Staðan í Bárðarbungu þann 16-Desember-2014

Hérna er stutt grein um stöðuna í Bárðarbungu.

Í gær (15-Desember-2014) varð jarðskjálfti með stærðina 5,4 í Bárðarbungu. Jarðskjálftavirknin minnkaði í Bárðarbungu í kjölfarið, hinsvegar hefur jarðskjálftavirkni verið að aukast á ný síðustu klukkutíma í Bárðarbungu.

141216_1615
Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu og Tungafellsjökli síðustu 48 klukkutímana. Höfundaréttur að þessari mynd tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu er ennþá með svipuðum hætti og undanfarið. Síðustu daga hafa færri jarðskjálftar mælst vegna slæms veðurs á Íslandi undanfarið. Þetta slæma veður veldur því að illa gengur að mæla litla jarðskjálfta sem eiga sér stað í Bárðarbungu. Ekki hefur verið hægt að fara að Holuhrauni vegna veðurs og því eru ekki neinar nýjar mælingar til af stöðu mála í Holuhrauni (eftir því sem ég best veit). Ég hef ekki getað fylgst með vefmyndavélum þar sem ferðavélin mín ræður ekki við það.

Aukin jarðskjálftavirkni hefur verið í Tungafellsjökli síðustu 48 klukkutíma. Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu hafði stærðina 3,2, það er ekki að sjá að neina aðra virkni í Tungafellsjökli á þessari stundu.

Staðan í Bárðarbungu Miðvikudaginn 12-Nóvember-2014

Eldgosið í Holuhrauni heldur áfram án mikilla breytinga og ekki mikil breyting á eldgosinu síðan á Mánudaginn 10-Nóvember-2014. Vont veður hefur komið í veg fyrir að hægt sé að fylgjast almennilega með eldgosinu í Holuhrauni síðustu daga, hinsvegar er ekkert sem bendir til þess að eldgosinu í Holuhrauni sé að ljúka. Hrauntjörn hefur myndast þarna og er hún rúmlega 400 metra löng og í kringum 100 metra breið. Þetta er fyrsta hrauntjörnin á Íslandi í mjög langan tíma, ég veit ekki hversu langt síðan það er síðasta hrauntjörn kom fram á Íslandi, en það er mjög langt síðan.

141112_2255
Jarðskjálftar í Bárðarbungu síðustu 48 klukkutíma. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu heldur áfram með svipuðum hætti og hefur verið síðasta tvo og hálfan mánuð. Þessi jarðskjálftavirkni þýðir að askja Bárðarbungu heldur áfram að síga með svipuðum hætti og áður. Ég veit ekki hversu mikið svæðið hefur stækkað sem er núna að síga, en ég tel víst að vegna veðurs hafi ekki tekist að mæla það almennilega. Eins og stendur er ekkert sem bendir til breytinga í GPS gögnum á þeirri atburðarrás sem er núna í gangi. Samkvæmt fréttum þá eru víst nýjar sprungur farnar að myndast sunnan við núverandi eldgos í Holuhrauni. Þetta þýðir að rekið sem þarna er hafið er ennþá í gangi að fullum krafti. Þetta þýðir einnig að eldgos getur hafist sunnan við núverandi eldgos án nokkurs fyrirvara. Sérstaklega þar sem kvikan liggur mjög grunnt, eða á 1 til 2 km dýpi, það er einnig möguleiki að kvikan sé á ennþá grynnra dýpi en þetta næst gígnum sem er núna að gjósa (án þess að hafa komið upp í eldgosi).

Tungafellsjökull

Jarðskjálftavirkni virðist vera að aukast í Tungafellsjökli. Væntanlega er hérna um að ræða spennubreytingar í jarðskorpunni sem eru að valda þessum jarðskjálftum. Ég er ekki að sjá neinn sem bendir til þess að eldgos sé að fara að hefjast í Tungafellsjökli á þessari stundu. Jarðskjálftavirkni mun líklega aukast á næstu dögum og vikum í Tungafellsjökli.

