Dregur úr jarðskjálftahrinunni á Tjörnesbrotabeltinu

Í dag (03-Október-2013) hefur heldur dregið úr jarðskjálftahrinunni á Tjörnesbrotabeltinu. Jarðskjálftahrinan hefur haldið áfram eins og undanfarna viku, stærsti jarðskjálftinn í dag var með stærðina 3,5 og dýpi þessar jarðskjálftahrinu hefur verið í kringum 5 til 15 km. Jarðskjálfti með stærðina 3,1 átti sér einnig stað í dag. Þessari jarðskjálftar fundust á Siglufirði, Ólafsfirði og Dalvík.

MynniEyjafj2013.svd.03-October-2013
Stærstu jarðskjálftanir í þessari jarðskjálftahrinu. Hægt er að sjá myndina í upprunalegu samhengi hérna á vef Veðurstofu Íslands. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þó svo að dregið hafi úr jarðskjálftahrinunni þá er jarðskjálftahrinan ennþá í gangi. Það getur verið að aðeins hafi dregið tímabundið úr jarðskjálftahrinunni eða þá að þessi jarðskjálftahrina er að fjara út eins og er. Það er ekki ljóst hvað er raunin hérna en það mun koma í ljós með tímanum hvað gerist næst á Tjörnesbrotabeltinu.

131003_2125
Jarðskjálftahrinan í dag á Tjörnesbrotabeltinu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það eru ekki nein merki þess að kvika hafi náð til yfirborðs í kjölfarið á þessari jarðskjálftahrinu. Það er einnig ennþá óljóst hvort að kvikuinnskot hafi verið valdur að þessari jarðskjálftahrinu á Tjörnesbrotabeltinu.