Jarðskjálftahrina á Reykjanesskaga og Reykjaneshrygg

Í dag (15-Október-2013) klukkan 01:43 hófst ný jarðskjálftahrina á Reykjanesskaga og Reykjaneshrygg. Þessi jarðskjálftahrina er ennþá mjög lítil og hefur stærsti jarðskjálftinn eingöngu haft stærðina 2,5. Þessi jarðskjálftahrina er í gangi þessa stundina, þó svo að mjög hafi dregið úr virkninni síðustu klukkutímana.

131015_2050.2
Jarðskjálftahrinan á Reykjanesskaga. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

131015_2050
Jarðskjálftahrinan á Reykjaneshrygg. Rétt fyrir utan ströndina. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þetta svæði á Reykjanesinu hefur undanfarið séð talsverða jarðskjálftavirkni síðustu daga og það er líklegt að frekari jarðskjálftar muni eiga sér stað á næstu dögum til mánuðum á þessu svæði.