Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu

Ég biðst afsökunar á því hversu langt er á milli færslna hjá mér. Ég hef verið að hvíla mig eftir vinnutörn sem ég var í (slátursvertíð). Einnig sem það hefur verið mjög rólegt á Íslandi síðustu daga.

Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu heldur áfram við norð-austur brún eldstöðvarinnar. Þetta eru að mesti leiti mjög litlir jarðskjálftar sem eru að eiga sér stað í Bárðarbungu þessa stundina. Samkvæmt Veðurstofunni þá er um að ræða sig í eldfjallinu sem hefur haldið áfram þó svo að eldgosinu í Holuhrauni sé lokið. Það er mitt mat að mat Veðurstofunnar á þessu sigi sé rétt, þó með einni undantekningu. Það er mín skoðun að þrýstingur kviku sé farinn að aukast í Bárðarbungu á ný, miðað við nýjustu gögn þá er hugsanlegt að þetta sé að eiga sér stað á mun meira dýpi en ég fyrst taldi.

151114_1810
Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Sunnan við Bárðarbungu í eldstöð sem kallast Hamarinn er háhitasvæði sem kallast Skaftárkatlar. Það virðist sem að það jarðhitasvæði sé að stækka og ástæðan fyrir því er líklega sú að þarna sé aukin kvika í eldstöðinni, sem í leiðinni er að hita upp jarðhitasvæði sem eru þarna til staðar. Það er mjög erfitt að vera nákvæmlega viss á þessu, þar sem allt svæðið er undir jökli. Aukinn jarðhiti bendir til þess að eldstöðin sé að hita upp fyrir eldgos, þó eru þekkt dæmi þar sem eldstöð hefur aukið jarðhitann án þess að það valdi eldgosi. Það er vonlaust að vita hvort að þessi breyting muni valda eldgosi í Hamrinum. Það er mín skoðun að síðasta eldgos í Hamrinum átti sér stað í Júlí-2011 og stóð það yfir í rúmlega 8 klukkutíma með hléum, það eldgos var mjög lítið að stærð og náði ekki upp úr jöklinum.