Sterk jarðskjálftahrina í Krýsuvík

Í gær varð (29-Maí-2015) sterk jarðskjálftahrina í Krýsuvík. Stærsti jarðskjálftinn hafði stærðina 4,0. Það varð einnig minni jarðskjálfti með stærðina 3,1 í Krísuvík.

150529_2235
Græna stjarnan sýnir jarðskjálftana með stærðina 4,0 og 3,1. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Aðrir jarðskjálftar í þessari hrinu voru minni, samtals mældust 97 jarðskjálftar í þessari hrinu. Jarðskjálftahrinur eru algengar í Krýsuvík vegna þess að undanfarin ár hefur eldstöðin verið að þenja sig út og minnka til skiptis. Ég veit ekki hvort að það var tilfellið núna þar sem jarðskjálftahrinur vegna reks á svæðinu eru einnig mjög algengar á Reykjanesinu og Reykjaneshrygg.

hkbz.svd.30.05.2015.at.01.21.utc
Jarðskjálftahrinan eins og hún kom fram á jarðskjálftamælinum mínum í Heklubyggð. Þessi myndir er undir CC leyfi. Vinsamlegast lesið CC leyfi síðuna fyrir frekari upplýsingar.

Ný jarðskjálftahrina af djúpum jarðskjálftum í Kötlu

Í morgun (20-Maí-2015) urðu djúpir jarðskjálftar í Kötlu. Jarðskjálftavirknin sem þarna átti sér stað bendir til þess að kvika hafi verið á ferðinni á mjög miklu dýpi.

150520_1900
Jarðskjálftahrinan í Kötlu er á stað mjög nærri þeim stað þar sem eldgosið 1918 átti sér stað. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Dýpsti jarðskjálftinn í þessari hrinu var með dýpið 28,9 km. Minnsta dýpi sem mældist var 17,3 km. Á þessu dýpi er það eingöngu kvika sem býr til jarðskjálfta. Á Íslandi er ekki mikið um jarðskjálfta vegna spennubreytinga í á þessu dýpi sem eiga ekki upptök sín kvikuhreyfingum. Slíkir jarðskjálftar gerast en eru mjög sjaldgæfir. Það er nauðsynlegt að fylgjast með þessari virkni í Kötlu þar sem hugsanlegt er að þessir jarðskjálftar boði breytingar á eldstöðinni. Það er engin leið að staðfesta að svo sé í raun. Á þessari stundu er ekkert sem bendir til þess að eldgos muni hefjast í Kötlu á næstu dögum. Þessari jarðskjálftahrinu virðist vera lokið.

Viðvörun frá Almannavörnum vegna niðurdælingar á vatni í Henglinum

Í gær (19-Maí-2015) sendu Almannavarnir frá sér viðvörun vegna hugsanlegar jarðskjálftahættu í Henglinum. Þetta gerist þegar afgangsvatni er dælt niður í jörðina. Það veldur þrýstibreytingum í jarðskorpunni á þessu svæði sem síðan veldur jarðskjálftum. Það er hætta á jarðskjálftum með stærðina 4,5 og stærri. Niðurdælingu mun líklega ljúka þann 19-Júní-2015.

Fréttir af þessu

Vara við jarðskjálftum á Hengilssvæðinu (Rúv.is)
Niðurdæling vegna hitamengunar að hefjast (Rúv.is)

Jarðskjálftavirkni í Öskju

Í þessari viku (vika 18) hefur verið talsvert um jarðskjálfta í Öskju. Allir þeir jarðskjálftar sem hafa átt sér stað hafa verið litlir og ekki farið yfir stærðina 2,0 eftir því sem ég kemst næst.

150502_1850
Jarðskjálftavirkni í Öskju (neðst á myndinni). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er ekkert sem bendir til þess að núverandi jarðskjálftavirkni í Öskju sé vegna kvikuhreyfinga í eldstöðinni. Þetta virðist frekar vera vegna breytinga í jarðhita sem þarna eru að eiga sér stað vegna aukinnar kviku innan í eldstöðinni, en þessi aukna kvika hitar upp það grunnvatn sem er inní eldstöðinni og jarðlögum. Aukin hveravirkni og jarðhiti hefur verið skráð áður en eldgos hófust áður fyrr. Það sem er óljóst er hversu lengi þetta ferli varir, þar sem skráning á slíkum atriðum er ekki örugg eða góð eftir því sem ég kemst næst.

