Staðan í Bárðarbungu þann 9-Október-2014

Þetta hérna er staðan í Bárðarbungu þann 9-Október-2014.

Staðan í Bárðarbungu þann 9-Október-2014

  • Stærsti jarðskjálftinn þann 9-Október-2014 var með stærðina 5,2 og varð klukkan 21:22. Annar stærsti jarðskjálfti dagsins varð klukkan 04:37 og var með stærðina 5,0.
  • Það er aukin jarðskjálftavirkni í kvikuinnskotinu og það bendir til þess að þrýstingur sé að aukast innan þess. Jarðskjálfti með stærðina 4,8 varð við upphafspunkt kvikuinnskotsins sem bendir til þess að þrýstingur sé að aukast innan kvikuhólfs Bárðarbungu og nægjanlega mikið svo að núverandi kvikuinnskot hefur ekki undan, og núna er kvikan að reyna að auka ummál núverandi kvikuinnskots. Ef það tekst ekki, þá mun kvikan leita annara leiða út.
  • Askja Bárðarbungu heldur áfram að síga þó svo að kvikurþýstingur virðist vera að aukast innan kvikuhólfs Bárðarbungu.
  • Slæmt veður hefur komið í veg fyrir að ég hafi séð til eldstöðvanna í dag á vefmyndavélum. Ég hef ekki heyrt neinar fréttir af stöðunni þar sem gýs í Holuhrauni í fréttum dagsins.
  • Þann 9-Október-2014 var meiri jarðskjálftavirkni í kvikuinnskotinu. Það bendir til þess að þrýstingur sé að aukast innan þess. Þetta er það sem ég mundi reikna með miðað við að þrýstingur er að aukast innan kvikuhólfs Bárðarbungu (byggt á jarðskjálftavirkni).
  • Engar frekari fréttir af stöðu mála eftir því sem ég best veit.

Ef eitthvað meira gerist þá mun ég skrifa um það hérna eða skrifa nýja grein.