Jarðskjálftaviðvörun á Reykjanesi

Veðurstofan og Almannavarnir gáfu út viðvörun vegna hugsanlegar jarðskjálftavirkni á Reykjanesskaga í dag (19-Júní-2015). Það er ekki vitað hvenær jarðskjálftavirknin mun eða muni hefjast. Það er hugsanlegt að stærstu jarðskjálftarnir í þessari jarðskjálftahrinu þegar hún hefst nái stærðinni 6,5. Um er að ræða svæði sem nær frá Kleifarvatni og austur að Ölfusi. Það er einnig möguleiki á því að spennan sem þarna er á svæðinu losni út án þess að það verði stór jarðskjálfti, það er mín skoðun að minnstar líkur séu á slíkri niðurstöðu.

Það er mín skoðun að einnig sé hætta á stórum jarðskjálftum á Reykjaneshrygg en þar er minni byggð nærri og því minni hætta á skemmdum í kjölfarið á jarðskjálfta þar.

Viðvörunin

Skjálftavirkni á Reykjanesskaga (Veður.is)
Fréttatilkynning vegna jarðskjálftavirkni að undanförnu á svæðinu frá Krísuvík austur í Ölfus (Veður.is)

Fréttir af tilkynningunni

Hætta á stórum skjálfta á Reykjavíkursvæðinu (Vísir.is)
Vara við skjálfta til að draga úr slysahættu (Vísir.is)

Jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg (11-Júní-2015)

Aðfaranótt 11-Júní-2015 varð jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg. Þetta varð meðalstór jarðskjálftahrina það hafa mælst 151 jarðskjálfti núna.

150611_1900
Jarðskjálftahrinan á Reykjaneshrygg, grænar stjörnur sýna jarðskjálfta sem eru stærri en 3,0. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu hafði stærðina 3,9, annar stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu hafði stærðina 3,6. Aðrir jarðskjálftar í þessari hrinu voru minni að stærð. Þessari jarðskjálftahrinu virðist vera lokið í bili, þó er mögulegt að jarðskjálftahrinan taki upp aftur eftir nokkra daga eða vikur af fullum krafti. Þar sem jarðskjálftahrinur á Reykjaneshryggnum hefjast rólega og vara síðan í nokkra daga til vikur.

hkbz.svd.11.06.2015.at.16.10.utc
Jarðskjálftahrinan á Reykjaneshryggnum kom vel fram á jarðskjálftamælinum mínum í Heklubyggð á suðurlandinu. Þessi mynd er undir CC leyfi, sjá nánar á CC leyfi síðunni.

Jarðskjálftar sem eru stærri en 2,5 koma vel fram á jarðskjálftamælinum í Heklubyggð. Minni jarðskjálftar sjást ekki vel eða alls ekki.

Lítil jarðskjálftahrina nærri Eldeyjardrangi á Reykjaneshrygg

Í nótt (21-Mars-2015) varð lítil jarðskjálftahrina við Eldeyjardranga á Reykjaneshrygg. Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu var með stærðina 3,2 en aðrir jarðskjálftar sem áttu sér stað þarna voru minni. Í heildina urðu rúmlega 30 jarðskjálftar í þessari jarðskjálftahrinu.

150321_1925
Jarðskjálftahrinan á Reykjaneshrygg við Eldeyjardranga. Græna stjarnan sýnir hvar stærsti jarðskjálftinn átti sér stað. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftahrinur eins og þessar eru mjög algengar á þessu svæði á Reykjaneshryggnum. Það er ekki hægt að vita hvort að þarna muni fleiri jarðskjálftar eiga sér stað á næstunni.

Lítil jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg

Í dag (19-Mars-2015) klukkan 15:24 átti sér stað lítil jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg. Þessi jarðskjálftahrina var mjög lítil. Það er hugsanlegt að þessi jarðskjálftahrina boði frekari virkni á Reykjaneshrygg á næstunni.

150319_2130
Jarðskjálftahrinan á Reykjaneshrygg þann 19-Mars-2015. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu var með stærðina 3,5 og voru aðrir jarðskjálftar í þessari hrinu minni. Síðasta jarðskjálftahrina á þessu svæði átti sér stað þann 3-Mars-2015 og skrifaði ég um hana hérna.

Lítil jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg

Síðustu nótt (3-Mars-2015) varð lítil jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 3,1. Aðrir jarðskjálftar voru minni.