Aukin hætta á eldgosi í Tungnafellsjökli

Það er mín skoðun að eins og er þá er aukin hætta á eldgosi í Tungnafellsjökli. Þessi eldstöð er ekki tengd Bárðarbungu á nokkurn hátt. Aukin jarðskjálftavirkni í Tungnafellsjökli er að einhverju leiti tengd virkninni í Bárðarbungu vegna þeirra spennubreytinga sem sigið í öskju Bárðarbungu er að valda. Það er hugmyndin um það sem er að gerast núna á þessu svæði.

141017_1550
Jarðskjálftahrinan í Tungnafellsjökli sem er hérna til vinstri á myndinni við Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þó svo að líkunar á eldgosi hafi aukist í Tungnafellsjökli, þá er ekki víst að eldgos muni eiga sér stað þó svo að kvika streymi inn í Tungnafellsjökuli af miklu dýpi. Það hefur aldrei gosið á sögulegum tíma í Tungnafellsjökli, og vegna þess er ekki hægt að segja til um það hvernig eldstöðin mun haga sér eða hvað mun gerast. Sú kvika sem kemur inn í Tungnafellsjökul kemur upp um sitt eigið kerfi af miklu dýpi og er það kerfi alveg óháð Bárðarbungu og því sem er að gerast þar, fyrir utan þau áhrif sem stressbreytingar í jarðskorpunni eru að hafa á Tungafellsjökul. Hættan á eldgosi getur lækkað aftur ef það dregur aftur úr virkninni og ég endurtek að það er ekki víst að það muni gjósa í Tungnafellsjökli, þó svo að hættan á eldgosi hafi aukist núna, hugsanlega tímabundið. Hjá Veðurstofunni hefur Tungnafellsjökull ennþá græna stöðu, eins og hægt er að sjá hérna.

Staðan í Bárðarbungu þann 15-Október-2014

Í dag (15-Október-2014) varð ekki mikil breyting á stöðunni frá því í gær (15-Október-2014). Stærsti jarðskjálftinn í dag var með stærðina 5,4 og fannst vel á Akureyri. Aðrir jarðskjálftar hafa verið minni. Ég hef ekki frétt að neinum breytingum á eldgosinu í Holuhrauni sem heldur áfram eftir því sem ég best veit, og ekki er að sjá neina breytingu á eldgosinu sé að ljúka. Við jarðskjálftann þá lækkaði askja Bárðarbungu um rúmlega 15 sm.

141015_2255
Jarðskjálftarnir í Bárðarbungu síðustu 48 klukkutímana. Höfundaréttur að þessari mynd tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Ég held að það séu ekki neinar frekari fréttir af stöðu mála í Bárðarbungu eins og er, það er alltaf eitthvað að gerast á hverjum degi og því held ég áfram að skrifa um það litla sem þó gerist. Sá stöðugleiki sem er í eldgosinu og í virkninni í Bárðarbungu er blekkjandi, þar sem að þetta getur allt saman breyst án nokkurs fyrirvara.

Fyrir þá sem hafa áhuga, þá hægt að hlusta á jarðskjálftann sem varð í dag (15-Október-2014) sem ég mældi. Ég breytti þeim gögnum sem ég hef um jarðskjálftann í hljóðskrár frá þeim tveim jarðskjálftamælum sem ég er með. Þetta er ekki langur hljóðbútur, rétt um 3 sekúndur hver þeirra. Þessir hljóðbútar eru undir Creative Commons leyfi. Sjá nánar á CC Leyfi vefsíðunni.

Jarðskjálftamælirinn í Böðvarshólum.
141015.111600.bhrzZ

Jarðskjálftamælirinn í Heklubyggð.
141015.111607.hkbzZ

Staðan í Bárðarbungu þann 10-Október-2014

Hérna er staðan í Bárðarbugu þann 10-Október-2014.

