Í dag (4-Nóvember-2015) varð jarðskjálftahrina í Bárðarbungu. Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu var með stærðina 3,1 en aðrir jarðskjálftar sem urðu voru minni að stærð. Þessi jarðskjálftahrina bendir til þess að þrýstingur kviku inní Bárðarbungu sé aftur farinn að aukast. Hvort eða hvenær það fer að gjósa aftur er eitthvað sem ekki er hægt að spá til um.
Jarðskjálftahrinan í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Ég reikna með að þessi gerð af jarðskjálftavirkni muni halda áfram í Bárðarbungu fram að næsta eldgosi, sem er ekki hægt að segja til um hvenær eða hvar verður. Rekhrinan sem er hafin á þessu svæði er ekki lokið og það eru nokkur ár þangað til að þeirri hrinu líkur.