Minniháttar jarðskjálftahrina í Kötlu

Síðustu nótt (22-Júlí-2013) átti sér stað minniháttar jarðskjálftahrina í Kötlu. Flestir af þessum jarðskjálftum voru litlir og eingöngu með dýpið 1 km, einn djúpur jarðskjálfti átti sér stað og var dýpi þess jarðskjálfta 12 km. Ég er ekki viss hvað olli þessari jarðskjálftahrinu, hugsanlegt er að um sé að ræða kvikuinnskot í Kötlu eða þrýstibreytingar á háhitasvæði sem þarna eru til staðar.

130722_1300
Jarðskjálftahrinan í Kötlu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Líklegast er þó að þessi jarðskjálftahrina sé hluti af hefðbundinni jarðskjálftavirkni í Kötlu, eins og stendur eru ekki vísbendingar um neitt annað til staðar eins og er. Hægt er að fylgjast með virkninni í Kötlu hérna, á jarðskjálftamæli sem ég er með á sveitabænum Skeiðflöt, rétt fyrir utan Kötlu og Mýrdalsjökul.

Jarðskjálftahrina norður af Íslandi

Síðan í nótt hefur verið jarðskjálftahrina norður af Íslandi. Þessi jarðskjálftahrina er rúmlega 300 til 600 km norður af Íslandi. Allir þeir jarðskjálftar sem hafa mælst hafa haft stærðina 4.4 samkvæmt EMSC. Fleiri jarðksjálftar hafa einnig átt sér stað, en voru líklega ekki mældir af SIL mælanetinu, eða af jarðskjálftamælanetinu mínu.

326086.regional.mb4.4.svd.15.07.2013.18.37.utc
Jarðskjálfti með stærðina 4.4 samkvæmt EMSC, milli Íslands og Jan Mayen. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir EMSC.

Nánari upplýsingar um þessa jarðskjálfta er að finna á vefsíðu EMSC hérna.

130715_1840
Jarðskjálftanir samkvæmt SIL mælaneti Veðurstofu Íslands. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Í dag hef ég verið að hafa vandamál með 3G sambandið á jarðskjálftamælinum mínum í Böðvarshólum, þar sem 3G merkið á svæðinu er mjög lélegt. Það er hugsanlegt að ég reyni að laga þetta í Desember með því að setja upp 3G loftnet til þess að bæta móttökuna á 3G merkinu og koma í veg fyrir svona sambandsleysi. Ég bara vona að 3G merkið sé orðið stöðugt og þetta sambandsleysi hjá mér sé orðið úr sögunni. Hægt er að fylgjast með jarðskjálftamælunum mínum hérna.

Styrkir

Ég vil minna fólk endilega á að styrkja mig. Sérstaklega þar sem ég þarf að lifa það sem eftir er af Júlí á minna en 60 Dönskum krónum (1287 ISK), og mér þykir það frekar slæm staða að vera í. Takk fyrir stuðninginn.

Nýtt kvikuinnskot í Bárðarbungu

Áhugaverð jarðskjálftavirkni heldur áfram í Bárðarbungu og það virðist sem að nýtt kvikuinnskot hafi átt sér stað í Bárðarbungu síðustu daga. Áhugaverð jarðskjálftavirkni hefur einnig átt sér stað í eldstöðinni Hamrinum undanfarið. Þetta kvikuinnskot mun líklega ekki enda með eldgosi, þetta er hugsanlega vísbending um aukna virkni í Bárðarbungu í framtíðinni.

130620_2105
Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu og Hamarinum. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það hefur einnig verið jarðskjálftavirkni í eldstöðinni Hamrinum og í nágrenni hans. Ég veit ekki hvort að þetta tengist virkinni sem á sér stað núna í Bárðarbungu. Mér þykir það ólíklegt að það sé raunin, þó er ekki hægt að útiloka það eins og er. Það er óljóst hvort að þessi nýja virkni í Hamrinum er vegna þéttara mælanets í kringum Vatnajökul eða hvort að þetta er raunverulega ný virkni í Hamrinum. Síðasta eldgos í Hamrinum átti sér stað í Júlí 2011 og er hægt að lesa um það eldgos hérna. Það er þess virði að hafa augu með virkninni í Hamrinum, þar sem þessi eldstöð hefur sýnt sig að hún er óútreiknanleg með öllu, það virðist einnig að kvika sér mjög grunnt í eldstöðinni nú þegar.