  • Það er lítil breyting í eldgosinu í Holuhrauni eftir því sem ég kemst næst. Útsýni hefur verið lítið til eldgossins vegna veðurs.
  • Stærsti jarðskjálftinn þann 10-Október var með stærðina 4,8 og varð hann klukkan 11:26. Annar stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 4,7 og varð sá jarðskjálfti klukkan 02:24. Aðrir jarðskjálftar hafa verið minni.
  • Jarðskjálftavirkni hefur verið að aukast í Tungafellsjökli. Helstu hugmyndir fyrir þessari auknu virkni eru þær að eldstöðin sé að bregðast við spennubreytingum vegna Bárðarbungu og umbrotanna þar. Ég er ekki viss um það útskýri alla þá jarðskjálftavirkni sem er í Tungafellsjökli núna. Þar sem það er mikil óvissa um það sem er að gerast í þessari eldstöð, ég ætla mér bara að bíða og sjá hvað gerist næst.
  • Jarðskjálftavirkni í kvikuinnskotinu var minniháttar þann 10-Október eftir því sem mér sýnist. Sú jarðskjálftavirkni sem átti sér stað varð að mestu undir Vatnajökli og ef eldgos brýst út þar þá mun verða jökulflóð.
  • Engar frekari fréttir eftir því sem ég kemst næst.

141010.225800.bhrz.psn
Jarðskjálfti sem varð í Tungafellsjökli þann 10-Október. Það er munur á munstrinu í jarðskjáskjálftum sem verða í Tungafellsjökli og síðan í jarðskjálftum sem verða í Bárðarbungu. Jarðskjálftarnir sem verða í Tungafellsjökli eru að mesti leiti eingöngu jarðskorpuhreyfingar, en það er eitthvað af jarðskjálftum að eiga sér stað sem benda til þess að kvika sé einnig á ferðinni þar. Ég reikna þó ekki með því að eldgos verði í Tungafellsjökli. Þessi mynd er undir Creative Commons leyfi. Sjá nánar á CC leyfi fyrir frekari upplýsingar.

Laugardagur 11-Október-2014

  • Engin breyting á eldgosinu í Holuhrauni samkvæmt fréttum í dag. Eldgosið er núna á einni 400 metra langri sprungu samkvæmt fréttum og nýjustu myndum.
  • Stærsti jarðskjálftinn þann 11-Október-2014 var með stærðina 5,0 og næst stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 4,7. Aðrir jarðskjálftar hafa verið minni.
  • Þetta eldgos getur varað í marga mánuði samkvæmt vísindamönnum.
  • Þegar vísindamenn flugu yfir Bárðarbungu þá tóku þeir eftir því að katlar sem höfðu myndast í Bárðarbungu höfðu dýpkað og líklega hafa einnig nýjir myndast. Þeir telja að þetta sé vegna jarðhitavirkni, en mér þykir líklegt að þarna sé um að ræða lítil eldgos sem eiga sér stað undir jökli. Ef einhver hveravirkni á sér stað þá er það vegna þess að dýpið niður á kvikuna er eingöngu 1 til 2 kílómetrar.

Sunnudagur 12-Október-2014

  • Stærsti jarðskjálftinn þann 12-Október-2014 var með stærðina 5,2, annar stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 4,7.
  • Það var örlítið meiri jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu og í kvikuinnskotinu þann 12-Október-2014 en þann 11-Október-2014.
  • Vegna slæms veðurs þá hefur ekkert sést á vefmyndavélum Mílu í gær.
  • Mig grunar að lítil eldgos eigi sér núna stað undir jökli. Það þarf þó að fljúga yfir jökulinn til þess að sjá hvort að nýjir katlar hafa myndast eða hvort að þeir katlar sem voru fyrir hafi dýpkað.
  • Engar frekari fréttir eftir því sem ég kemst næst.

Ég óska öllum góðrar helgar.

Grein uppfærð þann 12-Október-2014 klukkan 02:13.
Grein uppfærð þann 13-Október-2014 klukkan 00:49.