150303_1515
Jarðskjálftavirkni á Reykjaneshrygg síðustu nótt. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Flestir af þeim jarðskjálftum sem áttu sér stað voru á miklu dýpi og varð dýpsti jarðskjálftinn á 16,0 km dýpi. Það bendir til þess að kvikuhreyfingar hafi verið að valda þessum jarðskjálftum. Það er ekkert sem bendir til þess að eldgos sé yfirvofandi á þessu svæði. Sjávardýpi á þessu svæði er frá 400 – 1000 metrum. Það þýðir að ef þarna verður eldgos þá mun lítið sjást á yfirborði sjávar, eða alls ekki neitt ef eldgos yrði á miklu dýpi.

Jarðskjálfti með stærðina 7,1(USGS) suður af Reykjaneshrygg

Klukkan 18:59 í dag (13-Febrúar-2015) varð jarðskjálfti með stærðina 7,1 (USGS) sunnan við Reykjaneshrygg. Samkvæmt EMSC var þessi jarðskjálfti með stærðina 6,8 (tengill). Þessi jarðskjálfti átti sér stað 1401 km suður af Reykjavík.

427196.regional.svd.13.02.2015
Staðsetning jarðskjálftans, stærð þessa jarðskjálfta var 7,1. Höfundaréttur að þessari mynd tilheyrir EMSC.

Nokkrir forskjálftar áttu sér stað áður en stóri jarðskjálftinn varð. Þeir voru með stærðina 5,3 og 4,9 (sjálfvirk mæling). Stærsti eftirskjálftinn var með stærðina 5,3 (sjálfvirk mæling). Þar sem þessir jarðskjálftar áttu sér stað mjög langt frá landi þá ollu þeir ekki neinum skemmdum og enginn fann fyrir þeim. Búast má við frekari jarðskjálftavirkni á þessu svæði næstu daga og vikur.

Minniháttar jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg

Í gær (29-Janúar-2015) varð minniháttar jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg. Í kringum tuttugu jarðskjálftar áttu sér stað í þessari hrinu.

150130_1655
Jarðskjálftahrinan á Reykjaneshrygg. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu var með stærðina 3,2 og annar stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu var með stærðina 3,0. Líkur eru á því að fleiri jarðskjálftar verði á þessu svæði næstu dögum eða vikum. Reykjaneshryggur er oft mjög virkur þegar það kemur að jarðskjálftum.

Minniháttar jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg

Í dag (16-Desember-2014) varð minniháttar jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg. Aðeins einn jarðskjálfti náði stærðinni 2,9. Aðrir jarðskjálftar voru minni í þessari jarðskjálftahrinu.

141216_1520
Jarðskjálftahrinan á Reykjaneshrygg í dag. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það virðist sem að jarðskjálftahrinan sé búin í augnablikinu. Það er þó möguleiki á því að jarðskjálftahrinan taki sig upp aftur eftir nokkra klukkutíma til daga.

Reglulegar uppfærslur: Vegna tafa vegna veðurs við að ná í tölvuborð sem ég þarf að fá áður en ég get farið að skrifa reglulegar uppfærslur. Þá get ég ekki farið að skrifa uppfærslur um stöðu mála eins og ég ætlaði mér að byrja aftur á í dag. Ég veit ekki ennþá hversu miklar tafir er um að ræða hjá mér útaf þessu.

Grein uppfærð klukkan 15:26.

Minniháttar jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg þann 04-Nóvember-2014

Þann 04-Nóvember-2014 varð minniháttar jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg. Í kringum fjórir jarðskjálftar mældust í þessari jarðskjálftahrinu.

141105_2040
Jarðskjálftahrinan á Reykjaneshrygg þann 04-Nóvember-2014. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þetta er á sama stað og jarðskjálftahrinan sem varð þarna þann 27-Október-2014 og ég fjallaði um hérna. Stærsti jarðskjálftinn í þessari jarðskjálftahrinu hafði stærðina 3,3, aðrir jarðskjálftar voru minni.

Minniháttar jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg

Síðustu nótt (27-Október-2014) varð minniháttar jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg. Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu var með stærðina 3,7.

141027_1430
Jarðskjálftahrinan á Reykjaneshrygg. Höfundaréttur af þessari mynd tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessari jarðskjálftahrinu virðist vera lokið. Jarðskjálftahrinur eru mjög algengar á Reykjaneshrygg og því má reikna með að þarna verði ný jarðskjálftahrina í framtíðinni. Stórar jarðskjálftahrinur á Reykjaneshrygg geta varað í nokkra daga til viku, en oftast ekki lengur en það.