Minniháttar jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu og Kötlu

Það hefur verið minniháttar jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu og Kötlu undanfarið. Þessi bloggfærsla er bara stutt yfirlit yfir þessa virkni.

Bárðarbunga

Minniháttar kvikuinnskot átt sér stað í Bárðarbungu þann 16-Júní-2013. Þetta kvikuinnskot olli minniháttar jarðskjálftarhrinu í Bárðarbungu. Stærsti jarðskjálftin var með stærðina 1,2 og mesta dýpið í þessari jarðskjálftahrinu var 24,3 km. Þannig að þetta var líklegast kvikuinnskot sem þarna var á ferðinni.

130618_1835
Jarðskjálftahrinan í Bárðarbungu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Katla

Það hefur verið minniháttar jarðskjálftavirkni í Kötlu undanfarna daga. Þessi jarðskjálftavirkni þýðir líklega ekki neitt sem stendur, þessi virkni er líklega tengd minnkun jökulfargs á eldstöðinni Kötlu yfir sumarið. Djúpir jarðskjálftar hafa átt sér stað undanfarið í Kötlu, það er óvíst hvort að þeir tákna eitthvað á þessari stundu. Þarna á sér stað líklega minniháttar kvikuinnskot í Kötlu djúpt í eldstöðinni. Hinsvegar eru kvikuinnskot algeng í Kötlu án þess að þau valdi eldgosi.

130618_1835
Jarðskjálftavirkni í Kötlu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Annars er mjög rólegt á Íslandi og engin sérstök virkni að eiga sér stað á þessari stundu.

Minniháttar jarðskjálftahrina á reykjaneshrygg þann 29. Maí

Þann 29. Maí 2013 varð minniháttar jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg, þessi jarðskjálftahrina var ekki stór og mældust aðeins örfáir jarðskjálftar í þessari hrinu. Stærstu jarðskjálftarnir höfðu stærðina 2,3, dýpið var í kringum 5,5 km til rúmlega 12 km. Þessi jarðskjálftahrina varð á svipuðum stað og stóra jarðskjálftahrinan átti sér stað fyrir rúmlega þrem vikum síðan.

130529_2340
Jarðskjálftahrinan á Reykjaneshrygg þann 29. Maí 2013. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftahrina var mjög lítil miðað við það sem oft hefur átt upptök sín á þessu svæði. Jarðskjálftavirknin er áhugaverð á þessu svæði, þó er óvíst hvað hún táknar, ef hún táknar þá eitthvað til að byrja með. Þar sem eldfjöll og svona jarðskjálftasvæði eru óútreiknanleg með öllu.

Jarðskjálftahrina djúpt suður af Íslandi

Þann 2. Maí 2013 kom fram jarðskjálfti á suðurlandinu sem átti upptök sín rúmlega 230 km suður af Surtsey. Það hafa nokkrir jarðskjálftar mælst á síðasta sólarhring síðan virknin hóst þann 2. Maí. Ég veit ekki hvort að það er eldstöð á þessu svæði. Þar sem það er ókannað og dýpi sjávar á þessu svæði er í kringum 3 til 4 km. Stærð jarðskjálfta sem hafa mælst þarna er áætluð, en vegna fjarlægðar við SIL mælanetið þá er erfitt að segja til um raunverulega stærð þessara jarðskjálfta.

130502_2245
Jarðskjálftanir eiga sér stað þar sem græna stjarnan er. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Ég mældi stærstu jarðskjálftana á þeim jarðskjálftamælum sem ég er með á Íslandi. Stærstu jarðskjálftanir mældust á Skeiðflöt og í Heklubyggð. Mínar mælingar benda til þess að stærð þessara jarðskjálfta sé meiri en 3,0, en vegna fjarlægðar er ekki hægt að segja til um raunverlega stærð þessara jarðskjálfta.