Staðan í Bárðarbungu klukkan 01:28

Þessar upplýsingar geta orðið úreltar mjög hratt.

Sérstök smágrein um Öskju

Það eru uppi getgátur um það að kvikuinnskotið muni finna sér leið inn í Öskju. Mér þykir það vera mjög ólíkleg niðurstaða, sérstaklega þar sem slíkt hefur ekki gerst áður milli þessara eldstöðva. Svæðið á milli Bárðarbungu og Öskju er líklega fullt af gömlum kvikuinnskotum sem þýða að líklega kemst kvikuinnskotið ekki í gegnum eitthvað af þessum innskotum (þar sem þetta er eldfjallasvæði, þá þykir mér þetta líklegt). Undanfarna viku hefur kvikuinnskotið verið að fara í gegnum mýkra grjót á þessu svæði. Ég get hinsvegar ekki útilokað að Bárðarbunga hefji eldgos í Öskju með einhverjum öðrum leiðum sem mér eru ekki kunnar. Askja fór að undirbúa eldgos árið 2010, en þá fór kvika að streyma inn í kvikuhólf Öskju á 20 km dýpi. Hinsvegar er eldstöðin ekki tilbúin til þess að hefja eldgos, þar sem ferlið í Öskju virðist vera mjög hægt.

Sérstök smágrein um Tungafellsjökul

Þann 24-Ágúst-2014 varð jarðskjálfti með stærðina 3,0 í Tungafellsjökli. Þar að auki voru nokkrir aðrir jarðskjálftar að auki í Tungafellsjökli. Það er ekkert sem bendir til þess að virkni sé að fara aukast í Tungnafellsjökli. Það hefur verið jarðskjálftavirkni í Tungafellsjökli undanfarið ár sem bendir til þess að kvika hafi verið að streyma inn í eldstöðina á miklu dýpi (meira en 15 km dýpi), en það er ekkert sem bendir til þess að eldstöðin sé tilbúin í eldgos. Það eru einnig góðar líkur á því að jarðskjálftarnir séu að eiga sér stað vegna stress breytinga í jarðskorpunni vegna þess sigs sem er að eiga sér stað í Bárðarbungu núna. Ég tel afar ólíkleg að Bárðarbunga sé að fara ræsa eldgos í Tungafellsjökli, sérstaklega þar sem Tungafellsjökull hefur ekki gosið síðustu 10.000 árin hið minnsta. Tungafellsjökull er staðsettur vestan við Bárðarbungu og er lítil eldstöð.

Staðan í Bárðarbungu

Jarðskjálftavirkni er ennþá mikil og hafa jarðskjálftar með miðlungsstærð (5,0 til 5,9) að eiga sér stað, þeir jarðskjálftar hafa átt stað í ösku Bárðarbungu vegna sigs í öskjunni. Ástæðan fyrir því virðist vera það að kvikuinnstreymi inn í kvikuhólf Bárðarbungu er minna heldur en útstreymið eins og er. Þessi lækkun öskjunnar er einnig að valda stress breytingum í jarðskorpunni í kringum Bárðarbungu, hver niðurstaðan af því mun verða veit ég ekki ennþá. Þar sem jarðskorpan bregst hægar við þessu, en það má búast við sterkari jarðskjálftum á þessu svæði í kjölfarið á þessum spennu breytingum. Jarðskorpan á þessu svæði í kringum 46 km þykk á þessu svæði vegna heita reitsins samkvæmt mælingum vísindamanna (nánar hérna á ensku. Þetta er stórt pdf skjal).

Í dag er kvikuinnskotið á svæði sem gaus síðast árið 1797 samkvæmt sögunni. Það hefur verið óvíst hvaða eldstöð gaus því eldgosi, en það hefur oftast verið kennt við Öskju. Hinsvegar hefur komið fram í fréttum í gær (25-Ágúst-2014) að líklega væri umrætt hraun komið frá Bárðarbungu frekar en Öskju. Í dag (26-Ágúst-2014) er kvikuinnskotið rúmlega 20 km austan við Trölladyngju. Síðasta sólarhringinn hefur jarðskjálftavirkni verið að aukast á því svæði. Hinsvegar er sú jarðskjálftavirkni ekki nærri því eins mikil og á aðal svæði kvikuinnskotsins við Dyngjuháls.