Askja hóf að undirbúa eldgos árið 2010 en eins og staðan er í dag þá er ekkert sem bendir til þess að eldgos sé yfirvofandi. Það er hinsvegar óljóst hvort að þrýstingur frá Bárðarbungu hafi breytt einhverju í Öskju og aukið hættuna á eldgosi.

Nýtt kvikuinnskot í Kötlu

Í gær (01-Maí-2015) átti sér stað lítið kvikuinnskot í eldstöðinni Kötlu. Þetta kvikuinnskot hafði dýpið 26,9 km til 18,5 km. Stærstu jarðskjálftarnir sem fylgdu þessi kvikuinnskoti höfðu stærðina 2,0.

150501_1820
Jarðskjálftahrinan í Kötlu. Höfundaréttur að þessari mynd tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þetta kvikuinnskot þýðir ekki að eldgos sé yfirvofandi í Kötlu. Hinsvegar miðað við fyrri hegðun eldfjallsins þá er ljóst að þetta er þróun í Kötlu sem þarf að fylgjast með. Það er möguleiki á því að þessi virkni hætti en það er engin leið til þess að vita það fyrir víst. Það eina sem hægt er að gera er að bíða og sjá hvað gerist.

Athugun með Grímsvötn

Ég hef tekið eftir því að jarðskjálftavirkni hefur verið að aukast undanfarið í Grímsvötnum. Það bendir til þess að eldstöðin sé að verða tilbúin fyrir næsta eldgos. Síðustu eldgos í Grímsvötnum voru árin 2011, 2004, 1998 …osfrv. Það er ekki hægt að vita hvenær eða hversu stórt næsta eldgos verður í Grímsvötnum.

Kvikuinnskot í Bárðarbungu

Í dag (30-Apríl-2015) varð lítið kvikuinnskot í Bárðarbungu. Þetta kvikuinnskot var lítið og lítur út fyrir að vera lokið núna. Þetta sýnir að ennþá er talsverð virkni í Bárðarbungu þó svo að eldgosinu í Holuhrauni hafi lokið fyrir talsverðu síðan.

150430_1845
Kvikuinnskotið í Bárðarbungu. Það eru þrír jarðskjálftar sem eru appelsínugulir og síðan einn rauður depill á myndinni. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn í þeirri jarðskjálftahrinu sem fylgdi þessu kvikuinnskoti var með stærðina 2,1. Dýpi þessara jarðskjálfta var frá 17 km og upp að 5,3 km. Það er ekkert sem bendir til þess að þetta kvikuinnskot hafi náð til yfirborðs og enginn órói kom fram þegar kvikuinnskotið átti sér stað. Það er hætta á frekari kvikuinnskotum í Bárðarbungu á næstu mánuðum og árum. Önnur jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu er vegna þess að eldstöðin seig 62 metra þegar eldgosið í Holuhrauni átti sér stað og það hefur breytt spennunni í jarðskorpunni á þessu svæði. Sú rekhrina sem er hafin á þessu svæði er ekki lokið, þó svo að ekkert eldgos sé núna að eiga sér stað í Bárðarbungu.

Jarðskjálftahrina á Tjörnesbrotabeltinu (TFZ)

Síðan í gær (27-Apríl-2015) hefur verið jarðskjálftahrina á Tjörnesbrotabeltinu (TFZ). Þessi jarðskjálftahrina náði hámarki í nótt og það komu fram rúmlega 64 jarðskjálftar í þessari hrinu. Það er ekki ljóst eins og er hvort að þessari jarðskjálftahrinu sé lokið.