130502.060800.sktz.psn
Jarðskjálftinn eins og hann kemur fram á jarðskjálftamælinum mínum á Skeiðflöt. Þessi mynd er undir Creative Commons leyfi. Sjá CC leyfi síðuna fyrir frekari upplýsingar.

Það er líklegt að fleiri jarðskjálftar hafi átt sér stað á þessu svæði, en vegna fjarlægðar þá mælast þeir ekki. Þann 2. Maí klukkan 03:56 mældist einnig minni jarðskjálfti á sömu slóðum. Ég veit ekki hvort að það er eldfjall á þessu svæði, ef það er raunin. Þá er þetta eldfjall óskráð og alveg óþekkt. Þarna geta hafa orðið fleiri jarðskjálftar án þess að þeir hafi mælst.

Jarðskjáltavirkni í Heklu, Öskju og Tjörnesbrotabeltinu

Það að styrkja mig hjálpar mér að reka þetta blogg og jarðskjálftamælanetið sem ég er með á Íslandi. Vefsíðan með jarðskjálftamælunum mínum er að finna hérna.

Eldstöðin Hekla

Í gær voru smáskjálftar í Heklu. Enginn þessara jarðskjálfta var stærri en 1,2 og voru með dýpið í kringum 8,4 km. Þessi jarðskjálftavirkni var í sprungusveim sem liggur frá Heklu til suðvesturs.

130424_0235
Jarðskjálftavirknin í Heklu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftavirkni hefur átt sér stað þarna í nokkur ár núna. Ég hef ekki hugmynd um hvað þessi jarðskjálftavirkni þýðir. Þetta gæti verið bara hefðbundin jarðskjálftavirkni og ekkert meira. Óvissustig hefur verið aflétt af Heklu síðan fljótlega eftir páska. Óvissustigi var aflétt vegna skorts á virkni í Heklu.

Eldstöðin Askja

Það hefur verið minniháttar jarðskjálftavirkni í Öskju síðustu daga. Enginn þeirra jarðskjálfta sem hefur mælst undanfarið hefur náð stærðinni 1,5. Dýpi þessara jarðskjálfta er í kringum 18 til 22 km. Dýpi þessara jarðskjálfta bendir til þess að þessir jarðskjálftar eigi upptök sín í kvikuhreyfingum frekar en jarðskorpuhreyfingum í Öskju.

130424_1440
Jarðskjálftar í Öskju. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Tjörnesbrotabeltið

Jarðskjálftavirkni heldur áfram á Tjörnesbrotabeltinu eftir stóru jarðskjálftahrinuna sem hófst þann 2. Apríl 2013. Jarðskjálftavirknin hefur ekki hætt, en dregið hefur úr jarðskjálftavirkninni umtalsvert á síðustu þrem vikum. Þó er jarðskjálftavirkni ennþá viðvarandi á Tjörnesbrotabeltinu.

130424_1650
Jarðskjálftavirkni á Tjörnesbrotabeltinu. Jarðskjálftavirknin er bundin við tvö svæði eins og staðan er núna. Ný virkni hefur einnig verið að eiga sér stað. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er vonlaust, í besta falli mjög erfitt að segja til um það hvað gerist á Tjörnesbrotabeltinu í framtíðinni. Mikil spenna er ennþá til staðar á Tjörnesbrotabeltinu þó svo að þar hafi átt sér stað jarðskjálftar undanfarnar vikur. Á þessari stundu er hinsvegar rólegt. Það gæti hinsvegar breyst skyndilega og án viðvörunar. Það er ómögurlegt að segja til um það hvenar virknina gæti tekið aftur upp á Tjörnesbrotabeltinu.