140826_0035
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu síðustu 48 klukkutímana. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

140826_0035_trace
Jarðskjálftavirknin hefur verið mjög þétt síðustu 48 klukkustundirnar í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

dyn.svd.26.08.2014.at.00.49.utc
Óróinn er einnig mjög mikill á SIL stöðinni í Dyngjuhálsi. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

ask.svd.26.08.2014.at.00.49.utc
Sömu sögu er að segja á SIL stöðinni í Öskju. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

DYNC_3mrap.svd.25.08.2014.at.17.39.utc
Þensla vegna kvikuinnskotsins hefur verið mjög mikil samkvæmt GPS mælingum. Hægt er að sjá fleiri mælingar hérna. Höfundaréttur af þessari mynd tilheyrir Háskóla Íslands.

Ég heyrði í útvarpinu og fjölmiðlum í dag umræðu um það að líklega mundi ekkert eldgos verða vegna þessa kvikuinnskots. Ég er ekki sammála þessu mati vísindamanna. Þar sem það byggir á þeirri forsendu að þar sem djúpir jarðskjálftar séu að eiga sér stað, þá muni líklega ekki gjósa þarna og engin merki eru um það núna að kvikan sé farin að leita upp. Vandamálið við þetta er að þau gildi sem eru notuð eru röng og hreinlega passa ekki við þau umbrot sem hérna eiga sér stað í Bárðarbungu. Þetta kvikuinnskot mun valda eldgosi. Það gæti auðvitað ekki gosið, það er alltaf möguleiki. Ég hinsvegar tel það vera minnst líklegasta möguleikann í þessu ferli sem núna er í gangi í Bárðarbungu. Kvikuinnskotið mun halda áfram að búa til leið fyrir sjálft sig þangað til að það lendir í mótstöðu sem það kemst ekki í gengum, og þá mun verða einfaldara fyrir það að fara upp frekar en niður. Ég veit ekki hvenær þetta mun gerast, þar sem ekki er hægt að spá fyrir um slíka atburði langt fram í tímann.

Jarðskjálftahrina í Tungafellsjökli

Það er áhugaverð jarðskjálftahrina í Tungnafellsjökli, sem er eldstöð rétt fyrir utan Vatnajökul. Ástæða þessar jarðskjálfahrinu virðist vera kvikuinnskot inn í eldstöðina á frekar miklu dýpi. Stærsti jarðskjálftinn í dag var með stærðina 2,3 og með dýpið 0,5 km, mesta dýpi sem mælst hefur í dag var 17,5 km. Sú jarðskjálftavirkni sem er núna að eiga sér stað í Tungnafellsjökli kemur ekki vel fram á jarðskjálftakortum Veðurstofu Íslands. Ég veit ekki afhverju minni jarðskjálftar sjást ekki á kortum Veðurstofunnar, hinsvegar koma þeir fram á óróaplotti sem er nærri Tungnafellsjökli. Sú jarðskjálftavirkni sem núna er í Tungnafellsjökli hófst árið 2012, þangað til hefur ekki verið mikið um jarðskjálfta í eldstöðinni. Talsverð jarðskjálftavirkni var í Tungnafellsjökli í tengslum við eldgosið í Gjálp árið 1996 [kort frá Viku 41 árið 1996]. Núverandi jarðskjálftavirkni byggir ekki á neinum slíkum atburðum.

