Stór jarðskjálfti fyrir norðan

Rétt í þessu varð stór jarðskjálfti yfir norðan á Tjörnesbrotabeltinu. Nánari upplýsingar koma eftir smá stund. Ég er að giska á að stærðin sé 5,5 til 6,5 miðað við útslagið á jarðskjálftamælunum hjá mér. Hægt er að sjá jarðskjálftamælana hjá mér hérna.

Jarðskjálftahrina austan við Grímsey

Í dag klukkan 05:25 hófst jarðskjálftahrina austan við Grímsey. Jarðskjálftanir eiga sér stað á Tjörnesbrotabeltinu. Stærsti jarðskjálfti dagins náði stærðinni 2,8. Engir stærri jarðskjálftar hafa átt sér stað ennþá.

130331_1945
Jarðskjálftanir á Tjörnesbrotabeltinu núna í dag. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftar eru mjög algengir á þessu svæði og því er þetta ekki óvanaleg virkni. Þessir jarðskjálftar tengjast ekki neinni eldgosavirkni eða eldfjalli svo að ég viti til. Ef eitthvað meiriháttar gerist. Þá mun ég setja inn bloggfærslu um það eins fljótt og hægt er.

Djúpir jarðskjálftar í Öskju og Kverkfjöllum

Í dag voru djúpir jarðskjálftar í Kverkfjöllum og Öskju. Enginn þessara jarðskjálfta náði stærðinni 1,0. Dýpi þessara jarðskjálfta var á bilinu 22 til 24 km. Upptök þessara jarðskjálfta voru innan í eldstöðvunum sjálfum og tengjast því einhverjum kvikuhreyfingum.

130331_1700
Jarðskjálftanir í Öskju og Kverkfjöllum. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Upplýsingar um Kverkfjöll. Upplýsingar um Öskju.

Það er vonlaust að segja til um það hvað er að gerast í Öskju eða Kverkfjöllum. Þetta eru virkar eldstöðvar og því ber að horfa á málin frá því sjónarhorni.

Jarðskjálftar fyrir norðan Kolbeinsey

Í dag klukkan 17:32 varð jarðskjálfti með stærðina 4,4 fyrir norðan Kolbeinsey. Þessi jarðskjálfti varð á svæði sem er umtalsvert langt frá landi og því er erfitt að segja til um það hvar er í gangi þarna. Nokkrir eftirskjálftar fylgdu þessum jarðskjálfta og komu vel fram á jarðskjálftamælinum mínum fyrir norðan. Hægt er að skoða jarðskjálftamælavefsíðuna mína hérna. Hægt er að frá frekari upplýsingar um jarðskjálftan á vefsíðu EMSC hérna.

310421.regional.svd.29.03.2013.m4.4
Kort EMSC sýnir ágætlega hvar jarðskjálftinn átti upptök sín. Það er ekki útlokað að í þessu korti sé að finna skekkju. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir EMSC.

Veðurstofa Íslands mældi einnig þessa jarðskjálftahrinu. Þó er erfitt að staðsetja hana nákvæmlega vegna fjarlægðar frá SIL mælanetinu. Slíkt gerir erfiðara að staðsetja jarðskjálftana og ákvarða dýpi þeirra.

130329_2050
Jarðskjálftanir fyrir norðan Kolbeinsey. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Ég veit ekki hvað er að gerast þarna vegna fjarlægðar frá landi. Eins og stendur er þetta bara jarðskjálftahrina. Ef þarna verður eldgos. Þá mun enginn taka eftir því. Þar sem dýpið þarna er í kringum 3 til 4 km þar sem dýpst er. Af þeim sökum mun líklega ekkert sjást á yfirborði sjávar ef þarna fer að gjósa þarna.

Jarðskjálftahrina á reykjaneshrygg

Í dag klukkan 10:51 UTC byrjaði jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg. Þessi jarðskjálftahrina var rúmlega 850 km frá Reykjavík og því fannst hún ekki á landi. Vegna fjarlægðinar frá landi er ómögurlegt að segja nákvæmlega hvað er að eiga sér stað á þessu svæði. Aðeins stærstu jarðskjálftanir mælast á mælanetum USGS og EMSC. Stærð jarðskjálftana var frá 4,6 til 4,8 samkvæmt ESMC. Dýpið var í kringum 10 km samkvæmt EMSC. Sú mæling er þó hugsanlega ekki nákvæm.