Minni jarðskjálftavirkni á Tjörnesbrotabeltinu

Í gær (9. Apríl 2013) hefur verið minni jarðskjálftavirkni á Tjörnesbrotabeltinu en undanfarna daga. Stærstu jarðskjálftarnir í gær voru með stærðina 4,0, 3,3 og 3,1. Auk tveggja jarðskjálfta sem voru með stærðina 3,0. Fjölmargir aðrir minni jarðskjálftar áttu einnig stað sér einnig stað í gær. Engin merki eru um það að eldvirkni sé til staðar á svæðinu eða á meðan jarðskjálftavirknin var sem mest.

130409_2345
Jarðskjálftavirknin á Tjörnesbrotabeltinu síðustu 48 klukkustundir. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftahrinunni á Tjörnesbrotabeltinu virðist ekki vera lokið. Þó svo að verulega hafi dregið úr virkninni síðasta sólarhringinn. Sérstaklega eftir að toppi virkninnar var náð í kjölfarið á jarðskjálftanum sem mældist með stærðina 5,5 fyrir rúmlega viku síðan. Oft þá stoppar jarðskjáltavirknin í svona hrinum alveg. Jafnvel yfir lengri tíma. Miðað við núverandi gögn. Þá virðist það vera raunin. Enda sýnist mér að þessi jarðskjálftahrina sé tengd jarðskjálftahrinunni sem varð fyrir utan Siglufjörð í Október 2012, og þá varð jarðskjálfti upp á 5,6 að stærð. Þá voru for-skjálftar til staðar eins og varð raunin núna í þessari jarðskjálftahrinu. Þessi virkni er hinsvegar að minnka núna í augnablikinu. Hversu lengi það mun vara er ómögulegt að segja til um á þessari stundu. Það er einnig vonlaust að segja til um það hvenær þessari jarðskjálftavirkni líkur á Tjörnesbrotabeltinu. Það ferli mun líklega taka marga mánuði í viðbót miðað við sögulegar heimildir um eldri jarðskjálftahrinur sem hafa átt sér stað á Tjörnesbrotabeltinu fyrr á öldum. Hvað svo sem gerist. Þá er eingöngu hægt að fylgjast með því og vona það besta.

Staða jarðskjálftahrinunar á Tjörnesbrotabeltinu klukkan 16:29

Hérna er stutt bloggfærsla um jarðskjálftahrinuna á Tjörnesbrotabeltinu. Líklegt er að þetta verði mjög löng jarðskjálftahrina eins og málin standa í dag (06.04.2013).

Jarðskjálftahrinan á Tjörnesbrotabeltinu heldur áfram eins og hefur verið síðustu sex daga. Stærstu jarðskjálftar síðustu 24 klukkustundirnar hafa verið jarðskjálftar með stærðina 3,5 og 3,2. Eldri jarðskjálftar hafa verið með stærðina 3,6 samkvæmt Veðurstofu Íslands. Þessi jarðskjálftahrina á Tjörnesbrotabeltinu er einstaklega flókin og því er mjög erfitt að segja til um það hvernig þessi hrina mun þróast á næstunni. Síðustu 48 klukkutíma hafa átt sér stað 309 jarðskjálftar. Jarðskjálftavirkni hefur farið minnkandi síðan jarðskjálftinn með stærðina 5,5 átti sér stað. Fljótlega eftir þann jarðskjálfta voru mældir meira en 500 jarðskjálftar yfir sama tímabil (48 klukkutíma).

130406_1420
Jarðskjálftahrinan á Tjörnesbrotabeltinu. Þetta eru jarðskjálftar síðustu 48 klukkustunda. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

