jörðina stöðvast yfirleitt um leið og niðurdælingu vatns er lokið, eða mjög fljótlega eftir það. Eins og stendur er þessi niðurdæling á vatni eingöngu að valda minniháttar jarðskjálftum á svæðinu.

Styrkir: Fólk getur styrkt vinnu mína hérna með því að nota „Donate“ takkann hérna til hliðar eða fara eftir þeim upplýsingum sem er að finna hérna. Einnig sem hægt er að kaupa smásögu sem ég var að gefa út hérna fyrir $6,99 (+ íslenskur VSK ef það á við). Takk fyrir stuðninginn.

Minniháttar jarðskjálftahrina í Henglinum

Í kvöld hófst minniháttar jarðskjálftahrina í Henglinum. Þessi jarðskjálftahrina kemur til vegna niðurdælingar vatns hjá Orkuveitu Reykjavíkur.

131214_1815
Jarðskjálftahrinan í Henglinum núna í kvöld. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu var með stærðina 1,4. Aðrir jarðskjálftar voru minni.

Áframhaldandi jarðskjálftavirkni norður af Kolbeinsey

Það er áframhaldandi jarðskjálftavirkni norðan við Kolbeinsey. Í vikunni urðu jarðskjálftar með stærðina 3,0 og 3,1. Ég er því miður ekki með neinar myndir af þessari virkni, þar sem ég var að ferðast þegar hún átti sér stað.

Jarðskjálftagröf uppfærast ekki ennþá

Vegna óþekktar bilunar heima hjá mér. Þá uppfærast jarðskjálftagröfin hjá mér ekki ennþá. Ég veit ekki hvað bilaði og það verða nokkrar vikur þangað til að ég kemst að því. Samkvæmt rafmagnsnotkun heima hjá mér þá hefur verið slökkt á einhverju eða eitthvað dottið úr notkun (Ég veit hver notkunin er miðað við fjölda tækja í gangi á þessari stundu). Ég veit ekki hvaða tæki fór úr notkun eða afhverju það gerðist, ég mun hinsvegar komast að því eftir nokkrar vikur þegar ég fer aftur heim til mín. Þangað til munu myndirnar á jarðskjálftagröfunum mínum ekki uppfærast. Alþjóðlegu jarðskjálftagröfin eru hinsvegar í lagi (að mestu) og uppfærast, enda eru þetta stöðvar sem eru ekki undir minni stjórn og hefur því bilunin heima hjá mér engin áhrif á þær.

Styrkir

Eins og svo mörg verkefni á internetinu þá treysti ég á styrki til þess að geta haldið vinnu minni áfram hérna. Hægt er að styrkja mig með því að nota Paypal, en þá verður að nota „Send Money“ möguleikann til þess að styrkja mig. Einnig er að hægt að styrkja mig beint með því að leggja inn á mig, bankaupplýsingar og aðrar nauðsynlegar upplýsingar fyrir slíka styrki er að finna hérna. Ég þakka fyrir stuðninginn.