Staðan í Bárðarbungu þann 10-Október-2014

Hérna er staðan í Bárðarbugu þann 10-Október-2014.

  • Það er lítil breyting í eldgosinu í Holuhrauni eftir því sem ég kemst næst. Útsýni hefur verið lítið til eldgossins vegna veðurs.
  • Stærsti jarðskjálftinn þann 10-Október var með stærðina 4,8 og varð hann klukkan 11:26. Annar stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 4,7 og varð sá jarðskjálfti klukkan 02:24. Aðrir jarðskjálftar hafa verið minni.
  • Jarðskjálftavirkni hefur verið að aukast í Tungafellsjökli. Helstu hugmyndir fyrir þessari auknu virkni eru þær að eldstöðin sé að bregðast við spennubreytingum vegna Bárðarbungu og umbrotanna þar. Ég er ekki viss um það útskýri alla þá jarðskjálftavirkni sem er í Tungafellsjökli núna. Þar sem það er mikil óvissa um það sem er að gerast í þessari eldstöð, ég ætla mér bara að bíða og sjá hvað gerist næst.
  • Jarðskjálftavirkni í kvikuinnskotinu var minniháttar þann 10-Október eftir því sem mér sýnist. Sú jarðskjálftavirkni sem átti sér stað varð að mestu undir Vatnajökli og ef eldgos brýst út þar þá mun verða jökulflóð.
  • Engar frekari fréttir eftir því sem ég kemst næst.

141010.225800.bhrz.psn
Jarðskjálfti sem varð í Tungafellsjökli þann 10-Október. Það er munur á munstrinu í jarðskjáskjálftum sem verða í Tungafellsjökli og síðan í jarðskjálftum sem verða í Bárðarbungu. Jarðskjálftarnir sem verða í Tungafellsjökli eru að mesti leiti eingöngu jarðskorpuhreyfingar, en það er eitthvað af jarðskjálftum að eiga sér stað sem benda til þess að kvika sé einnig á ferðinni þar. Ég reikna þó ekki með því að eldgos verði í Tungafellsjökli. Þessi mynd er undir Creative Commons leyfi. Sjá nánar á CC leyfi fyrir frekari upplýsingar.

Laugardagur 11-Október-2014

  • Engin breyting á eldgosinu í Holuhrauni samkvæmt fréttum í dag. Eldgosið er núna á einni 400 metra langri sprungu samkvæmt fréttum og nýjustu myndum.
  • Stærsti jarðskjálftinn þann 11-Október-2014 var með stærðina 5,0 og næst stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 4,7. Aðrir jarðskjálftar hafa verið minni.
  • Þetta eldgos getur varað í marga mánuði samkvæmt vísindamönnum.
  • Þegar vísindamenn flugu yfir Bárðarbungu þá tóku þeir eftir því að katlar sem höfðu myndast í Bárðarbungu höfðu dýpkað og líklega hafa einnig nýjir myndast. Þeir telja að þetta sé vegna jarðhitavirkni, en mér þykir líklegt að þarna sé um að ræða lítil eldgos sem eiga sér stað undir jökli. Ef einhver hveravirkni á sér stað þá er það vegna þess að dýpið niður á kvikuna er eingöngu 1 til 2 kílómetrar.

Sunnudagur 12-Október-2014

  • Stærsti jarðskjálftinn þann 12-Október-2014 var með stærðina 5,2, annar stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 4,7.
  • Það var örlítið meiri jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu og í kvikuinnskotinu þann 12-Október-2014 en þann 11-Október-2014.
  • Vegna slæms veðurs þá hefur ekkert sést á vefmyndavélum Mílu í gær.
  • Mig grunar að lítil eldgos eigi sér núna stað undir jökli. Það þarf þó að fljúga yfir jökulinn til þess að sjá hvort að nýjir katlar hafa myndast eða hvort að þeir katlar sem voru fyrir hafi dýpkað.
  • Engar frekari fréttir eftir því sem ég kemst næst.

Ég óska öllum góðrar helgar.

Grein uppfærð þann 12-Október-2014 klukkan 02:13.
Grein uppfærð þann 13-Október-2014 klukkan 00:49.