150428_1605
Jarðskjálftahrinan á Tjörnesbrotabeltinu síðasta sólarhringinn. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftarnir í þessari hrinu voru með stærðina 2,8 og 2,9. Dýpi þessar jarðskjálftahrinu var í kringum 13 km og það er ekkert sem bendir til þess að þessi jarðskjálftahrina eigi upptök sín í eldstöð sem er á þessu svæði. Þessi jarðskjálftahrina virðist eingöngu eiga sér stað vegna spennubreytinga í jarðskorpunni. Jarðskjálftahrinur á þessu svæði eru mjög algengar.

Grein uppfærð klukkan 16:12.

Djúpir jarðskjálftar mælast í Kötlu

Í gær (23-Apríl-2015) mældust djúpir jarðskjálftar í Kötlu. Eins og stendur þá hafa eingöngu sex jarðskjálftar mælst. Mesta dýpi sem mældist var 26,6 km og stærsti jarðskjálftinn sem komu fram voru með stærðina 2,2.

150424_1245
Jarðskjálftarnir í Kötlu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftavirkni á þessu dýpi er sjaldnast vegna spennubreytinga í jarðskorpunni. Á þessu dýpi er oftar um að ræða kvikuhreyfingar eða þrýstibreytingar á kvikunni sem er á þessu dýpi. Það er vonlaust að vita nákvæmlega hvað er að gerast í Kötlu á þessari stundu. Það mældust ekki neinn órói í kjölfarið á þessum jarðskjálftum og á þessari stundu er ekkert sem bendir til þess að virkin sé að fara að aukast í Kötlu.

Lítil jarðskjálftahrina suður af Heklu

Síðastliðna nótt (9-Apríl-2015) hófst lítil jarðskjálftahrina sunnan við Heklu. Þessi jarðskjálftahrina hefur komið vel fram á jarðskjálftamæli sem ég er með í Heklubyggð. Þetta er ennþá lítil jarðskjálftahrina og stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 2,8.

150409_2200
Jarðskjálftahrinan sunnan við Heklu, norður af Eyjafjallajökli og Mýrdalsjökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftahrina virðist vera tengd spennubreytingum í jarðskorpunni frekar en virkni í Heklu. Þarna liggja saman sprungusveimur Heklu og Suðurlandsbrotabeltið. Það er mín skoðun að þessi virkni muni ekki auka líkunar á eldgosi í Heklu, það er þó ekki hægt að útiloka það þessir jarðskjálftar séu tengdir breytingum í Heklu sem síðar munu valda eldgosi. Eins og stendur virðist sem að þessi jarðskjálftahrina sé ennþá í gangi, þó svo að langt sé á milli jarðskjálfta eins og stendur. Ef að stærri jarðskjálfti kemur fram en það sem hefur núna hefur komið þá mun þessi jarðskjálftahrina væntanlega aukast í fjölda jarðskjálfta. Stærstu jarðskjálftar á þessu svæði hafa náð stærðinni 7,0, síðast varð jarðskjálfti með þessari stærð fyrir rúmlega 103 árum. Það er þó ekkert sem bendir til þess að slíkur jarðskjálfti sé yfirvofandi á þessu svæði eins og stendur.

Jarðskjálftahrina í Krísuvík

Í dag (31-Mars-2015) var jarðskjálftahrina í Krísuvík. Það mældust rúmlega 27 jarðskjálftar í dag samkvæmt mælingu Veðurstofunnar.

150331_2225
Jarðskjálftahrinan í Krísuvík þann 31-Mars-2015. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu var með stærðina 2,6. Aðrir jarðskjálftar sem mældust voru minni. Það virðist sem að þetta sé ekkert annað en jarðskjálftahrina í jarðskorpunni í Krísuvík. Það er ekkert sem bendir til kvikuhreyfinga á þessu svæði eins og stendur. Á undanförnum árum hefur eldstöðin í Krísuvík verið að þenja sig út og skreppa saman á víxl. Þegar slíkar breytingar eiga sér stað þá hefur það komið af stað jarðskjálftahrinum í Krísuvík. Það er ekkert sem bendir til þess að eldgos sé að fara hefjast í Krísuvík.