308986.regional.svd.20.03.2013
Jarðskjálftinn á Reykjaneshrygg. Þetta er stærsti jarðskjálftinn sem mældist. Hann er með stærðina 4,8 samkvæmt mælingu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir EMSC.

Dýpið þarna er í kringum 2 til 3 km. Þannig þó svo að þarna væri eldgos. Þá mundi það alls ekki sjást á yfirborði sjávar. Frekari upplýsingar um stærsta jarðskjálftan er að finna hérna á vefsíðu ESMC.

Jarðskjálftahrinan í Skjaldbreið eykst

Jarðskjálftahrinan sem hófst í gær í Skjaldbreið hefur verið að aukast núna í nótt og dag. Þó ekki í styrkleika þeirra jarðskjálfta sem eiga sér stað. Heldur í fjölda þeirra jarðskjálfta sem þarna eiga sér stað. Hingað til hefur enginn jarðskjálfti farið yfir stærðina 2.0. Hvort að breyting á stærð jarðskjálfta þarna og jarðskjálftahrinunni sjálfri er erfitt að segja til um á þessari stundu.

130317_1610
Jarðskjálftahrinan í Skjaldbreið. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er erfitt að segja til um þróun þessar jarðskjálftahrinu, en stærri jarðskjálftar á þessu svæði eru ekki útilokaðir. Sérstaklega þar sem þetta svæði er þekkt fyrir talsverða jarðskjálftavirkni á tímabilum. Það er ennfremur möguleiki á því að engir frekari jarðskjálftar muni eiga sér stað þarna núna. Það er þó ómögurlegt að segja nákvæmlega til um það eins og áður segir.

Minniháttar jarðskjálftahrina í Skjaldbreið

Í nótt hófst minniháttar jarðskjálftahrina í Skjaldbreið (líklega hluti af Presthnjúkar eldstöðinni). Þetta er mjög lítil jarðskjálftahrina. Stærst jarðskjálftinn hingað til er eingöngu með stærðina 1,9. Óróagröf Veðurstofu Íslands hinsvegar benda til þess að fleiri minni jarðskjálftar eigi sér stað þarna en þeir koma ekki inn á sjálfvirka kerfi Veðurstofunar vegna skorts á jarðskjálftamælum á þessu svæði.

130316_1600
Jarðskjálftahrinan í Skjaldbreið. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

asb.svd.16.03.2013.16.08.utc
Óróagraf Veðurstofu Íslands sem bendir til að fleiri jarðskjálftar eigi sér stað án þess að þeir komi fram. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er erfitt að segja til um þróun þessar jarðskjálftahrinu. Nú þegar hefur þessi jarðskjálftahrina stoppað í nokkra klukkutíma áður en næsti jarðskjálfti kom fram. Jarðskjálftavirkni er algeng á þessu svæði. Þar sem þetta svæði er á plötuskilunum milli evrasíuflekans og ameríkuflekans.

Jarðskjálftahrina á Tjörnesbrotabeltinu í nótt (10.03.2013)

Í nótt (10.03.2013) hófst jarðskjálftahrina á Tjörnesbrotabeltinu. Fyrsti jarðskjálftinn í þessari hrinu var með stærðina 3,8 og fannst vel í næsta nágrenni við upptökin samkvæmt fréttum. Í kjölfarið fylgdu svo í kringum 20 eftirskjálftar. Flest allir minni en 2,0 að stærð.

130310_1510
Upptök jarðskjálftahrinunar. Stjarnan er jarðskjálftin upp á 3,8. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

130310_1510_mag_trace
Þessi hérna myndir sínir vel hvernig jarðskjálftahrinan hófst og stærðir jarðskjálftana. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

bhrz.svd.15.30.utc.10.03.2013
Jarðskjálftin með stærðina 3,8 eins og hann kom fram á jarðskjálftamæli hjá mér. Þessi myndir er undir CC leyfi. Það er frjálst að nota þessa mynd svo lengi sem höfundar er getið.

