Jarðskjálftahrina í Torfajökli

Í dag (10-Október-2013) varð minniháttar jarðskjálftahrina í Torfajökli. Stærsti jarðskjálfti þessar hrinu var með stærðina 2,2 og dýpið var 0,4 km. Jarðskjálftahrinur eru algengar í Torfajökli og boða líklega ekkert sérstakt.

131010_1940
Jarðskjálftahrinan í Torfajökli (norðan Mýrdalsjökuls). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er möguleiki á því að frekari jarðskjálftavirkni muni eiga sér stað á þessu svæði næstu daga og vikur. Það er ólíklegt að sú virkni muni verða stærri en sú jarðskjálftahrina sem átti sér stað í dag.