Jarðskjálftar suður af Heklu

Í nótt (08-Október-2013) klukkan 04:49 varð jarðskjálfti með stærðina 1,9 sunnan við eldstöðinni Heklu, dýpi þessa jarðskjálfta var 7,3 km. Annar jarðskjálfti átti sér stað klukkan 04:59 og var stærð þess jarðskjálfta 0,8 og var með dýpið 5,8 km. Líklegar ástæður fyrir þessum jarðskjálfta eru þrýstibreytingar í eldstöðvakerfi Heklu.

131008_1615
Jarðskjálftanir fyrir sunnan Heklu síðustu nótt. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það hefur verið óvenjulega mikil jarðskjálftavirkni í Heklu undanfarið og eru ástæður þess ekki ljósar eins og stendur. Það er hinsvegar nauðsynlegt að benda á þá staðreynd að í kringum Heklu eru núna fleiri SIL stöðvar en áður, og það þýðir að fleiri jarðskjálftar eru að mælast núna en á undanförnum árum. Það eru ekki nein merki þess að eldgos sé að fara hefjast í Heklu á þessari stundu, eldstöðin er ennþá róleg eins og hún hefur verið síðustu 13 árin.