Sá jarðskjálftamælir sem ég er með fyrir norðan mældi þennan jarðskjálfta mjög vel. Það er hægt að skoða vefsíðuna sem sýnir gögn frá jarðskjálftamælum hérna. Það er erfitt að spá nákvæmlega til um hvað muni gerast næst þarna. Frekari jarðskjálftavirkni er þó ekki útilokuð. Tjörnesbrotabeltið er mjög virkt jarðskjálftasvæði almennt séð og því ætti frekari jarðskjálftavirkni þarna ekki að koma á óvart.

Djúpir jarðskjálftar í Tungnafellsjökli

Í dag klukkan 13:19 til 13:21 áttu sér stað djúpir jarðskjálftar í Tungnafellsjökli. Þessir jarðskjálftar voru ekki stórir og sá stærsti var með stærðina 1,4 samkvæmt Veðurstofu Íslands. Dýpsti jarðskjálftinn í þessari jarðskjálftahrinu var með dýpið 28 km, en minnst var dýpið 18,7 km. Þetta dýpi bendir til þess að þarna hafi átt sér kvikuinnskot inn í eldstöðina Tungnafellsjökul. Hvað það þýðir til lengri tíma er hinsvegar vont að segja til um nákvæmlega á þessari stundu.

130303_1655
Jarðskjálftahrinan í Tungnafellsjökli. Jarðskjálftanir eru þar sem rauðu punktanir eru á kortinu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er erfitt að segja til um það hvað er að gerast í Tungafellsjökli eins og er. Það er þó ljóst að eldgos er líklega ekki yfirvofandi í þessari eldstöð á þessari stundu. Hvort að það breytist í framtíðinni veit ég ekki. Það hefur aldrei gosið í Tungnafellsjökli á sögulegum tíma svo vitað sé. Það þýðir að mun erfiðara verður að spá fyrir um hvað gerist í eldstöðinni ef núverandi þróun heldur áfram eins og reikna má með. Ljóst er þó að mun meiri virkni þarf að koma fram í Tungafellsjökli en það sem núna er til staðar áður en til eldgoss kemur. Vont veður á Íslandi fram á föstudag þýðir að erfitt verður að mæla jarðskjálfta sem munu eiga sér stað þarna (ef einhverjir verða). Sérstaklega ef um er að ræða mjög litla jarðskjálfta í þessari eldstöð. Það er mjög lítill jökull á Tungnafellsjökli og þessi eldstöð er langt frá byggð. Þannig að ef til eldgoss kemur. Þá ætti tjón af völdum slíks að vera í algeru lágmarki.

Áhugaverð jarðskjálftavirkni í suðurenda kötluöskjunnar

Það hefur áhugaverð jarðskjálftavirkni átt sér stað við suðurenda kötluöskjunnar undanfarið (eldstöðin Katla upplýsingar á ensku). Þessi jarðskjálftahrina er á svæði sem byrjaði að verða virkt eftir minniháttar eldgosið í Kötlu í Júlí 2011. Hvað veldur þessari jarðskjálftavirkni er ekki alveg vitað ennþá. Helsta tilgátan er sú að þarna sé um að ræða kvikuinnskot sem hafi náð þarna upp á grunnt dýpi. Eins og er það þó ósannað eins og er.

130302_1905
Jarðskjálftavirknin í suðurenda kötluöskjunnar. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftanir sem þarna hafa átt sér stað eru mjög litlir. Stærðin er í kringum 0,0 til 0,5 í mesta lagi. Dýpi þessara jarðskjálfta er í kringum 1 km til 0,1 km (100 metrar). Þannig að ljóst er að hvað sem er í jarðskorpunni á þessu svæði er komið mjög grunnt upp. Það þarf þó ekki að þýða að eitthvað muni gerast á þessu svæði á næstunni. Eldfjöll eru til alls líkleg og það er vonlaust að spá til um hegðun þeirra í flestum tilfellum til lengri tíma. Hinsvegar er líklegt að þetta sé merki um að meiri virkni muni líklega hefjast í Kötlu fljótlega (miðað við eldri gögn). Þó er vonlaust að segja til um það með einhverri vissu á þessari stundu. Þar sem það er alveg eins líklegt að ekkert gerist í Kötlu. Enda er engin vissa um það hvað muni gerast í Kötlu þótt þarna sé einhver smá virkni að eiga sér stað núna.