Jarðskjálftahrina í Eyjafjallajökli

Í dag (10-Október-2013) varð minniháttar jarðskjálftahrina í Eyjafjallajökli. Þetta var mjög lítil jarðskjálftahrina og enginn jarðskjálftinn náði stærðinni 2,0. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 1,0 og á dýpinu 4,3 km. Það hafa ekki komið fram nein merki þess að eldgos sé að fara hefjast í Eyjafjallajökli, og það hafa heldur ekki komið fram nein merki þess að ný kvika sé farin að streyma inn í Eyjafjallajökul. Hugsanlegt er að þetta sé gömul kvika sem er á ferðinni hérna, það er þó erfitt að vera viss um það eins og er. Ef þetta er gömul kvika og ef þetta nær upp á yfirborðið þá verða í mesta lagi sprengingar. Það er hinsvegar ekkert víst að slíkt muni gerast og ekkert bendir til þess eins og er að slíkt sé að fara gerast.

131010_1940
Jarðskjálftahrinan í Eyjafjallajökli. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Ástæða þess að svona litlir jarðskjálftar mælast núna í Eyjafjallajökli er sú að SIL mælanetið er orðið mun þéttara í kringum Eyjafjallajökli en var fyrir eldgosið árið 2010. Það þýðir að mun minni jarðskjálftar eru að mælast núna en árið 2010. Á þessari stundu eru þetta ekkert nema jarðskjálftar og ég reikna ekki með neinum frekari atburðum í kjölfarið á þessari jarðskjálftahrinu. Það gæti þó breyst með skömmum fyrirvara ef frekari breytingar verða á Eyjafjallajökli á næstunni.

Eldgosið árið 2010.
Eldgosið árið 1821 – 1823.