131124_0315
Jarðskjálftahrinan í Tungnafellsjökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

skr.svd.24-November-2013.svd.03.38.utc
Óróagraf á Skrokköldu sem sýnir smáskjálfta eiga sér stað í Tungnafellsjökli (líklega). Þessi virkni nær yfir síðustu klukkutíma. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Ég veit ekki ennþá almennilega hvað er að gerast í Tungnafellsjökli, en gögn benda til þess að kvika sé líklegt sé að kvikuinnskot séu að eiga sér stað í Tungnafellsjökli. Engin eldgos hafa átt sér stað í Tungnafellsjökli síðan land byggðist (engin söguleg heimild skráð). Það er því næstum því vonlaust að segja til um það hvernig eldstöðin mun haga sér ef þarna hefst eldgos. Ef eldgos mundi eiga sér stað þá mundi það líklega verða hraungos, og það er byggt á eldgosum sem áttu sér stað eftir að síðasta jökulskeiði lauk á Íslandi. Sú jarðskjálftavirkni sem á sér stað núna í Tungnafellsjökli gæti hætt eins og gerðist árið 2012 og einnig fyrr á þessu ári (2013). Jarðskjálftavirkni á meira en 15 km dýpi hófst árið 2012 og hefur haldið áfram síðan, þó langt sé á milli jarðskjálftahrina í eldstöðinni.

Djúpir jarðskjálftar í Tungnafellsjökli

Í dag klukkan 13:19 til 13:21 áttu sér stað djúpir jarðskjálftar í Tungnafellsjökli. Þessir jarðskjálftar voru ekki stórir og sá stærsti var með stærðina 1,4 samkvæmt Veðurstofu Íslands. Dýpsti jarðskjálftinn í þessari jarðskjálftahrinu var með dýpið 28 km, en minnst var dýpið 18,7 km. Þetta dýpi bendir til þess að þarna hafi átt sér kvikuinnskot inn í eldstöðina Tungnafellsjökul. Hvað það þýðir til lengri tíma er hinsvegar vont að segja til um nákvæmlega á þessari stundu.

130303_1655
Jarðskjálftahrinan í Tungnafellsjökli. Jarðskjálftanir eru þar sem rauðu punktanir eru á kortinu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er erfitt að segja til um það hvað er að gerast í Tungafellsjökli eins og er. Það er þó ljóst að eldgos er líklega ekki yfirvofandi í þessari eldstöð á þessari stundu. Hvort að það breytist í framtíðinni veit ég ekki. Það hefur aldrei gosið í Tungnafellsjökli á sögulegum tíma svo vitað sé. Það þýðir að mun erfiðara verður að spá fyrir um hvað gerist í eldstöðinni ef núverandi þróun heldur áfram eins og reikna má með. Ljóst er þó að mun meiri virkni þarf að koma fram í Tungafellsjökli en það sem núna er til staðar áður en til eldgoss kemur. Vont veður á Íslandi fram á föstudag þýðir að erfitt verður að mæla jarðskjálfta sem munu eiga sér stað þarna (ef einhverjir verða). Sérstaklega ef um er að ræða mjög litla jarðskjálfta í þessari eldstöð. Það er mjög lítill jökull á Tungnafellsjökli og þessi eldstöð er langt frá byggð. Þannig að ef til eldgoss kemur. Þá ætti tjón af völdum slíks að vera í algeru lágmarki.

Áhugaverð jarðskjálftavirkni við Tungnafellsfjökul

Það er áhugaverð jarðskjálftavirkni nærri Tungafellsjökuli. Þessi jarðskjálftavirkni er ennþá mjög lítil og á sér stað með löngum hléum. Þessi jarðskjálftavirkni hófst í fyrra. Dýpi þessa jarðskjálfta er í kringum 4 km.

130201_1610
Jarðskjálftavirknin nærri Tungafellsjökli. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Ég er ekki viss um hvað er í gangi þarna. Þó er ekkert sem bendur til þess að þarna sé kvika á ferðinni. Allavegna ekki á grunnu dýpi eins og er. Ég reikna ekki með neinum sérstök fréttum frá þessu svæði. Þrátt fyrir þessa jarðskjálftavirkni sem þarna hefur átt sér stað.