Jarðskjálftahrina á Tjörnesbrotabeltinu austur af Grímsey

Í gær (09-Júní-2017) varð jarðskjálftahrina á Tjörnesbrotabeltinu og varð þessi jarðskjálftahrina austan við Grímsey. Þetta var ágætlega stór jarðskjálftahrina talið í fjölda jarðskjálfta en enginn sérstaklega stór jarðskjálfti kom fram í þessari jarðskjálftahrinu. Stærstu jarðskjálftarnir voru með stærðina 2,2 og 2,1. Aðrir jarðskjálftar sem urðu eru minni að stærð og ég held að í kringum 40 jarðskjálftar hafi átt sér stað.


Jarðskjálftahrinan austur af Grímsey á Tjörnesbrotabeltinu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það virðist sem að þessi jarðskjálftahrinu sé lokið en á þessu svæði Tjörnesbrotabeltins hefur verið aukin jarðskjálftavirkni undanfarnar vikur. Það er ekki hægt að segja til um það hvort að þessi jarðskjálftavirkni mun halda svona áfram eða ekki.

Jarðskjálftavirknin austur af Flatey er ennþá í gangi og er núna að komast í fimmtu eða sjöttu viku núna. Ekkert bendir til þess að það sé farið að draga úr þessari jarðskjálftahrinu ennþá.

Jarðskjálftahrina í Krýsuvík

Í gær (08-Júní-2017) og í dag (09-Júní-2017) hefur verið jarðskjálftahrina í Krýsuvík. Þessi jarðskjálftavirkni virðist ekki tengjast eldstöðinni þó svo að hún verði þar, hérna er frekar um að ræða jarðskjálftavirkni vegna reks sem er algengt á Reykjanesskaga.


Jarðskjálftahrinan í Krýsuvík. Höfundaréttu þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn sem hefur komið fram hingað til var með stærðina 2,6 og annar stærsti jarðskjálftinn sem kom fram var með stærðina 2,0. Aðrir jarðskjálftar sem hafa komið fram voru minni að stærð. Jarðskjálftavirknin er ennþá í gangi en það dró úr henni í nokkra klukkutíma og er jarðskjálftavirknin aftur farin að aukast á ný.

Djúpir jarðskjálftar í Trölladyngju

Í dag (08-Júní-2017) komu fram djúpir jarðskjálftar í Trölladyngju. Þessi jarðskjálftahrina er á minna dýpi en aðrir jarðskjálftar og jarðskjálftavirkni sem hefur áður komið fram í Trölladyngju á undanförnum mánuðum. Fyrir nokkrum mánuðum síðan voru jarðskjálftar að koma fram á 28 km dýpi í Trölladyngju en það hefur núna breyst. Í dag komu fram jarðskjálftar á dýpinu 18,6 km og niður á 23,3 km dýpi en þetta þýðir að kvika er á ferðinni undir Trölladyngju og er farin að leita upp. Í Nóvember-2015 kom fram jarðskjálftavirkni rétt fyrir utan Trölladyngju en sú virkni var á 15 til 18 km dýpi en var ekki beint undir Trölladyngju eins og nú er. Ég skrifaði grein um þá virkni og er hægt að lesa hana hérna. Þarna hefur verið önnur jarðskjálftavirkni en yfirleitt í forminu einn til tveir jarðskjálftar í hvert skipti og ég hef ekki skrifað um slíka smávirkni.


Jarðskjálftavirknin í Trölladyngju sem er staðsett norð-austur af Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Síðasta eldgos í Trölladyngju samkvæmt GVP (undir eldgosavirkni í Bárðarbungu) var fyrir 7000 árum síðan. Síðan þá hefur ekki verið nein önnur eldgosavirkni í Bárðarbungu eftir því sem best er vitað. Það hafa verið fleiri eldgos í Dyngjuhálsi en ég held að það svæði sé undir 200 metra jökli og þar eru einnig mjög djúpir jarðskjálftar að eiga sér stað þessa dagana. Það er óljóst hvað er að gerast á þessu svæði og það mun hugsanlega koma í ljós einn daginn.