130406_1420_trace
Yfirlit yfir fjölda jarðskjálfta á Tjörnesbrotabeltinu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftahrina er mjög flókin vegna þriggja þátta. Þarna er um að ræða þverbrotabelti með sniðgengi og siggengi. Auk þess er eldstöð þarna sem er mjög lítið þekkt og ekki með neina skráða gossögu svo ég viti til og er mjög lítið rannsökuð að auki. Þetta eldfjall er eingöngu þekkt vegna þess að gríðarmikið háhitasvæði er þarna til staðar, auk þess sem þær fáu rannsóknir sem hafa verið gerðar þarna hafa sýnt fram á nýleg hraunlög á svæðinu. Þessi eldstöð hefur ekki neitt nafn svo að ég viti til. Hitt er síðan að þarna er önnur eldstöð örlítið sunnar og gaus síðast árið 1868. Sú eldstöð er skráð og er hægt að nálgast upplýsingar um þá eldstöð hérna. Þessi eldstöð er oft kennd við Mánareyjar sem eru annað hvort hluti af þeirri eldstöð eða nærri þessari eldstöð.

Það er nauðsynlegt að taka það fram að upplýsingar um jarðskjálftahrinuna á Tjörnesbrotabeltinu eru stöðugt að breytast. Þar sem jarðskjálftahrinan er ennþá í gangi. Þrátt fyrir rólegan síðasta sólarhring. Þá er alveg eins víst að þessi jarðskjálftahrina muni taka sig upp aftur fljótlega. Þetta gildir sérstaklega um kort og upplýsingar um fjölda jarðskjálfta á svæðinu.

Vísindaleg gögn um Tjörnesbrotabeltið

img94
Einföld mynd sem sýnir helstu brotasvæði á Tjörnesbrotabeltinu. Höfundaréttur Veðurstofu Íslands / Hjörleif Sveinbjörnsson. Hægt er að sjá myndina í upprunalegu samhengi hérna.

1-s2.0-S0264370706000597-gr2
Örlítið nákvæmari mynd af Tjörnesbrotabeltinu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Agust Gudmundsson. Myndin er fengin úr vísindarannsókn sem heitir Infrastructure and evolution of ocean-ridge discontinuities in Iceland.

1-s2.0-S0040195107003794-gr1
Mynd sem sýnir þverbrotabelti á Tjörnesbrotabeltinu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Ragnar Stefansson, Gunnar B. Gudmundsson, Pall Halldorsson. Myndin er fengin úr rannsókn sem heitir Tjörnes fracture zone. New and old seismic evidences for the link between the North Iceland rift zone and the Mid-Atlantic ridge.

1-s2.0-S0025322701001724-gr2
Mynd sem sýnir í helstu atriðum þverbrotabelti á Tjörnesbrotabeltinu. Þarna koma einnig fram misgengi og sigdalir. Höfundaréttur að þessari mynd tilheyrir mörgum. Sjá lista í tengli hérna aftar. Myndin er fengin úr rannsókn sem heitir First observations of high-temperature submarine hydrothermal vents and massive anhydrite deposits off the north coast of Iceland.

Það borgar sig að fylgjast með þeirri jarðskjálftahrinu sem núna að eiga sér stað á Tjörnesbrotabeltinu. Þar sem ljóst má vera að þessu er ekki lokið. Jafnvel þó svo að virkni detti niður um skemmri eða lengri tíma á Tjörnesbrotabeltinu. Óljóst er hvaða áhrif þetta muni hafa á eldstöðina austan við Grímsey og síðan eldstöðina við Mánareyjar.

Upplýsingar um brotabelti

Hvað er þverbrotabelti og hvernig myndast það? (Vísindavefur HÍ)

Minniháttar kvikuinnskot í Bárðarbungu

Í gær (05.04.2013) varð minniháttar kvikuinnskot í eldstöðina Bárðarbungu. Þessu kvikuinnskoti fylgdu nokkrir minniháttar jarðskjálftar. Dýpi þessara jarðskjálfta var frá 18 til 26 km. Enginn þeirra jarðskjálfta sem varð náði stærðinni 1,0.

130405_2140
Jarðskjálftanir í Bárðarbungu eru appelsínugulir og sína vel hvar kvikuinnskotið átti sér stað. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Kvikuinnskot eiga sér stundum stað í Bárðarbungu. Án þess þó að þau þýði að þar muni gjósa fljótlega. Eins og er raunin núna í tilfelli þessa kvikuinnskots í Bárðarbungu.