Minniháttar jarðskjálftahrina í Költu

Í dag (03-Júní-2017) varð lítil jarðskjálftahrina í Kötlu. Þetta var mjög lítil jarðskjálftahrina og enginn af þeim jarðskjálftum sem varð hefur náð stærðinni 2,0. Miðað við staðsetningar og dýpi þessara jarðskjálfta þá er líklegt að þarna sé kvika á ferðinni, mesta dýpi sem kom fram var 16,1 km.


Jarðskjálftavirkni í Kötlu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það hefur dregið aftur úr jarðskjálftavirkni í Kötlu í augnablikinu. Í Júní hefst hinsvegar sumar jarðskjálftavirknin í Kötlu og á næstu vikum mun jarðskjálftavirkni væntanlega aukast í Kötlu og gera það fram í Desember þegar aftur fer að draga úr jarðskjálftavirkninni.

Tvær jarðskjálftahrinur í dag (02-Júní-2017)

Í dag (02-Júní-2017) hafa tvær jarðskjálftahrinur verið í gangi.

Vestara brotabeltið

Á jaðri svæðis sem ég kalla persónulega Vestara brotabeltið hefur lítil jarðskjálftahrina verið í gangi í dag og síðustu daga. Þetta brotabelti er á milli Langjökuls og Snæfellsnes og síðan Snæfellsnes og upp að Táknafirði þar sem það endar. Stundum verða jarðskjálftar þarna með stærðina 5,5.


Jarðskjálftahrinan vestan við Langjökul. Enginn af þeim jarðskjálftum sem hafa komið fram hingað til hafa náð stærðinni 2,0. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Herðubreið – Herðubreiðartögl

Í dag hefur einnig verið jarðskjálftahrina í Herðubreið og Herðubreiðartöglum. Þetta hefur ekki verið mjög stór jarðskjálftahrina og ég held að enginn jarðskjálfti hafi náð stærðinni 2,0 eins og staðan er í núna. Þessi jarðskjálftahrina er ennþá í gangi þannig að stærðir jarðskjálfta er líkleg til þess að breytast.


Jarðskjálftahrinan í Herðubreið og Herðubreiðartöglum í dag. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er vitað að kvika er þarna undir og er að teygja sig hægt og rólega í áttina að þessu svæði en það er ekkert sem bendir til þess að kvikan sé farin að nálgast yfirborðið og flest bendir til þess að kvikan sé ennþá á 10 til 15 km dýpi. Jarðskjálftahrinur á þessu svæði vara stundum hátt í tvær vikur á þessu svæði.

Vikuleg jarðskjálftahrina í Bárðarbungu (01-Júní-2017)

Í dag (01-Júní-2017) varð jarðskjálftahrina í Bárðarbungu. Þessi jarðskjálftahrina var á hefðbundum stað í norð-austur hluta öskju Bárðarbungu. Það komu fram tveir jarðskjálftar með stærðina 3,2 og einn jarðskjálfti með stærðina 3,6. Aðrir jarðskjálftar sem urðu voru smærri að stærð.


Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu í dag (01-Júní-2017). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu er núna farin að nálgast það að vera vikuleg aftur, yfirleitt verður einn jarðskjálfti en yfirleitt koma fram nokkrir jarðskjálftar í einu og þá eru þeir flestir stærri en 3,0 að stærð. Hvað þessi aukna virkni þýðir er óljóst á þessari stundu.

Jarðskjálfti langt austur af Íslandi

Í dag (30-Maí-2017) skráði Veðurstofa Íslands jarðskjálfta með stærðina 3,8 rúmlega 370 km austur af Íslandi. Þessi jarðskjálfti er skráður á svipaða svæði og aðrir jarðskjálftar sem mældust á sama svæði fyrir nokkrum dögum síðan. Hugsanlegt er að staðsetningin sé ekki nákvæm vegna fjarlægðar jarðskjálftans frá SIL mælaneti Veðurstofu Íslands. Þessi jarðskjálfti hefur ekki verið skráður af EMSC.


Græna stjarnan sýnir staðsetningu jarðskjálftans langt austur af Íslandi. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þarna virðist eiga sér stað innanflekajarðskjálftavirkni sem gerist stundum. Á Íslandi gerist þetta einnig stöku sinnum, síðasta stóra jarðskjálftahrina varð við Djúpavík á Ströndum árið 2006 og varði í rúmlega eina og hálfa viku. Hvað er að gerast þarna djúpt austur af Íslandi er að mestu leiti óþekkt vegna fjarlægðar frá mælaneti Veðurstofu Íslands og eingöngu stærstu jarðskjálftarnir mælast á mælaneti Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu (27-Maí-2017)

Í dag (27-Maí-2017) klukkan 09:36 varð jarðskjálfti með stærðina 3,6 í Bárðarbungu. Dýpi þessa jarðskjálfta var í kringum 7 km. Það komu fram aðrir jarðskjálftar í þessari jarðskjálftahrinu en þeir voru allir minni að stærð.


Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu, græna stjarnan sýnir staðsetningu jarðskjálftans með stærðina 3,9. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Samkvæmt tilkynningu frá Almannavörnum þá er ennþá mikill hiti í Bárðarbungu, þá sérstaklega í öskjubarminum og bendir það til þess að Bárðarbunga sé ekki ennþá farin að kólna eftir eldgosið í Holuhrauni. þessi mikla virkni bendir til þess að líklega sé núverandi eldgosatímabili í Bárðarbungu sé ekki lokið og hugsanlegt að langt sé í að því ljúki.

Jarðskjálftahrina ~338 kílómetra austur af Íslandi

Síðustu 24 klukkutímana hefur líklega verið jarðskjálftahrina rúmlega 338 kílómetra austur af Íslandi. Aðeins tveir jarðskjálftar hafa mælst og voru þeir með stærðina 3,1 og 3,2 en vegna fjarlægðar þá hafa ekki aðrir jarðskjálftar mælst.


Jarðskjálftavirknin sem er austur af Íslandi. Þessi jarðskjálftavirkni er svo langt frá Íslandi að hún er í raun nær Færeyjum en Íslandi. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Ég hef afskaplega litla þekkingu hvað er á þessu svæði. Þarna norðar er hinsvegar Ægishryggur (Wikipedia á ensku) sem er kulnað eldgosahryggur og rekbelti. Þessi jarðskjálftavirkni er fyrir utan þann hrygg en ekki mjög langt. Það er mjög líklegt að þessi jarðskjálftavirkni sé innanfleka-jarðskjálftavirkni sem verður einstaka sinnum á svona svæðum, sérstaklega þar sem þetta svæði hefur ekki verið virkt í milljónir ára samkvæmt rannsóknum.

Jarðskjálftahrina í Kolbeinsey

Í gær (24-Maí-2017) og aðfaranótt 25-Maí-2017 var jarðskjálftahrina í Kolbeinsey. Stærstu jarðskjálftanir voru með stærðina 3,6 (tveir þannig) og síðan stærðina 3,5 en aðrir jarðskjálftar sem urðu voru minni að stærð. Enginn órói kom fram þegar þessir jarðskjálftar áttu sér stað en það útilokar ekki þann möguleika að kvikuinnskot hafi átt sér stað þarna. Hafi kvikuinnskot átt sér stað þarna, þá náði það ekki til yfirborðs. Kolbeinsey er langt frá jarðskjálftamælaneti Veðurstofu Íslands og er næsta SIL stöð í rúmlega 25 km fjarlægð en mun lengra er í næstu SIL stöðvar. Þessi fjarlægð gerir mjög erfitt að fylgjast með þessum jarðskjálftum og sjá hvað er að gerst en líklega mundi gosóri koma fram á jarðskjálftamælinum í Grímsey.


Grænu stjörnunnar sýna hvar jarðskjálftahrinan í Kolbeinsey varð. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Síðasta eldgos á þessu svæði varð árið 1755 en ekki er vitað nákvæmlega hvar það varð, síðasta eldgos sem vitað er hvar varð með einhverri vissu átti sér stað árið 1372 og varð norð-vestur af Grímsey. Það bendir til þess að eldstöðvarkerfi Kolbeinseyjar fari í áttina að Grímsey. Þessa stundina er engin mælanleg jarðskjálftavirkni í Kolbeinsey.